Ekkert verður af sameiningu FÁ og Tækniskólans Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. júlí 2017 17:23 Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ekki verði af sameiningu á rekstri Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans að svo stöddu. Í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu segir að gerð verði greining á einstökum landsvæðum eða klösum skóla, sem og greining á einstökum skólum með tilliti til styrkleika og veikleika þeirra. Að þeirri vinnu lokinni mun ráðherra ákveða hvort ástæða sé til að ráðast í sameiningar skóla eða gera aðrar breytingar á starfsemi þeirra svo efla megi gæði náms, skilvirkni í starfsemi og þjónustu við nemendur.Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra.Vísir/PjeturMennta- og menningarmálaráðuneytið hefur lokið greiningu á gögnum sem unnin voru um hugsanlega sameiningu á rekstri Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Ráðuneytið fékk einnig Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri til að leggja sitt mat á gögnin. Niðurstaða ráðherra er að ekki verði ráðist í að sameina rekstur skólanna að svo stöddu. Nauðsynlegt sé að gera ítarlegri athuganir á stöðu framhaldsskólanna í landinu og þróun í starfsemi þeirra á næstu árum meðal annars vegna fyrirsjáanlegra breytinga á nemendafjölda vegna styttingar náms til stúdentsprófs, stærð árganga á næstu árum, námsframboðs og annarra þátta. Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra segir nauðsynlegt að athuga þá kosti sem í stöðunni eru þegar nemendum á framhaldsskólastigi muni væntanlega fækka um 600 á ári á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem fyrirsjáanlegar eru breytingar á nemendafjölda annars staðar á landinu. „Það er nauðsynlegt að athuga fyrirkomulag fræðslunnar því eðlilega hljóta framhaldsskólar að mótast af þeim breytingum sem verða í umhverfi þeirra, þörfum og væntingum nemenda og þeim fjölda nemenda sem í þá sækja,“ er haft eftir menntamálaráðherra í tilkynningu. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23 Skólameistari FÁ færir sig yfir í Hamrahlíðina Steinn Jóhannsson segir að ólíkt öðru starfsfólki FÁ hafi hann ekki haft tryggingu um áframhaldandi starf. 11. maí 2017 11:46 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. 5. maí 2017 21:00 Sex hópar mótmæla sameiningu FÁ og Tækniskólans á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan 15 vegna umræðunnar um sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla. 28. maí 2017 09:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ekki verði af sameiningu á rekstri Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans að svo stöddu. Í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu segir að gerð verði greining á einstökum landsvæðum eða klösum skóla, sem og greining á einstökum skólum með tilliti til styrkleika og veikleika þeirra. Að þeirri vinnu lokinni mun ráðherra ákveða hvort ástæða sé til að ráðast í sameiningar skóla eða gera aðrar breytingar á starfsemi þeirra svo efla megi gæði náms, skilvirkni í starfsemi og þjónustu við nemendur.Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra.Vísir/PjeturMennta- og menningarmálaráðuneytið hefur lokið greiningu á gögnum sem unnin voru um hugsanlega sameiningu á rekstri Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Ráðuneytið fékk einnig Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri til að leggja sitt mat á gögnin. Niðurstaða ráðherra er að ekki verði ráðist í að sameina rekstur skólanna að svo stöddu. Nauðsynlegt sé að gera ítarlegri athuganir á stöðu framhaldsskólanna í landinu og þróun í starfsemi þeirra á næstu árum meðal annars vegna fyrirsjáanlegra breytinga á nemendafjölda vegna styttingar náms til stúdentsprófs, stærð árganga á næstu árum, námsframboðs og annarra þátta. Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra segir nauðsynlegt að athuga þá kosti sem í stöðunni eru þegar nemendum á framhaldsskólastigi muni væntanlega fækka um 600 á ári á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem fyrirsjáanlegar eru breytingar á nemendafjölda annars staðar á landinu. „Það er nauðsynlegt að athuga fyrirkomulag fræðslunnar því eðlilega hljóta framhaldsskólar að mótast af þeim breytingum sem verða í umhverfi þeirra, þörfum og væntingum nemenda og þeim fjölda nemenda sem í þá sækja,“ er haft eftir menntamálaráðherra í tilkynningu.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23 Skólameistari FÁ færir sig yfir í Hamrahlíðina Steinn Jóhannsson segir að ólíkt öðru starfsfólki FÁ hafi hann ekki haft tryggingu um áframhaldandi starf. 11. maí 2017 11:46 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. 5. maí 2017 21:00 Sex hópar mótmæla sameiningu FÁ og Tækniskólans á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan 15 vegna umræðunnar um sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla. 28. maí 2017 09:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23
Skólameistari FÁ færir sig yfir í Hamrahlíðina Steinn Jóhannsson segir að ólíkt öðru starfsfólki FÁ hafi hann ekki haft tryggingu um áframhaldandi starf. 11. maí 2017 11:46
Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49
Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. 5. maí 2017 21:00
Sex hópar mótmæla sameiningu FÁ og Tækniskólans á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan 15 vegna umræðunnar um sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla. 28. maí 2017 09:39