Breyta röðinni á risamótum golfsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2017 18:30 Jimmy Walker vann PGA-mótið í fyrra. Vísir/Getty Það verður stór breyting á uppröðun risamótanna í golfi í framtíðinni því PGA-meistaramótið ætlar að færa sig til í dagatalinu. PGA-mótið hefur farið fram í ágústmánuði frá árinu 1971 og verður einnig í ágúst í ár sem og næsta ári. PGA-mótið í ár hefst á fimmtudaginn á Quail Hollow í Charlotte og er síðasta risamót ársins 2017. Frá og með árinu mun PGA-meistaramótið hinsvegar fara fram í maímánuði og verður um leið annað risamót ársins í golfinu. AP-fréttastofan segir frá. Frá og með árinu 2019 munu risamót golfsins því fara fram í apríl (Mastersmótið), í maí (PGA), í júní (Opna bandaríska) og í júlí (opna breska). Hver mánuður fær því eitt risamót í stað þess að þjappa þremur síðustu mótunum saman á sjö vikum yfir hásumarið. PGA hefur haft það að markmiði að enda tímabilið sitt áður en NFL-deild ameríska fótboltans fer aftur á stað og það tekst með fyrrnefndri breytingu. Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það verður stór breyting á uppröðun risamótanna í golfi í framtíðinni því PGA-meistaramótið ætlar að færa sig til í dagatalinu. PGA-mótið hefur farið fram í ágústmánuði frá árinu 1971 og verður einnig í ágúst í ár sem og næsta ári. PGA-mótið í ár hefst á fimmtudaginn á Quail Hollow í Charlotte og er síðasta risamót ársins 2017. Frá og með árinu mun PGA-meistaramótið hinsvegar fara fram í maímánuði og verður um leið annað risamót ársins í golfinu. AP-fréttastofan segir frá. Frá og með árinu 2019 munu risamót golfsins því fara fram í apríl (Mastersmótið), í maí (PGA), í júní (Opna bandaríska) og í júlí (opna breska). Hver mánuður fær því eitt risamót í stað þess að þjappa þremur síðustu mótunum saman á sjö vikum yfir hásumarið. PGA hefur haft það að markmiði að enda tímabilið sitt áður en NFL-deild ameríska fótboltans fer aftur á stað og það tekst með fyrrnefndri breytingu.
Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira