Íbúðalánasjóður vill selja sveitarfélögunum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. júní 2017 07:00 Íbúðalánasjóður átti 102 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í lok aprílmánaðar. Fréttablaðið/Anton Brink Íbúðalánasjóður bauð í byrjun mánaðarins fjölmörgum sveitarfélögum á landinu til viðræðna um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins. Eiga umrædd sveitarfélög kost á því að kaupa eignirnar, áður en þær verða boðnar til sölu á almennum markaði, með það í huga að þær verði til dæmis nýttar sem félagslegt húsnæði. Samtals fengu 27 sveitarstjórnir bréf frá sjóðnum, en í viðkomandi sveitarfélögum á sjóðurinn 509 eignir. Alls á sjóðurinn 539 eignir og eru 319 þeirra í útleigu eða um sextíu prósent. Það er mikill munur frá því sem áður var, á árunum eftir hrun, en alls hefur sjóðurinn selt tæplega 3.500 eignir á síðustu fimm árum. Þar af hafa um 2.900 eignir verið seldar til almennings á frjálsum markaði með milligöngu fasteignasala. Ásgeir Kr. Björnsson, forstöðumaður fullnustueigna hjá Íbúðalánasjóði, segir að þetta sé í annað sinn sem Íbúðalánasjóður bjóði sveitarfélögum til viðræðna um kaup á eignum, en í sambærilegu átaki fyrir um ári seldi sjóðurinn um sextíu eignir til sveitarfélaga. Ásgeir segir að komið hafi reglulega fram í fjölmiðlum að skortur sé á félagslegu húsnæði í mörgum sveitarfélögum og því hafi sjóðurinn viljað kanna á ný hvort áhugi væri hjá sveitarstjórnum á því að kaupa eignir til að nýta í slík úrræði. „Helstu ástæður þess að Íbúðalánasjóður sendi sveitarfélögunum bréf nú er að skortur er á eignum til leigu og sölu víðast hvar um land og verð fasteigna hefur farið hækkandi. Margar af eignum sjóðsins á landsbyggðinni hafa verið í eigu hans um árabil án þess að ásættanleg tilboð hafi borist í þær,“ segir hann. Í bréfi sjóðsins er einmitt rakið að vegna stöðunnar á fasteignamarkaði undanfarið hafi mörgum sveitarfélögum reynst erfitt að kaupa fasteignir til þess að uppfylla skyldu sína til að útvega húsnæði fyrir þá sem þess þurfa. Ásgeir bætir því við að það sé ekki hlutverk Íbúðalánasjóðs að eiga eða leigja eignir til langs tíma. Sú skylda hvíli á sjóðnum að hámarka virði eigna hans og því beri honum að selja fullnustueignir um leið og það telst hagkvæmt. Geti það meðal annars falist í því að selja fleiri eignir í einu til sveitarfélaga. Alls hefur sjóðurinn selt eignir fyrir um sextíu milljarða króna á síðustu árum. Sveitarfélögunum var gefinn frestur til 23. júní til þess að svara erindi sjóðsins. Ásgeir segir mörg þeirra hafa sýnt erindinu áhuga og hefur Snæfellsbær til að mynda þegar ákveðið að ganga til samninga um kaup á nokkrum eignum í bænum. Ljóst er að fjárhagslegt bolmagn sveitarfélaganna til slíkra kaupa er afar mismunandi. Þó bendir Ásgeir á að almennt séð hafi hagur þeirra vænkast að undanförnu í takt við bætta stöðu efnahagslífsins. Húsnæðismál Snæfellsbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Íbúðalánasjóður bauð í byrjun mánaðarins fjölmörgum sveitarfélögum á landinu til viðræðna um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins. Eiga umrædd sveitarfélög kost á því að kaupa eignirnar, áður en þær verða boðnar til sölu á almennum markaði, með það í huga að þær verði til dæmis nýttar sem félagslegt húsnæði. Samtals fengu 27 sveitarstjórnir bréf frá sjóðnum, en í viðkomandi sveitarfélögum á sjóðurinn 509 eignir. Alls á sjóðurinn 539 eignir og eru 319 þeirra í útleigu eða um sextíu prósent. Það er mikill munur frá því sem áður var, á árunum eftir hrun, en alls hefur sjóðurinn selt tæplega 3.500 eignir á síðustu fimm árum. Þar af hafa um 2.900 eignir verið seldar til almennings á frjálsum markaði með milligöngu fasteignasala. Ásgeir Kr. Björnsson, forstöðumaður fullnustueigna hjá Íbúðalánasjóði, segir að þetta sé í annað sinn sem Íbúðalánasjóður bjóði sveitarfélögum til viðræðna um kaup á eignum, en í sambærilegu átaki fyrir um ári seldi sjóðurinn um sextíu eignir til sveitarfélaga. Ásgeir segir að komið hafi reglulega fram í fjölmiðlum að skortur sé á félagslegu húsnæði í mörgum sveitarfélögum og því hafi sjóðurinn viljað kanna á ný hvort áhugi væri hjá sveitarstjórnum á því að kaupa eignir til að nýta í slík úrræði. „Helstu ástæður þess að Íbúðalánasjóður sendi sveitarfélögunum bréf nú er að skortur er á eignum til leigu og sölu víðast hvar um land og verð fasteigna hefur farið hækkandi. Margar af eignum sjóðsins á landsbyggðinni hafa verið í eigu hans um árabil án þess að ásættanleg tilboð hafi borist í þær,“ segir hann. Í bréfi sjóðsins er einmitt rakið að vegna stöðunnar á fasteignamarkaði undanfarið hafi mörgum sveitarfélögum reynst erfitt að kaupa fasteignir til þess að uppfylla skyldu sína til að útvega húsnæði fyrir þá sem þess þurfa. Ásgeir bætir því við að það sé ekki hlutverk Íbúðalánasjóðs að eiga eða leigja eignir til langs tíma. Sú skylda hvíli á sjóðnum að hámarka virði eigna hans og því beri honum að selja fullnustueignir um leið og það telst hagkvæmt. Geti það meðal annars falist í því að selja fleiri eignir í einu til sveitarfélaga. Alls hefur sjóðurinn selt eignir fyrir um sextíu milljarða króna á síðustu árum. Sveitarfélögunum var gefinn frestur til 23. júní til þess að svara erindi sjóðsins. Ásgeir segir mörg þeirra hafa sýnt erindinu áhuga og hefur Snæfellsbær til að mynda þegar ákveðið að ganga til samninga um kaup á nokkrum eignum í bænum. Ljóst er að fjárhagslegt bolmagn sveitarfélaganna til slíkra kaupa er afar mismunandi. Þó bendir Ásgeir á að almennt séð hafi hagur þeirra vænkast að undanförnu í takt við bætta stöðu efnahagslífsins.
Húsnæðismál Snæfellsbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira