Of margir starfsmenn hjá Tesla til að skila hagnaði Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2017 09:19 Tesla Model X. Elon Musk forstjóri Tesla sagði um daginn að fyrirtækið væri uppurið með pláss í verksmiðju sinni í Freemont í Kaliforníu og þyrfti að fara að byggja nýja. Margir þeir sem kunnugir eru bílaframleiðslu klóra sér í hausnum yfir þessum orðum Musk í ljósi þess að áður en Tesla tók yfir þessa bílaverksmiðju sem var í eigu General Motors og Toyota þá voru framleiddir þar 500.000 bílar þar á ári. Í fyrra framleiddi Tesla 84.000 bíla, eða um einn sjötta af því sem þarna var áður framleitt. Samt er verksmiðjan full af starfsmönnum og þeir eiga bágt með að finna bílastæði fyrir utan verksmiðjuna sökum alls starfsmannafjöldans. General Motors og Toyota seldu Tesla verksmiðjuna í Freemont árið 2010 fyrir 42 milljónir dollara.Áður 74 bílar á mann en nú 8 til 14 Því hefur verið sagt að Tesla muni seint hagnast á framleiðslu sinni, þ.e. á meðan framleiðslan er svo lítil á hvern starfsmann. Árið 1997 unnu 4.844 starfsmenn í verksmiðjunni fyrir General Motors og Toyota og framleiddu 357.809 bíla. Í fyrra unnu 6.000 til 10.000 manns í verksmðiju Tesla í þessari sömu byggingu á sama fermetrafjölda og náðu að smíða 83.922 bíla. Það þýðir 8 til 14 bíla á mann, en árið 1997 voru smíðaðir þarna 74 bílar á mann á ári. Til stendur að smíða Tesla Model 3 bílinn líka í Freemont verksmiðjunni og þegar framleiðsla á honum hefst á að smíða 5.000 bíla á viku og komast svo í 10.000 bíla á viku strax á næsta ári. Ef það tekst verður framleiðsla á mann komin uppfyrir framleiðsluna hjá GM og Toyota á árum áður, en margar efasemdarraddir eru um að þetta takist.Ætla úr 84.000 bílum í 500.000Sérfræðingar kunnugir bílaframleiðslu segja að það sé ekki heiglum hent að fara úr 80.000 bíla framleiðslu í 500.000 bíla á svo stuttum tíma og efast um að meira segja kraftaverkamaðurinn Elon Musk sé fær um það. Hvað varðar fjölda starfsmanna í verksmiðju Tesla í Freemont er rétt að hafa í huga að Tesla smíðar margt í bíla sína sjálft sem aðrir bílaframleiðendur kaupa frá öðrum birgjum. Til dæmis smíðar Tesla sjálft sætin í bíla sína og er með hundruði af verkfræðingum að auki í verksmiðjunni í Freemont og það skýrir að hluta allan þann fjölda starfsfólks sem þar er. Forvitnilegt verður að sjá hvernig verður umhorfs á bílastæðunum fyrir utan Freemont verksmiðjuna þegar framleiðsla hefst á nýjum Model 3 bíl sem framleiða á í svo mörgum eintökum á viku. Það mun væntanlega krefjast enn meira starfsfólks og enn meiri örtröðar á bílastæðunum fyrir utan.Fjórði verðmætasti bílaframleiðandi heimsEinsýnt er að Tesla mun þurfa að fjárfesta gríðarlega í nýjum verksmiðjum á næstunni, líklega fyrir meira en 1 milljarða króna. En ef það verður áfram góð eftirspurn eftir bílum frá Tesla þá mun það líklega reynast Elon Musk auðvelt að sækja fjármagns til þess, eins og hingað til. Þangað hefur streymt nýtt fjármagn sem auðvelt hefur verið að sækja þar sem fjárfestar og lánastofnanir hafa tröllatrú á framtíð Tesla. Á meðan hefur hlutabréfaverð í Tesla hækkað og hækkað og er Tesla nú orðinn fjórði verðmætasti bílaframleiðandi heims. Þrátt fyrir þá staðreynd hefur Tesla aldrei skilað hagnaði á heilu rekstrarári og mun væntanlega ekki gera það á næstunni. Framtíðin liggur hinsvegar í rafmagnsbílum, að minnsta kosti er það trúin á Wall Street. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent
Elon Musk forstjóri Tesla sagði um daginn að fyrirtækið væri uppurið með pláss í verksmiðju sinni í Freemont í Kaliforníu og þyrfti að fara að byggja nýja. Margir þeir sem kunnugir eru bílaframleiðslu klóra sér í hausnum yfir þessum orðum Musk í ljósi þess að áður en Tesla tók yfir þessa bílaverksmiðju sem var í eigu General Motors og Toyota þá voru framleiddir þar 500.000 bílar þar á ári. Í fyrra framleiddi Tesla 84.000 bíla, eða um einn sjötta af því sem þarna var áður framleitt. Samt er verksmiðjan full af starfsmönnum og þeir eiga bágt með að finna bílastæði fyrir utan verksmiðjuna sökum alls starfsmannafjöldans. General Motors og Toyota seldu Tesla verksmiðjuna í Freemont árið 2010 fyrir 42 milljónir dollara.Áður 74 bílar á mann en nú 8 til 14 Því hefur verið sagt að Tesla muni seint hagnast á framleiðslu sinni, þ.e. á meðan framleiðslan er svo lítil á hvern starfsmann. Árið 1997 unnu 4.844 starfsmenn í verksmiðjunni fyrir General Motors og Toyota og framleiddu 357.809 bíla. Í fyrra unnu 6.000 til 10.000 manns í verksmðiju Tesla í þessari sömu byggingu á sama fermetrafjölda og náðu að smíða 83.922 bíla. Það þýðir 8 til 14 bíla á mann, en árið 1997 voru smíðaðir þarna 74 bílar á mann á ári. Til stendur að smíða Tesla Model 3 bílinn líka í Freemont verksmiðjunni og þegar framleiðsla á honum hefst á að smíða 5.000 bíla á viku og komast svo í 10.000 bíla á viku strax á næsta ári. Ef það tekst verður framleiðsla á mann komin uppfyrir framleiðsluna hjá GM og Toyota á árum áður, en margar efasemdarraddir eru um að þetta takist.Ætla úr 84.000 bílum í 500.000Sérfræðingar kunnugir bílaframleiðslu segja að það sé ekki heiglum hent að fara úr 80.000 bíla framleiðslu í 500.000 bíla á svo stuttum tíma og efast um að meira segja kraftaverkamaðurinn Elon Musk sé fær um það. Hvað varðar fjölda starfsmanna í verksmiðju Tesla í Freemont er rétt að hafa í huga að Tesla smíðar margt í bíla sína sjálft sem aðrir bílaframleiðendur kaupa frá öðrum birgjum. Til dæmis smíðar Tesla sjálft sætin í bíla sína og er með hundruði af verkfræðingum að auki í verksmiðjunni í Freemont og það skýrir að hluta allan þann fjölda starfsfólks sem þar er. Forvitnilegt verður að sjá hvernig verður umhorfs á bílastæðunum fyrir utan Freemont verksmiðjuna þegar framleiðsla hefst á nýjum Model 3 bíl sem framleiða á í svo mörgum eintökum á viku. Það mun væntanlega krefjast enn meira starfsfólks og enn meiri örtröðar á bílastæðunum fyrir utan.Fjórði verðmætasti bílaframleiðandi heimsEinsýnt er að Tesla mun þurfa að fjárfesta gríðarlega í nýjum verksmiðjum á næstunni, líklega fyrir meira en 1 milljarða króna. En ef það verður áfram góð eftirspurn eftir bílum frá Tesla þá mun það líklega reynast Elon Musk auðvelt að sækja fjármagns til þess, eins og hingað til. Þangað hefur streymt nýtt fjármagn sem auðvelt hefur verið að sækja þar sem fjárfestar og lánastofnanir hafa tröllatrú á framtíð Tesla. Á meðan hefur hlutabréfaverð í Tesla hækkað og hækkað og er Tesla nú orðinn fjórði verðmætasti bílaframleiðandi heims. Þrátt fyrir þá staðreynd hefur Tesla aldrei skilað hagnaði á heilu rekstrarári og mun væntanlega ekki gera það á næstunni. Framtíðin liggur hinsvegar í rafmagnsbílum, að minnsta kosti er það trúin á Wall Street.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent