Leik flýtt hjá Ólafíu vegna veðurs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júlí 2017 08:23 Vísir/Getty Fjórði keppnisdagur á Thornberry Creek Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni hefst fyrr en áætlað var vegna slæmrar veðurspár í Wisconsin síðdegis. Ólafía kláraði klukkan 22.15 að íslenskum tíma í gærkvöldi en hefur leik að nýju klukkan 14.39 í dag, klukkan 9.39 að staðartíma. Sýnt verður frá mótinu á Stöð 2 Sport 4 í dag og hefst útsendingin klukkan 18.00. Útsendingin er aðgengileg fyrir áskrifendur Golfstöðvarinnar. Veður hefur þegar sett strik í reikninginn á mótinu en fresta þurfti leik vegna þrumuveðurs á öðrum keppnsidegi. Var Ólafía í hópi þeirra kylfinga sem náðu ekki að klára annan hringinn sinn fyrr en á þriðja keppnisdegi. Ólafía spilaði vel í gær. Hún lék alls 24 holur og fékk á þeim níu fugla, tólf pör og þrjá skolla. Hún er á tíu höggum undir pari samtals og aðeins þremur höggum frá þriðja sæti. Katherine Kirk frá Ástralíu var hins vegar á mikilli siglingu í gær og spilaði á 65 höggum. Hún er á samtals 20 höggum undir pari, fjórum höggum á undan næsta kylfingi - Ashleigh Buhai frá Suður-Afríku. Fylgst verður með gengi Ólafíu í dag á Vísi. Golf Tengdar fréttir Ólafía: Dómararnir fóru að ýta á eftir okkur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór vel af stað LPGA-móti sem hófst í Wisconsin í gær. 7. júlí 2017 16:30 Ólafía í baráttu við þær bestu eftir frábæran hring Spilaði á 68 höggum á þriðja keppnisdegi og er á tíu höggum undir pari samtals. 8. júlí 2017 22:15 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fjórði keppnisdagur á Thornberry Creek Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni hefst fyrr en áætlað var vegna slæmrar veðurspár í Wisconsin síðdegis. Ólafía kláraði klukkan 22.15 að íslenskum tíma í gærkvöldi en hefur leik að nýju klukkan 14.39 í dag, klukkan 9.39 að staðartíma. Sýnt verður frá mótinu á Stöð 2 Sport 4 í dag og hefst útsendingin klukkan 18.00. Útsendingin er aðgengileg fyrir áskrifendur Golfstöðvarinnar. Veður hefur þegar sett strik í reikninginn á mótinu en fresta þurfti leik vegna þrumuveðurs á öðrum keppnsidegi. Var Ólafía í hópi þeirra kylfinga sem náðu ekki að klára annan hringinn sinn fyrr en á þriðja keppnisdegi. Ólafía spilaði vel í gær. Hún lék alls 24 holur og fékk á þeim níu fugla, tólf pör og þrjá skolla. Hún er á tíu höggum undir pari samtals og aðeins þremur höggum frá þriðja sæti. Katherine Kirk frá Ástralíu var hins vegar á mikilli siglingu í gær og spilaði á 65 höggum. Hún er á samtals 20 höggum undir pari, fjórum höggum á undan næsta kylfingi - Ashleigh Buhai frá Suður-Afríku. Fylgst verður með gengi Ólafíu í dag á Vísi.
Golf Tengdar fréttir Ólafía: Dómararnir fóru að ýta á eftir okkur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór vel af stað LPGA-móti sem hófst í Wisconsin í gær. 7. júlí 2017 16:30 Ólafía í baráttu við þær bestu eftir frábæran hring Spilaði á 68 höggum á þriðja keppnisdegi og er á tíu höggum undir pari samtals. 8. júlí 2017 22:15 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía: Dómararnir fóru að ýta á eftir okkur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór vel af stað LPGA-móti sem hófst í Wisconsin í gær. 7. júlí 2017 16:30
Ólafía í baráttu við þær bestu eftir frábæran hring Spilaði á 68 höggum á þriðja keppnisdegi og er á tíu höggum undir pari samtals. 8. júlí 2017 22:15