Þurftu að fresta frumsýningu á Undir trénu vegna Feneyjarhátíðarinnar Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júlí 2017 10:30 Steinþór Hróar Lára Jóhanna Jónsdóttir eru meðal aðalleikara myndarinnar. Til stóð að frumsýna kvikmyndina Undir trénu þann 23. ágúst nk. en eins og fram kom á blaðamannafundi í Feneyjum í dag þá hefur myndin verið valin til að keppa til verðlauna á hátíðinni í flokknum Orizzonti, fyrst íslenskra kvikmynda í fullri lengd. Aðstandendur myndarinnar eru tilneyddir til að fresta frumsýningu hér heima um tvær vikur, eða til 6. september 2017. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson (Á annan veg / 2011, París norðursins / 2014) er leikstjóri myndarinnar og skrifaði handritið ásamt Huldari Breiðfjörð. „Þetta er gríðarlega mikill heiður, bæði fyrir mig sem leikstjóra sem og alla þá sem að myndinni standa. Ég er hrikalega spenntur að sýna myndina og ekki skemmir þessi vettvangur fyrir. En svo er maður smá stressaður líka. Það fylgir alltaf,” segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson.Undir trénu verður frumsýnd á Íslandi 6. september en Feneyjahátíðin er frá 30. ágúst til 9. september.Framleiðendur myndarinnar eru Grímar Jónsson, Sindri Páll Kjartansson og Þórir Snær Sigurjónsson fyrir hönd Netop Films á Íslandi og erlendir meðframleiðendur koma frá Danmörku, Póllandi og Þýskalandi. „Það er gaman að vera í skýjunum yfir því að þurfa að fresta frumsýningu. Feneyjarhátíðin er mjög ströng þegar kemur að þessu, þ.e.a.s. þeir krefjast þess að sýning myndarinnar á hátíðinni sé heimsfrumsýning. Oft fá framleiðendur undantekningu á að sýna myndina í heimalandinu fyrst en það var algjörlega útilokað. Það kom því ekki annað til greina en að fresta frumsýningu hér heima. Heiðurinn og það sem er í húfi á Feneyjarhátíðinni gerði þá ákvörðun mjög auðvelda. Þetta er elsta kvikmyndahátíð í heimi og ein sú virtasta,“ segir Grímar Jónsson. Með aðalhlutverk í Undir trénu fara Steinþór H. Steinþórsson (Steindi), Edda Björgvinsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Selma Björnsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Lára Jóhanna Jónsdóttir. Menning Tengdar fréttir Fyrsta íslenska stuttmyndin sem keppir í Feneyjum „Það er rosalega leiðinlegt að komast ekki út,“ segir Katrín Ólafsdóttir. Hún framleiðir stuttmyndina Líf og dauði Henry Darger sem er fyrsta íslenska stuttmyndin sem hefur verið valin á hina virtu kvikmyndahátíð á Feneyjum. Þar verður hún sýnd dagana 8. og 9. september en Katrín verður fjarri góðu gamni því henni tókst ekki fá styrk til að kynna myndina. 6. september 2010 09:00 „Hræðilegt að vakna við að heyra í einhverjum ríða“ Hugleikur Dagsson með skemmtilega sögu. 6. júlí 2017 14:30 Fyrsta stiklan úr Undir trénu frumsýnd: Steindi sýnir á sér nýja hlið "Það gengur vel að kynna og selja myndina erlendis og við höfum verið að fá góðar fréttir.“ 29. júní 2017 10:30 Fengu standandi lófaklapp á frumsýningu Hjartasteins í Feneyjum: Allir krakkaleikarnir viðstaddir Um er að ræða fyrstu íslensku kvikmyndina sem keppir til verðlauna á einni allra virtustu og elstu kvikmyndahátíð heims. 1. september 2016 16:30 Balti og stjörnurnar á rauða dreglinum | Everest frumsýnd í Feneyjum Kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í dag en hann ásamt leikarahópnum eru mætt á rauða dregilinn í Feneyjum. 2. september 2015 15:38 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Til stóð að frumsýna kvikmyndina Undir trénu þann 23. ágúst nk. en eins og fram kom á blaðamannafundi í Feneyjum í dag þá hefur myndin verið valin til að keppa til verðlauna á hátíðinni í flokknum Orizzonti, fyrst íslenskra kvikmynda í fullri lengd. Aðstandendur myndarinnar eru tilneyddir til að fresta frumsýningu hér heima um tvær vikur, eða til 6. september 2017. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson (Á annan veg / 2011, París norðursins / 2014) er leikstjóri myndarinnar og skrifaði handritið ásamt Huldari Breiðfjörð. „Þetta er gríðarlega mikill heiður, bæði fyrir mig sem leikstjóra sem og alla þá sem að myndinni standa. Ég er hrikalega spenntur að sýna myndina og ekki skemmir þessi vettvangur fyrir. En svo er maður smá stressaður líka. Það fylgir alltaf,” segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson.Undir trénu verður frumsýnd á Íslandi 6. september en Feneyjahátíðin er frá 30. ágúst til 9. september.Framleiðendur myndarinnar eru Grímar Jónsson, Sindri Páll Kjartansson og Þórir Snær Sigurjónsson fyrir hönd Netop Films á Íslandi og erlendir meðframleiðendur koma frá Danmörku, Póllandi og Þýskalandi. „Það er gaman að vera í skýjunum yfir því að þurfa að fresta frumsýningu. Feneyjarhátíðin er mjög ströng þegar kemur að þessu, þ.e.a.s. þeir krefjast þess að sýning myndarinnar á hátíðinni sé heimsfrumsýning. Oft fá framleiðendur undantekningu á að sýna myndina í heimalandinu fyrst en það var algjörlega útilokað. Það kom því ekki annað til greina en að fresta frumsýningu hér heima. Heiðurinn og það sem er í húfi á Feneyjarhátíðinni gerði þá ákvörðun mjög auðvelda. Þetta er elsta kvikmyndahátíð í heimi og ein sú virtasta,“ segir Grímar Jónsson. Með aðalhlutverk í Undir trénu fara Steinþór H. Steinþórsson (Steindi), Edda Björgvinsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Selma Björnsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Lára Jóhanna Jónsdóttir.
Menning Tengdar fréttir Fyrsta íslenska stuttmyndin sem keppir í Feneyjum „Það er rosalega leiðinlegt að komast ekki út,“ segir Katrín Ólafsdóttir. Hún framleiðir stuttmyndina Líf og dauði Henry Darger sem er fyrsta íslenska stuttmyndin sem hefur verið valin á hina virtu kvikmyndahátíð á Feneyjum. Þar verður hún sýnd dagana 8. og 9. september en Katrín verður fjarri góðu gamni því henni tókst ekki fá styrk til að kynna myndina. 6. september 2010 09:00 „Hræðilegt að vakna við að heyra í einhverjum ríða“ Hugleikur Dagsson með skemmtilega sögu. 6. júlí 2017 14:30 Fyrsta stiklan úr Undir trénu frumsýnd: Steindi sýnir á sér nýja hlið "Það gengur vel að kynna og selja myndina erlendis og við höfum verið að fá góðar fréttir.“ 29. júní 2017 10:30 Fengu standandi lófaklapp á frumsýningu Hjartasteins í Feneyjum: Allir krakkaleikarnir viðstaddir Um er að ræða fyrstu íslensku kvikmyndina sem keppir til verðlauna á einni allra virtustu og elstu kvikmyndahátíð heims. 1. september 2016 16:30 Balti og stjörnurnar á rauða dreglinum | Everest frumsýnd í Feneyjum Kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í dag en hann ásamt leikarahópnum eru mætt á rauða dregilinn í Feneyjum. 2. september 2015 15:38 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Fyrsta íslenska stuttmyndin sem keppir í Feneyjum „Það er rosalega leiðinlegt að komast ekki út,“ segir Katrín Ólafsdóttir. Hún framleiðir stuttmyndina Líf og dauði Henry Darger sem er fyrsta íslenska stuttmyndin sem hefur verið valin á hina virtu kvikmyndahátíð á Feneyjum. Þar verður hún sýnd dagana 8. og 9. september en Katrín verður fjarri góðu gamni því henni tókst ekki fá styrk til að kynna myndina. 6. september 2010 09:00
„Hræðilegt að vakna við að heyra í einhverjum ríða“ Hugleikur Dagsson með skemmtilega sögu. 6. júlí 2017 14:30
Fyrsta stiklan úr Undir trénu frumsýnd: Steindi sýnir á sér nýja hlið "Það gengur vel að kynna og selja myndina erlendis og við höfum verið að fá góðar fréttir.“ 29. júní 2017 10:30
Fengu standandi lófaklapp á frumsýningu Hjartasteins í Feneyjum: Allir krakkaleikarnir viðstaddir Um er að ræða fyrstu íslensku kvikmyndina sem keppir til verðlauna á einni allra virtustu og elstu kvikmyndahátíð heims. 1. september 2016 16:30
Balti og stjörnurnar á rauða dreglinum | Everest frumsýnd í Feneyjum Kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í dag en hann ásamt leikarahópnum eru mætt á rauða dregilinn í Feneyjum. 2. september 2015 15:38