Fraktflugið upp um 40% með styrkingu krónunnar og Costco Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Breiðþotur Icelandair hafa opnað á nýja markaði. VÍSIR/VILHELM Mikil aukning hefur verið á fraktflutningi hjá Icelandair Cargo að undanförnu en aukningin nam rúmum 40 prósentum í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Ástæðurnar eru aukinn innflutningur, koma Costco og stærri flugvélar. „Við erum bara svona ofboðslega dugleg,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, og hlær aðspurður um þessa aukningu. Þegar gamninu sleppir rifjar Gunnar það upp að fyrir níu árum hafi orðið hrun í fraktflugi en síðan hafi verið hægur og stöðugur uppgangur milli ára frá þeim tíma. Í upphafi hafi mátt rekja aukninguna til aukins útflutnings á fiski frá landinu en síðar hafi innflutningur tekið við. Haustið 2016 hafi orðið mikill kippur í þessum málum sem enn stendur yfir. „Það eru tveir þættir sem orsaka þetta fyrst og fremst. Í fyrsta lagi hefur innflutningur aukist verulega og er meirihlutinn tilkominn sökum þess,“ segir Gunnar. Sterk staða krónunnar þýði að fólk panti í miklum mæli vörur frá útlöndum og það skili sér til þeirra. Aukinn straumur ferðamanna til landsins þýðir ekki aðeins að flugsæti fyllist heldur séu ferðamennirnir einnig neytendur meðan þeir eru á landinu. Þeir hafi því gífurleg áhrif á neyslu innanlands og er félagið í því að flytja inn vörur til að metta þann markað. „Síðan má ekki gleyma komu Costco fyrr á þessu ári. Það þarf að flytja talsvert magn af vörum þangað.“ Í öðru lagi megi síðan rekja aukninguna til breytinga í flota Icelandair. Nýjar breiðþotur hafi verið keyptar sem þýðir að hægt er að renna vörum á brettum inn í vélarnar. Eldri og mjórri þoturnar hafi þurft að handhlaða og það takmarkaði þjónustu sem hægt var að bjóða upp á. „Með nýju þotunum opnast á markaði og möguleika sem við höfðum ekki áður. Þetta þýðir meðal annars að við gerum meira af því að flytja vörur frá Evrópu til Ameríku, eða öfugt, en áður var,“ segir Gunnar. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kannað hvort fleiri hótel við Mývatn fari í umhverfismat Starfsleyfi Fosshótels Mývatns var afturkallað í júlí. Bráðabirgðaleyfi þess rennur út eftir mánuð. Ákvörðunar Skipulagsstofnunar um hvort hótelið þurfi að fara í umhverfismat er beðið. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Mikil aukning hefur verið á fraktflutningi hjá Icelandair Cargo að undanförnu en aukningin nam rúmum 40 prósentum í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Ástæðurnar eru aukinn innflutningur, koma Costco og stærri flugvélar. „Við erum bara svona ofboðslega dugleg,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, og hlær aðspurður um þessa aukningu. Þegar gamninu sleppir rifjar Gunnar það upp að fyrir níu árum hafi orðið hrun í fraktflugi en síðan hafi verið hægur og stöðugur uppgangur milli ára frá þeim tíma. Í upphafi hafi mátt rekja aukninguna til aukins útflutnings á fiski frá landinu en síðar hafi innflutningur tekið við. Haustið 2016 hafi orðið mikill kippur í þessum málum sem enn stendur yfir. „Það eru tveir þættir sem orsaka þetta fyrst og fremst. Í fyrsta lagi hefur innflutningur aukist verulega og er meirihlutinn tilkominn sökum þess,“ segir Gunnar. Sterk staða krónunnar þýði að fólk panti í miklum mæli vörur frá útlöndum og það skili sér til þeirra. Aukinn straumur ferðamanna til landsins þýðir ekki aðeins að flugsæti fyllist heldur séu ferðamennirnir einnig neytendur meðan þeir eru á landinu. Þeir hafi því gífurleg áhrif á neyslu innanlands og er félagið í því að flytja inn vörur til að metta þann markað. „Síðan má ekki gleyma komu Costco fyrr á þessu ári. Það þarf að flytja talsvert magn af vörum þangað.“ Í öðru lagi megi síðan rekja aukninguna til breytinga í flota Icelandair. Nýjar breiðþotur hafi verið keyptar sem þýðir að hægt er að renna vörum á brettum inn í vélarnar. Eldri og mjórri þoturnar hafi þurft að handhlaða og það takmarkaði þjónustu sem hægt var að bjóða upp á. „Með nýju þotunum opnast á markaði og möguleika sem við höfðum ekki áður. Þetta þýðir meðal annars að við gerum meira af því að flytja vörur frá Evrópu til Ameríku, eða öfugt, en áður var,“ segir Gunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kannað hvort fleiri hótel við Mývatn fari í umhverfismat Starfsleyfi Fosshótels Mývatns var afturkallað í júlí. Bráðabirgðaleyfi þess rennur út eftir mánuð. Ákvörðunar Skipulagsstofnunar um hvort hótelið þurfi að fara í umhverfismat er beðið. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Kannað hvort fleiri hótel við Mývatn fari í umhverfismat Starfsleyfi Fosshótels Mývatns var afturkallað í júlí. Bráðabirgðaleyfi þess rennur út eftir mánuð. Ákvörðunar Skipulagsstofnunar um hvort hótelið þurfi að fara í umhverfismat er beðið. 17. ágúst 2017 06:00