TAU Castelló bauð Ægi velkominn á íslensku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 11:00 Ægir Þór Steinarsson. Vísir/Andri Marinó Íslenski landsliðsbakvörðurinn Ægir Þór Steinarsson er búinn að finna sér lið á næsta tímabili en hann mun spila áfram í spænsku b-deildinni í körfubolta. Ægir hefur samið við lið TAU Castelló en Ægir hjálpaði San Pablo Burgos að komast upp úr deildinni á nýloknu tímabili. Ægir var með 5,8 stig og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik 2016-17. Ægir er 26 ára leikstjórnandi sem er uppalinn í Fjölni þar sem hann steig sín fyrstu spor í meistaraflokki þegar hann var bara sautján ára gamall. Ægir gekk frá sínum málum áður en hann flaug út með íslenska landsliðinu sem er að fara að taka þátt í æfingamóti í Rússlandi. Mörg íslensk lið voru á eftir Ægi í sumar en hann ákvað að halda áfram í atvinnumennsku á Spáni þar sem hann hefur spilað undanfarin tímabil. „Ægir er frábær leikmaður, leiðtogi inn á vellinum og getur stjórnað leikjum og flæðinu í þeim. Með hann innanborðs getum við spilað hraðan bolta en Ægir er sérstaklega hættulegur á opnum velli og öflugur einn á einn,“ sagði Antonio Ten, þjálfari TAU Castelló liðsins. TAU Castelló endaði í fimmtánda sæti í spænsku b-deildinni á síðustu leiktíð og var tólf sætum á eftir San Pablo Burgos liðinu í vetur. Það er því mikið verk fyrir höndum ætli liðið að berjast um sæti í spænsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. TAU Castelló verður þriðja liðið sem Ægir Þór spilar með í spænsku b-deildinni en vorið 2016 spilaði hann með Penas Huesca. Ægir lék einnig í tvö tímabil með Sundsvall Dragons. Þetta verður því fimmta tímabil hans í atvinnumennsku. TAU Castelló bauð Ægi velkominn á íslensku á Twitter-síðu félagsins eins og sjá má hér fyrir neðan.Velkominn Ægir Steinarsson! Damos la bienvenida a #TAUcastelló al base islandéshttps://t.co/oEPwJFvez3 NOTICIA: https://t.co/WzXHrB1SAPpic.twitter.com/nI3G87XsFb — TAU Castelló (@TAUcastello) August 9, 2017 EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Íslenski landsliðsbakvörðurinn Ægir Þór Steinarsson er búinn að finna sér lið á næsta tímabili en hann mun spila áfram í spænsku b-deildinni í körfubolta. Ægir hefur samið við lið TAU Castelló en Ægir hjálpaði San Pablo Burgos að komast upp úr deildinni á nýloknu tímabili. Ægir var með 5,8 stig og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik 2016-17. Ægir er 26 ára leikstjórnandi sem er uppalinn í Fjölni þar sem hann steig sín fyrstu spor í meistaraflokki þegar hann var bara sautján ára gamall. Ægir gekk frá sínum málum áður en hann flaug út með íslenska landsliðinu sem er að fara að taka þátt í æfingamóti í Rússlandi. Mörg íslensk lið voru á eftir Ægi í sumar en hann ákvað að halda áfram í atvinnumennsku á Spáni þar sem hann hefur spilað undanfarin tímabil. „Ægir er frábær leikmaður, leiðtogi inn á vellinum og getur stjórnað leikjum og flæðinu í þeim. Með hann innanborðs getum við spilað hraðan bolta en Ægir er sérstaklega hættulegur á opnum velli og öflugur einn á einn,“ sagði Antonio Ten, þjálfari TAU Castelló liðsins. TAU Castelló endaði í fimmtánda sæti í spænsku b-deildinni á síðustu leiktíð og var tólf sætum á eftir San Pablo Burgos liðinu í vetur. Það er því mikið verk fyrir höndum ætli liðið að berjast um sæti í spænsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili. TAU Castelló verður þriðja liðið sem Ægir Þór spilar með í spænsku b-deildinni en vorið 2016 spilaði hann með Penas Huesca. Ægir lék einnig í tvö tímabil með Sundsvall Dragons. Þetta verður því fimmta tímabil hans í atvinnumennsku. TAU Castelló bauð Ægi velkominn á íslensku á Twitter-síðu félagsins eins og sjá má hér fyrir neðan.Velkominn Ægir Steinarsson! Damos la bienvenida a #TAUcastelló al base islandéshttps://t.co/oEPwJFvez3 NOTICIA: https://t.co/WzXHrB1SAPpic.twitter.com/nI3G87XsFb — TAU Castelló (@TAUcastello) August 9, 2017
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira