Forsætisráðherra Rússlands segir Trump niðurlægðan Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður niðurlægður vegna undirritunarinnar. vísir/EPA Samband Bandaríkjanna og Rússa er hættulega slæmt. Þessari skoðun lýsti Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær í kjölfar þess að hann skrifaði undir lög þess efnis að koma á nýjum viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum. Þvinganirnar eru settar á vegna innlimunar Rússa á Krímskaga árið 2014 og meintra afskipta þeirra af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Kveða lögin einnig á um hertar aðgerðir gagnvart Írönum og Norður-Kóreumönnum. Skerða þau jafnframt getu forsetans til að fella niður slíkar þvinganir án samþykkis fulltrúadeildar þingsins. Þrátt fyrir að hafa skrifað undir frumvarp fulltrúadeildarinnar var Trump einkar ósáttur við hin nýju lög og átti hann í miklum deilum við þingmenn vegna þeirra. Urðu þær deilur engu skárri eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings felldi frumvarp um breytingar á sjúkratryggingalöggjöf ríkisins.Dmitrý Medvedev, forsætisráðherra Rússlands. Nordicphotos/AFP„Sem forseti gæti ég náð mun betri samningum við önnur ríki en fulltrúadeildin gæti nokkurn tímann náð,“ segir í síðustu línu undirskriftar forseta. Þá tísti hann einnig um lögin. „Samband okkar við Rússa hefur aldrei verið verra, það er í hættulegri lægð. Þið getið þakkað fulltrúadeildinni fyrir, sama fólki og gat ekki einu sinni gefið okkur ný sjúkratryggingalög!“ Ef marka má orð Dmitrýs Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, hefur forsetinn rétt fyrir sér þegar hann segir sambandið slæmt. „Þessar þvinganir binda allan enda á vonir okkar um að bæta sambandið við hina nýju ríkisstjórn í Bandaríkjunum,“ sagði Medvedev í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook í gær. Medvedev skaut einnig föstum skotum á Trump. Sagði hann að fulltrúadeildin hefði niðurlægt forsetann og að atvikið sýndi algjört vanmætti Trumps. „Þetta er yfirlýsing um algjört efnahagsstríð Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Ríkisstjórn Trumps hefur sýnt vanmætti sitt með því að afhenda fulltrúadeildinni framkvæmdarvaldið á niðurlægjandi hátt. Þetta breytir valdajafnvæginu í bandarískum stjórnmálum,“ skrifaði Medvedev. Hélt hann áfram og sagði rótgróna stjórnmálamenn vestanhafs hafa séð við Trump að öllu leyti. „Þessar nýju þvinganir eru til komnar vegna þess að þingið vildi lækka rostann í Trump. Lokamarkmið þess er að koma honum frá völdum. Maður sem er ekki hluti af kerfinu má ekki vera við völd. Ofsahræðsla við Rússa hefur orðið lykilstef í bandarískri utanríkisstefnu, sem hún hefur lengi verið, og í innanríkismálum, sem er nýlunda.“ Að mati Medvedevs setja þvinganirnar þó ekki stórt strik í reikninginn hjá Rússum. Þeir muni halda áfram vinnu sinni við að þróa hagkerfi ríkisins og reiða sig á sjálfa sig. „Það höfum við lært á undanförnum árum vegna lokunar markaða og hræðslu fjárfesta við að fjárfesta í Rússlandi af ótta við að þeim verði refsað.“ Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Samband Bandaríkjanna og Rússa er hættulega slæmt. Þessari skoðun lýsti Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær í kjölfar þess að hann skrifaði undir lög þess efnis að koma á nýjum viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum. Þvinganirnar eru settar á vegna innlimunar Rússa á Krímskaga árið 2014 og meintra afskipta þeirra af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Kveða lögin einnig á um hertar aðgerðir gagnvart Írönum og Norður-Kóreumönnum. Skerða þau jafnframt getu forsetans til að fella niður slíkar þvinganir án samþykkis fulltrúadeildar þingsins. Þrátt fyrir að hafa skrifað undir frumvarp fulltrúadeildarinnar var Trump einkar ósáttur við hin nýju lög og átti hann í miklum deilum við þingmenn vegna þeirra. Urðu þær deilur engu skárri eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings felldi frumvarp um breytingar á sjúkratryggingalöggjöf ríkisins.Dmitrý Medvedev, forsætisráðherra Rússlands. Nordicphotos/AFP„Sem forseti gæti ég náð mun betri samningum við önnur ríki en fulltrúadeildin gæti nokkurn tímann náð,“ segir í síðustu línu undirskriftar forseta. Þá tísti hann einnig um lögin. „Samband okkar við Rússa hefur aldrei verið verra, það er í hættulegri lægð. Þið getið þakkað fulltrúadeildinni fyrir, sama fólki og gat ekki einu sinni gefið okkur ný sjúkratryggingalög!“ Ef marka má orð Dmitrýs Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, hefur forsetinn rétt fyrir sér þegar hann segir sambandið slæmt. „Þessar þvinganir binda allan enda á vonir okkar um að bæta sambandið við hina nýju ríkisstjórn í Bandaríkjunum,“ sagði Medvedev í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook í gær. Medvedev skaut einnig föstum skotum á Trump. Sagði hann að fulltrúadeildin hefði niðurlægt forsetann og að atvikið sýndi algjört vanmætti Trumps. „Þetta er yfirlýsing um algjört efnahagsstríð Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Ríkisstjórn Trumps hefur sýnt vanmætti sitt með því að afhenda fulltrúadeildinni framkvæmdarvaldið á niðurlægjandi hátt. Þetta breytir valdajafnvæginu í bandarískum stjórnmálum,“ skrifaði Medvedev. Hélt hann áfram og sagði rótgróna stjórnmálamenn vestanhafs hafa séð við Trump að öllu leyti. „Þessar nýju þvinganir eru til komnar vegna þess að þingið vildi lækka rostann í Trump. Lokamarkmið þess er að koma honum frá völdum. Maður sem er ekki hluti af kerfinu má ekki vera við völd. Ofsahræðsla við Rússa hefur orðið lykilstef í bandarískri utanríkisstefnu, sem hún hefur lengi verið, og í innanríkismálum, sem er nýlunda.“ Að mati Medvedevs setja þvinganirnar þó ekki stórt strik í reikninginn hjá Rússum. Þeir muni halda áfram vinnu sinni við að þróa hagkerfi ríkisins og reiða sig á sjálfa sig. „Það höfum við lært á undanförnum árum vegna lokunar markaða og hræðslu fjárfesta við að fjárfesta í Rússlandi af ótta við að þeim verði refsað.“
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira