Kínverski bílaframleiðandinn Chery undirbýr sölu í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2017 09:35 Chery hefur sent frá sér nokkrar myndir af bílnum sem sýndur verður í Frankfurt, en þær fela þó útlit hans að mestu. Einn af stærri bílaframleiðendum í Kína er Chery og er fyrirtækið í eigu kínverska ríkisins. Chery verður einn sýnenda á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði og mun þar sýna jeppling sem ætlaður er til sölu bæði í Evrópu og síðar meir í Bandaríkjunum. Chery vinnur nú að því að setja upp sölunet í Evrópu og því fer að styttast í komu bíla frá þeim á meginlandi Evrópu. Chery framleiddi 700.000 bíla á síðasta ári og telst því vart lengur smár bílaframleiðandi, en til samanburðar framleiddi Fiat liðlega 1 milljón bíla á síðasta ári. Chery var stofnað fyrir 20 árum síðan og á því ekki langa sögu í samanburði við flesta aðra bílaframleiðendur heims. Chery, líkt og margur annar bílaframleiðandinn, ætlar að leggja áherslu á bíla knúna rafmagni að hluta eða öllu leiti, en ekki liggur ljóst fyrir hvort sá bíll sem sýndur verður í Frankfurt sé þannig úr garði gerður. Mikill áhugi er hjá kínverskum bílaframleiðendum að komast á markað í Evrópu og í Bandaríkjunum og sjá þeir það sem helstu von þeirra um áframhaldandi hraðan vöxt í framleiðslu. Því má á næstu árum líklega sjá kínverska bíla í sölu í Evrópu og þá ekki bara frá Chery og gæti koma þeirra breytt nokkru um verðlag bíla, en þeir verða umtalsvert ódýrari en evrópskir bílar.Grill bílsins frá Chery.Mælaborð bílsins. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent
Einn af stærri bílaframleiðendum í Kína er Chery og er fyrirtækið í eigu kínverska ríkisins. Chery verður einn sýnenda á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði og mun þar sýna jeppling sem ætlaður er til sölu bæði í Evrópu og síðar meir í Bandaríkjunum. Chery vinnur nú að því að setja upp sölunet í Evrópu og því fer að styttast í komu bíla frá þeim á meginlandi Evrópu. Chery framleiddi 700.000 bíla á síðasta ári og telst því vart lengur smár bílaframleiðandi, en til samanburðar framleiddi Fiat liðlega 1 milljón bíla á síðasta ári. Chery var stofnað fyrir 20 árum síðan og á því ekki langa sögu í samanburði við flesta aðra bílaframleiðendur heims. Chery, líkt og margur annar bílaframleiðandinn, ætlar að leggja áherslu á bíla knúna rafmagni að hluta eða öllu leiti, en ekki liggur ljóst fyrir hvort sá bíll sem sýndur verður í Frankfurt sé þannig úr garði gerður. Mikill áhugi er hjá kínverskum bílaframleiðendum að komast á markað í Evrópu og í Bandaríkjunum og sjá þeir það sem helstu von þeirra um áframhaldandi hraðan vöxt í framleiðslu. Því má á næstu árum líklega sjá kínverska bíla í sölu í Evrópu og þá ekki bara frá Chery og gæti koma þeirra breytt nokkru um verðlag bíla, en þeir verða umtalsvert ódýrari en evrópskir bílar.Grill bílsins frá Chery.Mælaborð bílsins.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent