Fínasta tæknibrelluveisla en lítið annað Tómas Valgeirsson skrifar 6. júlí 2017 10:45 Michael Bay hatar ekki tæknibrellurnar. Kvikmyndir Transformers: The Last Knight Leikstjóri: Michael Bay Framleiðendur: Tom DeSanto, Lorenzo di Bonaventura Handrit: Ken Nolan, Art Marcum, Matthew Hollaway Aðalhlutverk: Mark Wahlberg, Laura Haddock, Anthony Hopkins Á þessum tímapunkti er orðið erfitt fyrir áhorfendur að slysast á fimmtu myndina í Transformers-seríunni, frá sprengjusérfræðingnum Michael Bay, án þess að gera sér fullkomlega grein fyrir því hverju má eiga von á. Þetta er þá meira spurning um hvort leikstjórinn hafi slysast til þess að gera eitthvað þrælskemmtilegt úr hávaðanum og tilheyrandi tæknibrellum eða hvort hugmyndalausi sölupúkinn hans hefur tekið alveg yfir, hinn sami og hefur aldrei haft nokkurn áhuga á heilsteyptu innihaldi eða listinni að fara pent í hlutina. Hjá þessum manni þýðir meira ávallt meira. Bay er óneitanlega fær í ýmsu, sérstaklega þegar kemur að hasar og hraða, en að segja hnitmiðaðar sögur á bröttum sýningartíma er ekki þar meðtalið. Á góðum degi getur verið heljarinnar afþreyingargildi að finna í þessum Transformers-myndum (og þetta kemur frá manni sem er dyggur aðdáandi þeirrar þriðju). En svo eru til mörk þess hversu mikinn svokallaðan „Bay-isma“ augu, líkami og sál geta þolað til lengdar þegar leikstjórinn er sífellt fastur í sama farinu. Hann Bay virðist vera ófær um að gera bíómyndir án þess að þeim fylgi til dæmis heilmikið „slow-mo“, ákaft blæti fyrir ameríska hernum, ýktar staðalmyndir, þvældir söguþræðir, mikill aulahúmor og kvenfyrirlitning máluð upp sem kynþokki. En maðurinn kann lagið á því að stilla upp flottum skotum og virðist tæknin hafa mikið hjálpað til með árunum þegar kemur að því að útfæra stílhreinni slagsmál milli tölvugerðra vélmenna. Það er plús. Hinar fjórar Transformers-myndirnar fóru allar eftir vissum formúlum sem endurtóku sig hryllilega oft en nú er eins og loksins sé kviknaður áhugi fyrir því hjá aðstandendum að hugsa stærra og hrista meira upp í ruglinu. Því meira sem tónninn líkist algjörri teiknimynd, því betra. Það er löngu orðið gagnslaust fyrir áhorfandann að reyna að taka efniviðinn alvarlega og best kemur Bay út þegar hann gerir það ekki sjálfur heldur. Þetta er nú einu sinni allt byggt á leikföngum! Í Transformers: The Last Knight er víkkaður út þessi uppstillti, gríðarstóri bíóheimur með hugmyndaríkum hætti en framvindan jaðrar ávallt við það að vera hreinn farsi. Myndin er sjálfsagt með þeim skárri í seríunni en sömu veikleikum og hafa áður verið áberandi bregður hér fyrir; afleitt handrit, of margar persónur, langdregið rennsli og klippistíll sem er sérstaklega til þess gerður að vera manískur. Leikararnir gegna í rauninni sama tilgangi og tölvubrellurnar, sem þýðir að þetta er allt saman eintómt skraut, en af öllu liðinu á skjánum kemur gamli refurinn Anthony Hopkins tvímælalaust best út.Gamli refurinn Anthony Hopkins kemur tvímælalaust best út í þessari fimmtu Transformers mynd.Margir gæðaleikarar detta auðveldlega á sjálfsstýringu í svona stórum myndum og hirða svo launin sín, en Hopkins er bæði ánægjulega furðulegur og fjörugur, eins og hann sé staddur þarna til að skemmta sjálfum sér fyrst og fremst. Meira að segja slæmir brandarar myndarinnar hitta í mark með töfrum þessa manns. Mark Wahlberg hefur jafnframt látið betur um sig fara hér en í síðustu lotu, þegar hann tók við kyndlinum af Shia LaBeouf. Bay hefur sem betur fer tónað niður pínlegar vörukynningar eða þessa grimmu fánadýrkun sem hann er vanur. Hann fær einnig prik fyrir að lækka aðeins niður í testósteróninu og til tilbreytingar leggja áherslu á kvenhetju (leikin af Lauru Haddock) sem er bráðgáfuð, sterk og gegnir virku hlutverki í söguþræðinum. En Bay stenst vissulega ekki freistinguna að klæða hana upp eins og strippara, eins og Wahlberg lýsir henni sjálfur í myndinni. Þótt það taki stundum smátíma að meðtaka alla óreiðuna sem er í gangi í Transformers: The Last Knight er útkoman ekki laus við sína spretti, hvort sem þeir snerta prýðilega lokaorrustu (þar sem sést mikið í okkar landslag) eða Hopkins er í banastuði. Einhver stærstu mistök leikstjórans varða hins vegar stílíska ákvörðun hans um að ofkeyra skiptingar á milli mismunandi skjáhlutfalla („aspect ratio“ kallast það víst), með gríðarlega truflandi árangri. Myndin er í nokkrum hlutföllum og stækkar eða minnkar ramminn á sekúndna fresti. Magnað að svona sleppi í gegn þegar heilir fimm klipparar unnu að myndinni.Niðurstaða: Myndaflokkurinn hefur bæði átt betri og slakari daga en áhorfandinn veit alveg við hverju á að búast, langri og yfirdrifinni „teiknimynd“. Að minnsta kosti er Anthony Hopkins ekki fjarri góðu gamni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Kvikmyndir Transformers: The Last Knight Leikstjóri: Michael Bay Framleiðendur: Tom DeSanto, Lorenzo di Bonaventura Handrit: Ken Nolan, Art Marcum, Matthew Hollaway Aðalhlutverk: Mark Wahlberg, Laura Haddock, Anthony Hopkins Á þessum tímapunkti er orðið erfitt fyrir áhorfendur að slysast á fimmtu myndina í Transformers-seríunni, frá sprengjusérfræðingnum Michael Bay, án þess að gera sér fullkomlega grein fyrir því hverju má eiga von á. Þetta er þá meira spurning um hvort leikstjórinn hafi slysast til þess að gera eitthvað þrælskemmtilegt úr hávaðanum og tilheyrandi tæknibrellum eða hvort hugmyndalausi sölupúkinn hans hefur tekið alveg yfir, hinn sami og hefur aldrei haft nokkurn áhuga á heilsteyptu innihaldi eða listinni að fara pent í hlutina. Hjá þessum manni þýðir meira ávallt meira. Bay er óneitanlega fær í ýmsu, sérstaklega þegar kemur að hasar og hraða, en að segja hnitmiðaðar sögur á bröttum sýningartíma er ekki þar meðtalið. Á góðum degi getur verið heljarinnar afþreyingargildi að finna í þessum Transformers-myndum (og þetta kemur frá manni sem er dyggur aðdáandi þeirrar þriðju). En svo eru til mörk þess hversu mikinn svokallaðan „Bay-isma“ augu, líkami og sál geta þolað til lengdar þegar leikstjórinn er sífellt fastur í sama farinu. Hann Bay virðist vera ófær um að gera bíómyndir án þess að þeim fylgi til dæmis heilmikið „slow-mo“, ákaft blæti fyrir ameríska hernum, ýktar staðalmyndir, þvældir söguþræðir, mikill aulahúmor og kvenfyrirlitning máluð upp sem kynþokki. En maðurinn kann lagið á því að stilla upp flottum skotum og virðist tæknin hafa mikið hjálpað til með árunum þegar kemur að því að útfæra stílhreinni slagsmál milli tölvugerðra vélmenna. Það er plús. Hinar fjórar Transformers-myndirnar fóru allar eftir vissum formúlum sem endurtóku sig hryllilega oft en nú er eins og loksins sé kviknaður áhugi fyrir því hjá aðstandendum að hugsa stærra og hrista meira upp í ruglinu. Því meira sem tónninn líkist algjörri teiknimynd, því betra. Það er löngu orðið gagnslaust fyrir áhorfandann að reyna að taka efniviðinn alvarlega og best kemur Bay út þegar hann gerir það ekki sjálfur heldur. Þetta er nú einu sinni allt byggt á leikföngum! Í Transformers: The Last Knight er víkkaður út þessi uppstillti, gríðarstóri bíóheimur með hugmyndaríkum hætti en framvindan jaðrar ávallt við það að vera hreinn farsi. Myndin er sjálfsagt með þeim skárri í seríunni en sömu veikleikum og hafa áður verið áberandi bregður hér fyrir; afleitt handrit, of margar persónur, langdregið rennsli og klippistíll sem er sérstaklega til þess gerður að vera manískur. Leikararnir gegna í rauninni sama tilgangi og tölvubrellurnar, sem þýðir að þetta er allt saman eintómt skraut, en af öllu liðinu á skjánum kemur gamli refurinn Anthony Hopkins tvímælalaust best út.Gamli refurinn Anthony Hopkins kemur tvímælalaust best út í þessari fimmtu Transformers mynd.Margir gæðaleikarar detta auðveldlega á sjálfsstýringu í svona stórum myndum og hirða svo launin sín, en Hopkins er bæði ánægjulega furðulegur og fjörugur, eins og hann sé staddur þarna til að skemmta sjálfum sér fyrst og fremst. Meira að segja slæmir brandarar myndarinnar hitta í mark með töfrum þessa manns. Mark Wahlberg hefur jafnframt látið betur um sig fara hér en í síðustu lotu, þegar hann tók við kyndlinum af Shia LaBeouf. Bay hefur sem betur fer tónað niður pínlegar vörukynningar eða þessa grimmu fánadýrkun sem hann er vanur. Hann fær einnig prik fyrir að lækka aðeins niður í testósteróninu og til tilbreytingar leggja áherslu á kvenhetju (leikin af Lauru Haddock) sem er bráðgáfuð, sterk og gegnir virku hlutverki í söguþræðinum. En Bay stenst vissulega ekki freistinguna að klæða hana upp eins og strippara, eins og Wahlberg lýsir henni sjálfur í myndinni. Þótt það taki stundum smátíma að meðtaka alla óreiðuna sem er í gangi í Transformers: The Last Knight er útkoman ekki laus við sína spretti, hvort sem þeir snerta prýðilega lokaorrustu (þar sem sést mikið í okkar landslag) eða Hopkins er í banastuði. Einhver stærstu mistök leikstjórans varða hins vegar stílíska ákvörðun hans um að ofkeyra skiptingar á milli mismunandi skjáhlutfalla („aspect ratio“ kallast það víst), með gríðarlega truflandi árangri. Myndin er í nokkrum hlutföllum og stækkar eða minnkar ramminn á sekúndna fresti. Magnað að svona sleppi í gegn þegar heilir fimm klipparar unnu að myndinni.Niðurstaða: Myndaflokkurinn hefur bæði átt betri og slakari daga en áhorfandinn veit alveg við hverju á að búast, langri og yfirdrifinni „teiknimynd“. Að minnsta kosti er Anthony Hopkins ekki fjarri góðu gamni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira