Í eldhúsi Evu: Pulled pork hamborgarar með hrásalati Eva Laufey skrifar 1. júlí 2017 20:00 Girnilegir smáborgarar sem henta t.d. vel þegar tekið er á móti gestum. Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að hamborgurum með pulled pork og hrásalati. Pulled pork hamborgarar með hrásalati 700-800 g úrbeinaður svínahnakki 1 tsk paprikukrydd 1 tsk cumin krydd 1 tsk hvítlauksduft Salt og pipar, magn eftir smekk ca. 1 tsk af hvoru 1 laukur 1 msk ólífuolía 2 dl bbq sósa 200 ml bjór Aðferð: Hitið olíu í potti, kryddið kjötið með kryddunum sem eru talin upp hér að ofan. Brúnið kjötið á öllum hliðum, skerið niður lauk og bætið lauknum og bbq sósunni út í pottinn. Hellið bjórnum í pottinn og leyfið sósunni að ná suðu. Setjið lok á pottinn og setjið inn í ofn og eldið í 3-6 klst (því lengur, því mýkra verður kjötið) við 140°C. Þegar kjötið er tilbúið er það rifið niður og meiri bbq sósu er bætt við, magnið fer eftir smekk. Hamborgarabrauð 470 g hveiti 3 tsk þurrger 1 tsk hunang 250 g volgt vatn 1 tsk salt 1 dl ólífuolía 1 egg, pískað Ofan á:eggsesamfræ Aðferð: Setjið þurrger og hunang út í volgt vatn og hrærið, um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerblandan tilbúin og þá má bæta hveitinu, saltinu, pískuðu eggi og ólífuolíu saman við. Þegar deigið er orðið þétt og fínt þá stráið þið hveiti á borðflöt og hnoðið deigið, setjið deigið í hreina skál og leyfið því að hefast í um það bil klukkustund eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Skiptið deiginu í jafn stóra bita og mótið hvern bita í kúlu, leggið þær síðan á pappírsklædda ofnplötu og penslið eggi yfir ásamt því að sáldra sesamfræjum yfir bollurnar rétt í lokin. Bakið við 210°C í 15-18 mínútur eða þar til hamborgarabrauðin eru orðin gullinbrún. Hrásalat með chili majónesi 2 dl majónes 1-2 msk chilimauk, magn eftir smekk Salt og pipar ½ höfuð ferskt rauðkál 4 gulrætur Handfylli spínat 2 msk kóríander Safi úr hálfri límónu Salt og pipar Aðferð: Blandið majónesi og chilimauki saman og kryddið til með salti og pipar. Rífið niður ferskt rauðkál og gulrætur, saxið niður spínat og kóríander og blandið öllum hráefnum saman í skál. Kreistið safann úr límónu yfir og kryddið til með salti og pipar. Berið fram með hamborgurunum. Brauð Eva Laufey Hamborgarar Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að hamborgurum með pulled pork og hrásalati. Pulled pork hamborgarar með hrásalati 700-800 g úrbeinaður svínahnakki 1 tsk paprikukrydd 1 tsk cumin krydd 1 tsk hvítlauksduft Salt og pipar, magn eftir smekk ca. 1 tsk af hvoru 1 laukur 1 msk ólífuolía 2 dl bbq sósa 200 ml bjór Aðferð: Hitið olíu í potti, kryddið kjötið með kryddunum sem eru talin upp hér að ofan. Brúnið kjötið á öllum hliðum, skerið niður lauk og bætið lauknum og bbq sósunni út í pottinn. Hellið bjórnum í pottinn og leyfið sósunni að ná suðu. Setjið lok á pottinn og setjið inn í ofn og eldið í 3-6 klst (því lengur, því mýkra verður kjötið) við 140°C. Þegar kjötið er tilbúið er það rifið niður og meiri bbq sósu er bætt við, magnið fer eftir smekk. Hamborgarabrauð 470 g hveiti 3 tsk þurrger 1 tsk hunang 250 g volgt vatn 1 tsk salt 1 dl ólífuolía 1 egg, pískað Ofan á:eggsesamfræ Aðferð: Setjið þurrger og hunang út í volgt vatn og hrærið, um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerblandan tilbúin og þá má bæta hveitinu, saltinu, pískuðu eggi og ólífuolíu saman við. Þegar deigið er orðið þétt og fínt þá stráið þið hveiti á borðflöt og hnoðið deigið, setjið deigið í hreina skál og leyfið því að hefast í um það bil klukkustund eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Skiptið deiginu í jafn stóra bita og mótið hvern bita í kúlu, leggið þær síðan á pappírsklædda ofnplötu og penslið eggi yfir ásamt því að sáldra sesamfræjum yfir bollurnar rétt í lokin. Bakið við 210°C í 15-18 mínútur eða þar til hamborgarabrauðin eru orðin gullinbrún. Hrásalat með chili majónesi 2 dl majónes 1-2 msk chilimauk, magn eftir smekk Salt og pipar ½ höfuð ferskt rauðkál 4 gulrætur Handfylli spínat 2 msk kóríander Safi úr hálfri límónu Salt og pipar Aðferð: Blandið majónesi og chilimauki saman og kryddið til með salti og pipar. Rífið niður ferskt rauðkál og gulrætur, saxið niður spínat og kóríander og blandið öllum hráefnum saman í skál. Kreistið safann úr límónu yfir og kryddið til með salti og pipar. Berið fram með hamborgurunum.
Brauð Eva Laufey Hamborgarar Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira