Trump-liðar hóta Alaska vegna atkvæðis þingmanns Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2017 18:05 Ryan Zinke, innanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/EPA Innanríkisráðherra Donald Trump, Ryan Zinke, hringdi í báða öldungadeildarþingmenn Alaska og varaði þau við því að mögulegt væri að ríkisstjórnin myndi breyta stefnu sinni varðandi Alaska. Það gerði hann eftir að þingkonan Lisa Murkowski greiddi atkvæði gegn því að fella niður sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem í daglegu tali er kallað Obamacare. Zinke, sem stýrir málefnum lands í alríkiseigu og auðlinda, sagði að atkvæði Murkowski hefði ógnað þeirri framtíð sem ríkisstjórnin hefði í huga varðandi Alaska. Þetta sagði hinn þingmaður ríkisins, Dan Sullivan, við Alaska Dispatch News. Bæði hann og Murkowski eru meðlimir Repúblikanaflokksins.Sullivan sagðist óttast að sú lína sem Hvíta húsið hafði lagt varðandi Alaska, fjölgun starfa í námuvinnslu, orkuframleiðslu og öðru, væri í hættu. „Ég reyndi að verjast fyrir hönd allra íbúa Alaska. Við erum að ganga í gegnum erfiða tíma og það var mikil jákvæðni varðandi stefnu sem Zinke og forsetinn hafa verið tala um varðandi efnahag okkar. Skilaboðin voru hins vegar skýr,“ sagði Sullivan. Murkowski og þingkonan Susan Collins frá Maine voru þær einu innan flokksins sem kusu gegn því að hefja umræðu um að fella Obamacare niður og þurfti Mike Pence, varaforseti og forseti öldungadeildarinnar, að grípa inni þar sem atkvæðin voru jöfn, 50 gegn 50. Gerist það er það varaforseti Bandaríkjanna sem hefur úrslitaatkvæði. Þetta var á þriðjudaginn. Á miðvikudaginn tíst Trump og sagði Murkowski hafa brugðist repúblikönum og Bandaríkjunum.Senator @lisamurkowski of the Great State of Alaska really let the Republicans, and our country, down yesterday. Too bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana hafnað John McCain sneri úr veikindaleyfi til að kjósa með frumvarpinu. 27. júlí 2017 07:00 Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12 Trump eignar sér „stórkostlega fjárfestingu“ Foxconn Verksmiðjan verður staðsett í Wisconsin-ríki en talið er að hún muni framleiða LCD-skjái. Búist er við því að um þrjú þúsund manns fái vinnu við framleiðsluna. 27. júlí 2017 07:31 Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Innanríkisráðherra Donald Trump, Ryan Zinke, hringdi í báða öldungadeildarþingmenn Alaska og varaði þau við því að mögulegt væri að ríkisstjórnin myndi breyta stefnu sinni varðandi Alaska. Það gerði hann eftir að þingkonan Lisa Murkowski greiddi atkvæði gegn því að fella niður sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem í daglegu tali er kallað Obamacare. Zinke, sem stýrir málefnum lands í alríkiseigu og auðlinda, sagði að atkvæði Murkowski hefði ógnað þeirri framtíð sem ríkisstjórnin hefði í huga varðandi Alaska. Þetta sagði hinn þingmaður ríkisins, Dan Sullivan, við Alaska Dispatch News. Bæði hann og Murkowski eru meðlimir Repúblikanaflokksins.Sullivan sagðist óttast að sú lína sem Hvíta húsið hafði lagt varðandi Alaska, fjölgun starfa í námuvinnslu, orkuframleiðslu og öðru, væri í hættu. „Ég reyndi að verjast fyrir hönd allra íbúa Alaska. Við erum að ganga í gegnum erfiða tíma og það var mikil jákvæðni varðandi stefnu sem Zinke og forsetinn hafa verið tala um varðandi efnahag okkar. Skilaboðin voru hins vegar skýr,“ sagði Sullivan. Murkowski og þingkonan Susan Collins frá Maine voru þær einu innan flokksins sem kusu gegn því að hefja umræðu um að fella Obamacare niður og þurfti Mike Pence, varaforseti og forseti öldungadeildarinnar, að grípa inni þar sem atkvæðin voru jöfn, 50 gegn 50. Gerist það er það varaforseti Bandaríkjanna sem hefur úrslitaatkvæði. Þetta var á þriðjudaginn. Á miðvikudaginn tíst Trump og sagði Murkowski hafa brugðist repúblikönum og Bandaríkjunum.Senator @lisamurkowski of the Great State of Alaska really let the Republicans, and our country, down yesterday. Too bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana hafnað John McCain sneri úr veikindaleyfi til að kjósa með frumvarpinu. 27. júlí 2017 07:00 Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12 Trump eignar sér „stórkostlega fjárfestingu“ Foxconn Verksmiðjan verður staðsett í Wisconsin-ríki en talið er að hún muni framleiða LCD-skjái. Búist er við því að um þrjú þúsund manns fái vinnu við framleiðsluna. 27. júlí 2017 07:31 Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana hafnað John McCain sneri úr veikindaleyfi til að kjósa með frumvarpinu. 27. júlí 2017 07:00
Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12
Trump eignar sér „stórkostlega fjárfestingu“ Foxconn Verksmiðjan verður staðsett í Wisconsin-ríki en talið er að hún muni framleiða LCD-skjái. Búist er við því að um þrjú þúsund manns fái vinnu við framleiðsluna. 27. júlí 2017 07:31
Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07