Miðhálendið Björt Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Miðhálendið með sínum kynngimögnuðu óbyggðum er einn helsti fjársjóður okkar Íslendinga. Á svæðinu breiða úr sér ein stærstu víðerni Evrópu og kvik og lifandi átök eldfjalla og jökla hafa skapað landslag sem er engu líkt. Landslag sem vísindamenn NASA rannsaka í samanburði við aðrar plánetur, og landslag sem fyllir útivistarfólk og aðra ferðamenn orku við það eitt að berja það augum. Miðhálendið er þannig eitt af undrum Íslands sem okkur ber skylda til að varðveita og vernda. Sótt hefur verið inn á hálendið í auknum mæli á undanförnum árum og landsvæðum raskað. Þessi þróun á sér ekki bara stað á Íslandi því stöðugt fækkar í heiminum stórum, óbyggðum svæðum þar sem náttúran ræður ríkjum. Á miðhálendinu eru til dæmis átta virkjanir og mörg uppistöðulón og því er krafan um að sem minnstu verði raskað í viðbót ekki ósanngjörn. Að mínu mati er því gríðarlega mikilvægt að varðveita náttúruverðmæti miðhálendisins og hef ég sem ráðherra umhverfis- og auðlindamála sett fram hugmyndina um Miðhálendisþjóðgarð sem eitt af mínum helstu stefnumálum. Þar finnst mér lykilatriði að heimamenn séu með í að skapa umgjörðina og móta stefnuna til að þannig þjóðgarður megi nýtast samfélögum og byggðunum sem best. Í þessu ferli þurfum við að spyrja okkur: Hvað þýðir miðhálendisþjóðgarður og hvaða markmiðum verður hann að þjóna? Af þeim ástæðum hóf ég í byrjun sumars fundaröð með sveitarfélögunum 22 sem hafa skipulagsvald á miðhálendinu til að hlusta á sjónarmið og ábendingar sem ég mun taka með í áframhaldandi stefnumörkun um verndun svæðisins. Einnig hef ég nýlokið við að heimsækja öll rekstrarsvæði Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem ég ræddi við þjóðgarðsverði, landverði og fulltrúa sveitarfélaga um kosti og áskoranir sem fylgja þeim þjóðgarði og aukinni vernd á miðhálendinu. Ég er sannfærð um að það felast mikil tækifæri í miðhálendisþjóðgarði. Fyrir það fyrsta myndi samþætt stjórnunarform líkt og er í hinum valddreifða Vatnajökulsþjóðgarði opna á aukið samstarf þvert á sveitarfélög, þar sem allir hlutaðeigandi myndu eiga þátt í að móta verndar- og stjórnunaráætlun fyrir miðhálendið sem eina heild. Slík sýn, með skýr framtíðarmarkmið, gæti orðið grunnur að heildstæðu skipulagi um frekari vernd, þróun ferðamannaaðstöðu, fræðslu og aðra landnýtingu á miðhálendinu. Síðast en ekki síst gæti miðhálendisþjóðgarður ýtt undir öflugri byggðaþróun í nærsveitarfélögum, til að mynda í formi fjölbreyttari atvinnutækifæra – líkt og hefur sýnt sig í gróskunni á ýmsum nærsvæðum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar hefur þjóðgarðsformið einnig eflt heildarskipulag á svæðum sem ná yfir fleiri en eitt sveitarfélag. Miðhálendisþjóðgarður yrði því hreint ekki nafnið eitt. Hann á að hafa í för með sér skipulag og vernd, áætlanagerð, dreift stjórnkerfi, samtal og samvinnu mismunandi aðila sem ætla að nýta svæðið, hvort sem um ræðir bændur, útivistarfólk, vísindamenn, ferðaþjónustuaðila eða aðra. Sem dæmi þyrfti að huga vel að því að sjálfbær hefðbundin nýting, til dæmis sjálfbær beit og sjálfbærar veiðar rúmist innan þjóðgarðsins. Nú í haust mun koma út skýrsla á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem unnin hefur verið í samvinnu við helstu hagsmunaaðila. Í henni er velt upp hugmyndum um hvernig best yrði staðið að því að vernda miðhálendið. Sú skýrsla mun nýtast vel við áframhaldandi stefnumörkun um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Ég er bjartsýn á að útkoman fái góðan stuðning. Gallup kannanir sem gerðar hafa verið sýna að hugmyndin nýtur mikils stuðnings landsmanna, en yfir 60% þeirra eru hlynnt henni. Kannanirnar sýna líka að stuðningurinn liggur þvert á stjórnmálaflokkana og því ættu allir flokkar á Alþingi að geta sameinast um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björt Ólafsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Miðhálendið með sínum kynngimögnuðu óbyggðum er einn helsti fjársjóður okkar Íslendinga. Á svæðinu breiða úr sér ein stærstu víðerni Evrópu og kvik og lifandi átök eldfjalla og jökla hafa skapað landslag sem er engu líkt. Landslag sem vísindamenn NASA rannsaka í samanburði við aðrar plánetur, og landslag sem fyllir útivistarfólk og aðra ferðamenn orku við það eitt að berja það augum. Miðhálendið er þannig eitt af undrum Íslands sem okkur ber skylda til að varðveita og vernda. Sótt hefur verið inn á hálendið í auknum mæli á undanförnum árum og landsvæðum raskað. Þessi þróun á sér ekki bara stað á Íslandi því stöðugt fækkar í heiminum stórum, óbyggðum svæðum þar sem náttúran ræður ríkjum. Á miðhálendinu eru til dæmis átta virkjanir og mörg uppistöðulón og því er krafan um að sem minnstu verði raskað í viðbót ekki ósanngjörn. Að mínu mati er því gríðarlega mikilvægt að varðveita náttúruverðmæti miðhálendisins og hef ég sem ráðherra umhverfis- og auðlindamála sett fram hugmyndina um Miðhálendisþjóðgarð sem eitt af mínum helstu stefnumálum. Þar finnst mér lykilatriði að heimamenn séu með í að skapa umgjörðina og móta stefnuna til að þannig þjóðgarður megi nýtast samfélögum og byggðunum sem best. Í þessu ferli þurfum við að spyrja okkur: Hvað þýðir miðhálendisþjóðgarður og hvaða markmiðum verður hann að þjóna? Af þeim ástæðum hóf ég í byrjun sumars fundaröð með sveitarfélögunum 22 sem hafa skipulagsvald á miðhálendinu til að hlusta á sjónarmið og ábendingar sem ég mun taka með í áframhaldandi stefnumörkun um verndun svæðisins. Einnig hef ég nýlokið við að heimsækja öll rekstrarsvæði Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem ég ræddi við þjóðgarðsverði, landverði og fulltrúa sveitarfélaga um kosti og áskoranir sem fylgja þeim þjóðgarði og aukinni vernd á miðhálendinu. Ég er sannfærð um að það felast mikil tækifæri í miðhálendisþjóðgarði. Fyrir það fyrsta myndi samþætt stjórnunarform líkt og er í hinum valddreifða Vatnajökulsþjóðgarði opna á aukið samstarf þvert á sveitarfélög, þar sem allir hlutaðeigandi myndu eiga þátt í að móta verndar- og stjórnunaráætlun fyrir miðhálendið sem eina heild. Slík sýn, með skýr framtíðarmarkmið, gæti orðið grunnur að heildstæðu skipulagi um frekari vernd, þróun ferðamannaaðstöðu, fræðslu og aðra landnýtingu á miðhálendinu. Síðast en ekki síst gæti miðhálendisþjóðgarður ýtt undir öflugri byggðaþróun í nærsveitarfélögum, til að mynda í formi fjölbreyttari atvinnutækifæra – líkt og hefur sýnt sig í gróskunni á ýmsum nærsvæðum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar hefur þjóðgarðsformið einnig eflt heildarskipulag á svæðum sem ná yfir fleiri en eitt sveitarfélag. Miðhálendisþjóðgarður yrði því hreint ekki nafnið eitt. Hann á að hafa í för með sér skipulag og vernd, áætlanagerð, dreift stjórnkerfi, samtal og samvinnu mismunandi aðila sem ætla að nýta svæðið, hvort sem um ræðir bændur, útivistarfólk, vísindamenn, ferðaþjónustuaðila eða aðra. Sem dæmi þyrfti að huga vel að því að sjálfbær hefðbundin nýting, til dæmis sjálfbær beit og sjálfbærar veiðar rúmist innan þjóðgarðsins. Nú í haust mun koma út skýrsla á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem unnin hefur verið í samvinnu við helstu hagsmunaaðila. Í henni er velt upp hugmyndum um hvernig best yrði staðið að því að vernda miðhálendið. Sú skýrsla mun nýtast vel við áframhaldandi stefnumörkun um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Ég er bjartsýn á að útkoman fái góðan stuðning. Gallup kannanir sem gerðar hafa verið sýna að hugmyndin nýtur mikils stuðnings landsmanna, en yfir 60% þeirra eru hlynnt henni. Kannanirnar sýna líka að stuðningurinn liggur þvert á stjórnmálaflokkana og því ættu allir flokkar á Alþingi að geta sameinast um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun