Druslugangan 2017: Áhersla á stafrænt kynferðisofbeldi Ritstjórn skrifar 28. júlí 2017 12:15 ,,Við verðum að draga umræðuna fram í dagsljósið og hætta að skella skömminni á þolendur," segir Helga Lind Mar, ein af skipuleggjendum göngunnar, í viðtali við Glamour. Druslugangan verður haldin á morgun, þann 29. júlí. Dagskráin hefst kl 14:00 hjá Hallgrímskirkju og verður þaðan gengið niður Skólavörðustíg, Bankastræti og niður á Austurvöll. Steiney Snorradóttir og Jóhanna Rakel verða kynnar hátíðarinnar í ár og einnig verða ræðuhöld og tónlistaratriði, þar sem Between Mountains, Hildur og Glowie koma fram. Í fyrra mættu 15-20 þúsund manns í gönguna og vonast aðstandendur hennar að sjá enn fleiri þetta árið. Með Druslugöngunni er verið að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum og yfir á gerendur. Áhersla göngunnar að sinni er á stafrænt kynferðisofbeldi, og segir Helga Lind það vera vegna umræðu í þjóðfélaginu síðustu mánuði. Í tengslum við gönguna kom bókin Ég er Drusla út í síðasta mánuði. ,,Við gerð bókarinnar fengum við til okkar nokkra listamenn og gáfum þeim í rauninni bara auðan striga til að túlka sína upplifun og stemningu í göngunni," segir Helga Lind. ,,Þetta er meira en bara ein ganga á ári, þetta er hreyfing." Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum. Grafískir hönnuðir göngunnar í ár hönnuðu útlit keppninar, og er hægt að kaupa fatnað eins og derhúfur og hettupeysur. Helga Lind segir mikla þörf á göngu sem þessari og hún búi til rými fyrir þolendur og aðstandendur kynferðisofbeldis til að stíga fram. Hægt er að finna meiri upplýsingar á Facebook-síðu Druslugöngunnar. Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Ekki örvænta þó það sé grátt úti Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour Vínrauðar partývarir sem stela senunni Glamour Kryddpía skírði soninn í höfuðið á George Michael Glamour Fyrsta transkonan til að verða engill? Glamour Miranda Kerr gifti sig í Dior Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Amal Clooney er óhrædd við að klæðast litum og munstrum Glamour Bleikt þema hjá Khloe Kardashian Glamour
,,Við verðum að draga umræðuna fram í dagsljósið og hætta að skella skömminni á þolendur," segir Helga Lind Mar, ein af skipuleggjendum göngunnar, í viðtali við Glamour. Druslugangan verður haldin á morgun, þann 29. júlí. Dagskráin hefst kl 14:00 hjá Hallgrímskirkju og verður þaðan gengið niður Skólavörðustíg, Bankastræti og niður á Austurvöll. Steiney Snorradóttir og Jóhanna Rakel verða kynnar hátíðarinnar í ár og einnig verða ræðuhöld og tónlistaratriði, þar sem Between Mountains, Hildur og Glowie koma fram. Í fyrra mættu 15-20 þúsund manns í gönguna og vonast aðstandendur hennar að sjá enn fleiri þetta árið. Með Druslugöngunni er verið að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum og yfir á gerendur. Áhersla göngunnar að sinni er á stafrænt kynferðisofbeldi, og segir Helga Lind það vera vegna umræðu í þjóðfélaginu síðustu mánuði. Í tengslum við gönguna kom bókin Ég er Drusla út í síðasta mánuði. ,,Við gerð bókarinnar fengum við til okkar nokkra listamenn og gáfum þeim í rauninni bara auðan striga til að túlka sína upplifun og stemningu í göngunni," segir Helga Lind. ,,Þetta er meira en bara ein ganga á ári, þetta er hreyfing." Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum. Grafískir hönnuðir göngunnar í ár hönnuðu útlit keppninar, og er hægt að kaupa fatnað eins og derhúfur og hettupeysur. Helga Lind segir mikla þörf á göngu sem þessari og hún búi til rými fyrir þolendur og aðstandendur kynferðisofbeldis til að stíga fram. Hægt er að finna meiri upplýsingar á Facebook-síðu Druslugöngunnar.
Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Ekki örvænta þó það sé grátt úti Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour Vínrauðar partývarir sem stela senunni Glamour Kryddpía skírði soninn í höfuðið á George Michael Glamour Fyrsta transkonan til að verða engill? Glamour Miranda Kerr gifti sig í Dior Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Amal Clooney er óhrædd við að klæðast litum og munstrum Glamour Bleikt þema hjá Khloe Kardashian Glamour