Hefur enn ekki sýnt sitt besta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir afrekskylfingur. vísir/ernir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fær nú verðskuldaða hvíld frá LPGA-mótaröðinni í golfi eftir afar annasaman fyrri hluta tímabils. Af þeim 22 mótum sem lokið er á mótaröðinni hefur Ólafía tekið þátt í sextán, en hún hefur sjálf talað um að álagið hafi sagt til sín og að það hafi til að mynda haft áhrif á spilamennsku hennar á Opna breska meistaramótinu í golfi um liðna helgi. Ólafía er því komin í kærkomið frí áður en hún heldur til Kanada þar sem næsta mót á LPGA-mótaröðinni hefst eftir tvær vikur. Hún hefur spilað vel að undanförnu og komst til að mynda í gegnum niðurskurðinn á öllum þremur mótunum hennar í júlí.Maturinn hennar mömmu „Mér tókst að fara snemma á staðinn á einu mótanna og kynnast vellinum mjög vel,“ sagði Ólafía aðspurð um hvað hafi breyst hjá henni. „Svo var Thomas [Bojanowski, unnusti hennar] með mér á mótunum og það hjálpar mér að slaka á. Svo kom mamma mín líka og það hjálpaði enn meira. Það eru alls konar litlir hlutir sem hjálpa til, eins og túnfisksamlokan hennar mömmu,“ sagði hún og brosti. Hún viðurkennir að það geti verið erfitt að vera með hugann við peningalistann en að einbeita sér ekki bara að stað og stund. „Stundum er það erfitt. En ég er með aðferðir til að hjálpa að hætta mér að hugsa um slíka hluti. Ég hef líka góða þjálfara sem ég get ráðfært mig við og allt saman hjálpar þetta.“Slær langt og beint Ólafía hefur bætt sig talsvert eftir því sem liðið hefur á árið og þó svo hún sé ánægð með margt sem hún hefur gert vill hún gera enn meira. „Ég á enn eftir að eiga mót þar sem allt gengur upp. Ég átti eitt mót þar sem ég var í tveggja stafa tölu undir pari – og mig langar í fleiri,“ segir hún. Ólafía var stödd hér á landi í vikunni til að halda góðgerðarmót til styrktar Barnaspítala Hringsins. Mótið gekk vel og söfnuðust fjórar milljónir fyrir málefnið. Meðal gesta hennar á mótinu voru fjórir LPGA-spilarar, þar af hin bandaríska Tiffany Joh sem var í ráshópi með Ólafíu á móti fyrir skömmu. Joh hefur mikla trú á því að Ólafía muni endurnýja keppnisrétt sinn á mótaröðinni og hrósaði henni sérstaklega fyrir löngu höggin. „Hún slær einna best af þeim sem ég hef spilað með. Það er það sem mér fannst einna mest til koma þegar ég spilaði með henni – hún slær boltann langt og fast. Til að endast á svo sterkri mótaröð finnst mér það vera mikill kostur og mikilvægur.“Spara orkuna Joh segir að eitt það mikilvægasta sem nýliðar verði að hafa í huga á mótaröðinni sé að spara orku – að vera ekki með stífar æfingar ofan í mót þegar spilað er viku eftir viku. „Það þarf að horfa á stóru myndina og spara orkuna. Þetta er ekki eins og í háskóla þar sem maður fór heim á milli móta og lærði,“ segir Joh sem telur að mótið í Kanada muni henta kylfingi eins og Ólafíu vel. „Það eru mörg mót fram undan sem verðlauna þá sem slá vel, eins og Ólafía gerir. Opna kanadíska er dæmi um það,“ segir sú bandaríska. Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fær nú verðskuldaða hvíld frá LPGA-mótaröðinni í golfi eftir afar annasaman fyrri hluta tímabils. Af þeim 22 mótum sem lokið er á mótaröðinni hefur Ólafía tekið þátt í sextán, en hún hefur sjálf talað um að álagið hafi sagt til sín og að það hafi til að mynda haft áhrif á spilamennsku hennar á Opna breska meistaramótinu í golfi um liðna helgi. Ólafía er því komin í kærkomið frí áður en hún heldur til Kanada þar sem næsta mót á LPGA-mótaröðinni hefst eftir tvær vikur. Hún hefur spilað vel að undanförnu og komst til að mynda í gegnum niðurskurðinn á öllum þremur mótunum hennar í júlí.Maturinn hennar mömmu „Mér tókst að fara snemma á staðinn á einu mótanna og kynnast vellinum mjög vel,“ sagði Ólafía aðspurð um hvað hafi breyst hjá henni. „Svo var Thomas [Bojanowski, unnusti hennar] með mér á mótunum og það hjálpar mér að slaka á. Svo kom mamma mín líka og það hjálpaði enn meira. Það eru alls konar litlir hlutir sem hjálpa til, eins og túnfisksamlokan hennar mömmu,“ sagði hún og brosti. Hún viðurkennir að það geti verið erfitt að vera með hugann við peningalistann en að einbeita sér ekki bara að stað og stund. „Stundum er það erfitt. En ég er með aðferðir til að hjálpa að hætta mér að hugsa um slíka hluti. Ég hef líka góða þjálfara sem ég get ráðfært mig við og allt saman hjálpar þetta.“Slær langt og beint Ólafía hefur bætt sig talsvert eftir því sem liðið hefur á árið og þó svo hún sé ánægð með margt sem hún hefur gert vill hún gera enn meira. „Ég á enn eftir að eiga mót þar sem allt gengur upp. Ég átti eitt mót þar sem ég var í tveggja stafa tölu undir pari – og mig langar í fleiri,“ segir hún. Ólafía var stödd hér á landi í vikunni til að halda góðgerðarmót til styrktar Barnaspítala Hringsins. Mótið gekk vel og söfnuðust fjórar milljónir fyrir málefnið. Meðal gesta hennar á mótinu voru fjórir LPGA-spilarar, þar af hin bandaríska Tiffany Joh sem var í ráshópi með Ólafíu á móti fyrir skömmu. Joh hefur mikla trú á því að Ólafía muni endurnýja keppnisrétt sinn á mótaröðinni og hrósaði henni sérstaklega fyrir löngu höggin. „Hún slær einna best af þeim sem ég hef spilað með. Það er það sem mér fannst einna mest til koma þegar ég spilaði með henni – hún slær boltann langt og fast. Til að endast á svo sterkri mótaröð finnst mér það vera mikill kostur og mikilvægur.“Spara orkuna Joh segir að eitt það mikilvægasta sem nýliðar verði að hafa í huga á mótaröðinni sé að spara orku – að vera ekki með stífar æfingar ofan í mót þegar spilað er viku eftir viku. „Það þarf að horfa á stóru myndina og spara orkuna. Þetta er ekki eins og í háskóla þar sem maður fór heim á milli móta og lærði,“ segir Joh sem telur að mótið í Kanada muni henta kylfingi eins og Ólafíu vel. „Það eru mörg mót fram undan sem verðlauna þá sem slá vel, eins og Ólafía gerir. Opna kanadíska er dæmi um það,“ segir sú bandaríska.
Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira