Innhólfið hjá Frey fullt af fyrirspurnum um stelpurnar Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 24. júlí 2017 09:46 Elín Metta Jensen er 22 ára og hefur raðað inn mörkum fyrir Val í Pepsi-deild kvenna undanfarin sjö ár. Vísir/Tom Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, segir áhuga erlendra félagsliða á íslenskum landsliðsmönnum mikinn. Freyr vill fá fleiri íslenska leikmenn í stærstu deildir Evrópu en til þess þurfa þær að vera tilbúnar að færa fórnir. Til stóð að blaðamenn fengju að ræða við hóp leikmanna landsliðsins á æfingasvæði liðsins í morgun. Freyr ákvað seint í gær að breyta þeim hittingi í fund með þjálfurum þar sem leikmenn þyrftu hvíld, jafnt líkamlega sem andlega. Freyr fór um víðan völl í svörum sínum við spurningum blaðamanna. Til umræðu var meðal annars að Ísland þyrfti að eignast fleiri leikmenn í atvinnumennsku, þó ekki í meðal liðum í Noregi.Upptöku frá fundinum má sjá neðst í fréttinni. Fanndís Friðriksdóttir, lykilmaður í íslenska landsliðinu, spilar með Breiðablik á Íslandi.Vísir/getty „Ég myndi vilja sjá fleiri leikmenn tilbúna að spila með bestu liðum Evrópu. Við verðum að hugsa stórt, sama þótt því geti fylgt vonbrigði,“ sagði Freyr á fundinum. Leikmenn verði að hafa þor í að hugsa stórt. „Það er ástæðan fyrir því að Sara Björk er að spila með Wolfsburg. Hún hefur ætlað sér það frá því hún var tólf ára.“ Ef litið er yfir leikmannahóp Íslands og hann borinn saman við hópa hinna landsliðanna fimmtán á EM er hópur Íslands einn sá slakasti miðað við þau félagslið sem leikmenn spila með. Freyr segir hóp Íslands einn af þremur lélegustu hvað þetta varðar. Til samanburðar spilar allt byrjunarlið Austurríkis í þýsku úrvalsdeildinni, leikmenn Sviss spila í mjög sterkum liðum og Frakkar spila lang flestir í frönsku deildinni. Lyon og PSG í Frakklandi mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. En hvers vegna erum við ekki með fleiri leikmenn í sterkari deildunum? Sif Atladóttir hefur verið í atvinnumennsku í Svíþjóð frá árinu 2010.Vísir/Tom „Þú þarft að fórna ákveðnum hlutum til að komast út. Fyrstu skrefin eru þung fjárhagslega. Þú færð ekki góðan samning fyrst, þarft að skrimta,“ sagði Freyr. Íslensku leikmennirnir hafi það gott hjá félögunum á Íslandi.„Þær geta búið hjá foreldrum sínum og eru í aukavinnu með,“ sagði Freyr. Aðstaðan heima sé fín og þjálfarar fínir. Samt ekkert í líkingu við aðstöðuna hjá stóru félögunum úti í heimi.„Við græðum ekkert á miðlungsklúbbum í Noregi,“ sagði Freyr og vill stelpurnar í topp fimm lið í Svíþjóð, í vaxandi deildir Englands og Spánar eða þá frönsku eða þýsku deildina. Jafnvel þá bandarísku.Þá var Freyr spurður út í kínversku deildina þar sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, þjálfar. Sigurður Ragnar vildi fá Dagnýju Brynjarsdóttur í liðið í vetur. Hún endaði á að afþakka boðið og í framhaldinu tókust Freyr og Sigurður Ragnar á í fjölmiðlum. Sigurður Ragnar taldi Frey standa í vegi fyrir að Dagný færi út.Dagný Brynjarsdóttir leikur með Portland í bandarísku atvinnumannadeildinni.vísir/getty„Ef það hentar leikmanninum þá er það allt í lagi. Ég veit ekki hvort deildin sé jafngóð og þessar sem við erum að tala um,“ sagði Freyr og bætti við að erfitt væri að fylgjast með kínversku deildinni. Fyrst og fremst þyrfti fórnfýsi hjá leikmönnum að ætla sér út, sama hvað það kosti þótt fleiri þættir spili inn í.„Ég veit samt að það er áhugi á íslenskum leikmönnum,“ sagði Freyr. „Ég er með ansi mörg e-mail sem þarf að svara.“Aðspurður hvaða leikmönnum hafi verið sýndur áhugi sagði Freyr það í raun vera alla leikmenn sem væru ekki þekktar stærðir fyrir. Hann nefndi engin nöfn en telja má líklegt að Agla María Albertsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir séu meðal þeirra sem fyrirspurnum rignir inn um. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Finnst ég standa einn í storminum“ Freyr Alexandersson segist ekki geta staðið lengur einn í baráttunni um U23 ára landslið kvenna. 24. júlí 2017 10:15 Enn þá skrefi á eftir þeim bestu Stelpurnar okkar eru úr leik á EM. Skelfilegur laugardagur sá um það þar sem Ísland tapaði fyrir Sviss og fékk svo engan greiða frá Frakklandi. Litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi sem tapaði fyrir betri liðum. 24. júlí 2017 06:00 Endurfundir í Hollandi "Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem er duglegur að klæða Hollendinga í bláar landsliðstreyjur. 24. júlí 2017 09:00 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, segir áhuga erlendra félagsliða á íslenskum landsliðsmönnum mikinn. Freyr vill fá fleiri íslenska leikmenn í stærstu deildir Evrópu en til þess þurfa þær að vera tilbúnar að færa fórnir. Til stóð að blaðamenn fengju að ræða við hóp leikmanna landsliðsins á æfingasvæði liðsins í morgun. Freyr ákvað seint í gær að breyta þeim hittingi í fund með þjálfurum þar sem leikmenn þyrftu hvíld, jafnt líkamlega sem andlega. Freyr fór um víðan völl í svörum sínum við spurningum blaðamanna. Til umræðu var meðal annars að Ísland þyrfti að eignast fleiri leikmenn í atvinnumennsku, þó ekki í meðal liðum í Noregi.Upptöku frá fundinum má sjá neðst í fréttinni. Fanndís Friðriksdóttir, lykilmaður í íslenska landsliðinu, spilar með Breiðablik á Íslandi.Vísir/getty „Ég myndi vilja sjá fleiri leikmenn tilbúna að spila með bestu liðum Evrópu. Við verðum að hugsa stórt, sama þótt því geti fylgt vonbrigði,“ sagði Freyr á fundinum. Leikmenn verði að hafa þor í að hugsa stórt. „Það er ástæðan fyrir því að Sara Björk er að spila með Wolfsburg. Hún hefur ætlað sér það frá því hún var tólf ára.“ Ef litið er yfir leikmannahóp Íslands og hann borinn saman við hópa hinna landsliðanna fimmtán á EM er hópur Íslands einn sá slakasti miðað við þau félagslið sem leikmenn spila með. Freyr segir hóp Íslands einn af þremur lélegustu hvað þetta varðar. Til samanburðar spilar allt byrjunarlið Austurríkis í þýsku úrvalsdeildinni, leikmenn Sviss spila í mjög sterkum liðum og Frakkar spila lang flestir í frönsku deildinni. Lyon og PSG í Frakklandi mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. En hvers vegna erum við ekki með fleiri leikmenn í sterkari deildunum? Sif Atladóttir hefur verið í atvinnumennsku í Svíþjóð frá árinu 2010.Vísir/Tom „Þú þarft að fórna ákveðnum hlutum til að komast út. Fyrstu skrefin eru þung fjárhagslega. Þú færð ekki góðan samning fyrst, þarft að skrimta,“ sagði Freyr. Íslensku leikmennirnir hafi það gott hjá félögunum á Íslandi.„Þær geta búið hjá foreldrum sínum og eru í aukavinnu með,“ sagði Freyr. Aðstaðan heima sé fín og þjálfarar fínir. Samt ekkert í líkingu við aðstöðuna hjá stóru félögunum úti í heimi.„Við græðum ekkert á miðlungsklúbbum í Noregi,“ sagði Freyr og vill stelpurnar í topp fimm lið í Svíþjóð, í vaxandi deildir Englands og Spánar eða þá frönsku eða þýsku deildina. Jafnvel þá bandarísku.Þá var Freyr spurður út í kínversku deildina þar sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, þjálfar. Sigurður Ragnar vildi fá Dagnýju Brynjarsdóttur í liðið í vetur. Hún endaði á að afþakka boðið og í framhaldinu tókust Freyr og Sigurður Ragnar á í fjölmiðlum. Sigurður Ragnar taldi Frey standa í vegi fyrir að Dagný færi út.Dagný Brynjarsdóttir leikur með Portland í bandarísku atvinnumannadeildinni.vísir/getty„Ef það hentar leikmanninum þá er það allt í lagi. Ég veit ekki hvort deildin sé jafngóð og þessar sem við erum að tala um,“ sagði Freyr og bætti við að erfitt væri að fylgjast með kínversku deildinni. Fyrst og fremst þyrfti fórnfýsi hjá leikmönnum að ætla sér út, sama hvað það kosti þótt fleiri þættir spili inn í.„Ég veit samt að það er áhugi á íslenskum leikmönnum,“ sagði Freyr. „Ég er með ansi mörg e-mail sem þarf að svara.“Aðspurður hvaða leikmönnum hafi verið sýndur áhugi sagði Freyr það í raun vera alla leikmenn sem væru ekki þekktar stærðir fyrir. Hann nefndi engin nöfn en telja má líklegt að Agla María Albertsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir séu meðal þeirra sem fyrirspurnum rignir inn um.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Finnst ég standa einn í storminum“ Freyr Alexandersson segist ekki geta staðið lengur einn í baráttunni um U23 ára landslið kvenna. 24. júlí 2017 10:15 Enn þá skrefi á eftir þeim bestu Stelpurnar okkar eru úr leik á EM. Skelfilegur laugardagur sá um það þar sem Ísland tapaði fyrir Sviss og fékk svo engan greiða frá Frakklandi. Litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi sem tapaði fyrir betri liðum. 24. júlí 2017 06:00 Endurfundir í Hollandi "Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem er duglegur að klæða Hollendinga í bláar landsliðstreyjur. 24. júlí 2017 09:00 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
„Finnst ég standa einn í storminum“ Freyr Alexandersson segist ekki geta staðið lengur einn í baráttunni um U23 ára landslið kvenna. 24. júlí 2017 10:15
Enn þá skrefi á eftir þeim bestu Stelpurnar okkar eru úr leik á EM. Skelfilegur laugardagur sá um það þar sem Ísland tapaði fyrir Sviss og fékk svo engan greiða frá Frakklandi. Litlu hlutirnir féllu ekki með Íslandi sem tapaði fyrir betri liðum. 24. júlí 2017 06:00
Endurfundir í Hollandi "Hann er stuðningsmaður Íslands,“ segir Brynjar Svansson, faðir Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem er duglegur að klæða Hollendinga í bláar landsliðstreyjur. 24. júlí 2017 09:00