90 ára ferðalag um sögu Ferðafélags Íslands Guðný Hrönn skrifar 21. júlí 2017 11:30 Hugrún Halldórsdóttir er ritstjóri Ferðafélagans. vísir/andri marinó „Það má segja að þetta sé 90 ára ferðalag, yfirferð yfir starfsemi Ferðafélags Íslands,“ segir Hugrún Halldórsdóttir, ritstjóri Ferðafélagans, um afmælisrit félagsins sem kom nýlega út. Spurð út í innihald afmælisritsins segir Hugrún: „Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til blaðsins er drifkraftur og jákvæðni sem hefur einmitt verið svo einkennandi fyrir félagið í öll þessi ár og við ritstjórnin höfðum að leiðarljósi. Ritið inniheldur fjölbreyttan fróðleik um fjölmargt sem viðkemur félaginu, landinu, náttúrunni og að sjálfsögðu fjallgöngum. Svo erum við svo lánsöm að njóta hæfileika bæði áhuga- og faglærðra ljósmyndara sem ganga á fjöll með okkur þannig að vel á annað hundrað ljósmynda gæða blaðsíðurnar lífi. Í ritinu eru einnig viðtöl við fólk úr Ferðafélagi Íslands og við fáum innsýn í líf þess.“ Hugrún segir sögurnar í blaðinu klárlega veita innblástur. „Í blaðinu er landið okkar í forgrunni og fólki veittur innblástur. Á meðan á skrifum stóð var unnið ansi stíft og ég komst ekki í jafn margar göngur og ég hefði viljað á meðan. Þá fann ég hvernig ég iðaði í skinninu að komast á fjöll. Bara það hvernig fólk talar um göngur og hvað þær gera manni gott, það er hvetjandi. Maður heyrir svo oft að fólk sé skemmtilegast á fjöllum en ég held bara að fólk sem stundar fjallgöngur sé það skemmtilegasta sem maður finnur,“ segir Hugrún og hlær. „Ég er búin að tala við svo marga félagsmenn í gegnum starfið og þeir eru allir svo kraftmiklir og jákvæðir.“ Erfitt að velja uppáhaldssöguÍ afmælisriti Ferðafélags Íslands er að finna upplýsingar, fróðleik og viðtöl.Vísir/andri marinóÍ blaðinu er að finna fjölbreyttar sögur af fólki á öllum aldri. „Þetta eru sögur af bæði þeim sem eru að ganga núna og eru í félaginu en líka af eldri félagsmönnum sem hafa tekið þátt í því að byggja félagið upp, margir hverjir í sjálfboðastarfi.“ Spurð út í hvort hún eigi sér uppáhaldssögu úr blaðinu á Hugrún erfitt með að svara. „Þær eru fjölmargar, ég er skotin í mörgum sögum. Þarna er ein saga af tvíburabræðrum, slökkviliðsmanni og múrara, sem ákváðu að skipta saman um starfsvettvang um fimmtugt og skella sér í leiðsögunám. Þeir hafa nú leitt mýmargar göngur, alltaf saman, frá árinu 2011. Svo er það sagan af Sigurði sem greindist með sjaldgæfan taugahrörnunarsjúkdóm í apríl í fyrra. Hann skráði sig í prógrammið Landvættir (hjól, sund, hlaup, fjallaskíði) og ætlar að taka þátt í Járnmanninum í sumar. Það er alveg einstakt að hlusta á hann – hvernig hann hefur tekið veikindunum og lífsviðhorfum. En ég held að mitt uppáhald sé viðtalið við Elínborgu Kristinsdóttur sem er 76 ára. Hún byrjaði að ganga þegar hún var sextug og það er magnað að vera með henni í göngu. Hún er oftar en ekki fremst, og þegar hópurinn stoppar þá heldur hún ótrauð áfram. Og það er aðdáunarvert að hún þekkti engan þegar hún byrjaði. Hún skráði sig bara í félagið og byrjaði að mæta í göngur. Þannig að það er aldrei of seint að byrja.“ Konur í meirihluta núna Félagar Ferðafélags Íslands hafa afrekað ansi mikið á þessum 90 árum sem félagið hefur verið starfandi. „Sem dæmi þá hefur félagið á þessum 90 árum byggt 40 fjallaskála, 60 göngubrýr, farið 4.000 ferðir með yfir 250.000 þátttakendum. Og þessi saga er rakin. Við heyrum meðal annars í einum sem fór í fjölmargar ferðir og kom til dæmis að brúarsmíði yfir Syðri-Emstruá, það er brú sem allir sem hafa gengið Laugaveginn kannast vel við. Margir fá í magann við það að ganga yfir hana og maður skilur bara ekki hvernig þetta var gert. Við snertum sem sagt á stórkostlegum afrekum sem fólk hefur unnið.“ Hugrún segir sögu Ferðafélags Íslands vera áhugaverða og það hefur margt breyst á þessum 90 árum síðan félagið var stofnað.„Í dag eru meðlimir rúmlega 8.500. Þegar félagið var stofnað þá voru stofnmeðlimir 63 talsins og þá þetta voru eiginlega bara karlar, þetta var hálfgert karlafélag,“ segir Hugrún og hlær. „Frá árinu 1927 hefur fjölgað gífurlega í félaginu, jafnt og þétt. Og nú eru konur í meirihluta þannig að þetta hefur svolítið snúist við. Og það hefur margt breyst því fólk var ekkert mikið að ganga sér til skemmtunar eða heilsueflingar á þessum tíma ólíkt því sem gengur og gerist í dag. Ég gæti vel trúað að við værum að slá enn eitt heimsmetið, með flesta göngugarpa miðað við höfðatölu.“ [email protected] Ferðalög Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
„Það má segja að þetta sé 90 ára ferðalag, yfirferð yfir starfsemi Ferðafélags Íslands,“ segir Hugrún Halldórsdóttir, ritstjóri Ferðafélagans, um afmælisrit félagsins sem kom nýlega út. Spurð út í innihald afmælisritsins segir Hugrún: „Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til blaðsins er drifkraftur og jákvæðni sem hefur einmitt verið svo einkennandi fyrir félagið í öll þessi ár og við ritstjórnin höfðum að leiðarljósi. Ritið inniheldur fjölbreyttan fróðleik um fjölmargt sem viðkemur félaginu, landinu, náttúrunni og að sjálfsögðu fjallgöngum. Svo erum við svo lánsöm að njóta hæfileika bæði áhuga- og faglærðra ljósmyndara sem ganga á fjöll með okkur þannig að vel á annað hundrað ljósmynda gæða blaðsíðurnar lífi. Í ritinu eru einnig viðtöl við fólk úr Ferðafélagi Íslands og við fáum innsýn í líf þess.“ Hugrún segir sögurnar í blaðinu klárlega veita innblástur. „Í blaðinu er landið okkar í forgrunni og fólki veittur innblástur. Á meðan á skrifum stóð var unnið ansi stíft og ég komst ekki í jafn margar göngur og ég hefði viljað á meðan. Þá fann ég hvernig ég iðaði í skinninu að komast á fjöll. Bara það hvernig fólk talar um göngur og hvað þær gera manni gott, það er hvetjandi. Maður heyrir svo oft að fólk sé skemmtilegast á fjöllum en ég held bara að fólk sem stundar fjallgöngur sé það skemmtilegasta sem maður finnur,“ segir Hugrún og hlær. „Ég er búin að tala við svo marga félagsmenn í gegnum starfið og þeir eru allir svo kraftmiklir og jákvæðir.“ Erfitt að velja uppáhaldssöguÍ afmælisriti Ferðafélags Íslands er að finna upplýsingar, fróðleik og viðtöl.Vísir/andri marinóÍ blaðinu er að finna fjölbreyttar sögur af fólki á öllum aldri. „Þetta eru sögur af bæði þeim sem eru að ganga núna og eru í félaginu en líka af eldri félagsmönnum sem hafa tekið þátt í því að byggja félagið upp, margir hverjir í sjálfboðastarfi.“ Spurð út í hvort hún eigi sér uppáhaldssögu úr blaðinu á Hugrún erfitt með að svara. „Þær eru fjölmargar, ég er skotin í mörgum sögum. Þarna er ein saga af tvíburabræðrum, slökkviliðsmanni og múrara, sem ákváðu að skipta saman um starfsvettvang um fimmtugt og skella sér í leiðsögunám. Þeir hafa nú leitt mýmargar göngur, alltaf saman, frá árinu 2011. Svo er það sagan af Sigurði sem greindist með sjaldgæfan taugahrörnunarsjúkdóm í apríl í fyrra. Hann skráði sig í prógrammið Landvættir (hjól, sund, hlaup, fjallaskíði) og ætlar að taka þátt í Járnmanninum í sumar. Það er alveg einstakt að hlusta á hann – hvernig hann hefur tekið veikindunum og lífsviðhorfum. En ég held að mitt uppáhald sé viðtalið við Elínborgu Kristinsdóttur sem er 76 ára. Hún byrjaði að ganga þegar hún var sextug og það er magnað að vera með henni í göngu. Hún er oftar en ekki fremst, og þegar hópurinn stoppar þá heldur hún ótrauð áfram. Og það er aðdáunarvert að hún þekkti engan þegar hún byrjaði. Hún skráði sig bara í félagið og byrjaði að mæta í göngur. Þannig að það er aldrei of seint að byrja.“ Konur í meirihluta núna Félagar Ferðafélags Íslands hafa afrekað ansi mikið á þessum 90 árum sem félagið hefur verið starfandi. „Sem dæmi þá hefur félagið á þessum 90 árum byggt 40 fjallaskála, 60 göngubrýr, farið 4.000 ferðir með yfir 250.000 þátttakendum. Og þessi saga er rakin. Við heyrum meðal annars í einum sem fór í fjölmargar ferðir og kom til dæmis að brúarsmíði yfir Syðri-Emstruá, það er brú sem allir sem hafa gengið Laugaveginn kannast vel við. Margir fá í magann við það að ganga yfir hana og maður skilur bara ekki hvernig þetta var gert. Við snertum sem sagt á stórkostlegum afrekum sem fólk hefur unnið.“ Hugrún segir sögu Ferðafélags Íslands vera áhugaverða og það hefur margt breyst á þessum 90 árum síðan félagið var stofnað.„Í dag eru meðlimir rúmlega 8.500. Þegar félagið var stofnað þá voru stofnmeðlimir 63 talsins og þá þetta voru eiginlega bara karlar, þetta var hálfgert karlafélag,“ segir Hugrún og hlær. „Frá árinu 1927 hefur fjölgað gífurlega í félaginu, jafnt og þétt. Og nú eru konur í meirihluta þannig að þetta hefur svolítið snúist við. Og það hefur margt breyst því fólk var ekkert mikið að ganga sér til skemmtunar eða heilsueflingar á þessum tíma ólíkt því sem gengur og gerist í dag. Ég gæti vel trúað að við værum að slá enn eitt heimsmetið, með flesta göngugarpa miðað við höfðatölu.“ [email protected]
Ferðalög Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira