Veikindi hjá skátum: 181 verið fluttur í fjöldahjálparstöðina Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 12:45 181 einstaklingur hefur verið fluttur frá Úlfjljótsvatni í fjöldarhjálpastöðina í Hveragerði. Af þeim hafa 63 verið með einkenni. Enn eru að koma upp einkenni hjá nýjum einstaklingum, aðrir eru á batavegi og enn aðrir eru orðnir einkennalausir. „Enginn er, eða hefur verið, alvarlega veikur þannig að til sjúkrahússinnlagnar hafi komið. Nú er beðið niðurstöðu rannsókna á sýnum sem þegar hafa verið send Landspítala á því um hvers eðlis umrædd veikindi eru. Fyrstu niðurstaðna er að vænta eftir miðjan dag í dag en líklegast er talið að um Noro veiru sé að ræða,” segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Ákveðið var að koma upp fjöldahjálparstöðinni til að einangra hina sýktu í umdæminu. Ekki var hægt að flytja þá alla á heilbrigðisstofnanir eða á Landspítalann vegna smithættunnar sem af þeim stafar. Er um að ræða einhverja umfangsmestu sjúkraflutninga sem upp hafa komið hér á landi. Sjá einnig: 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Rauði kross Íslands heldur utan um starfið í fjöldahjálparstöðinni ásamt heilbrigðisstarfsfólki sem mun fylgja eftir þeim einstaklingum sem eru einkennalausir og geta farið. Þetta verður gert í samráði við skátahreyfinguna, en allt eru þetta skátar á samkomu þeirra og aðstandenda þeirra. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er við störf á Úlfljótsvatni en hluta húsnæðis skáta þar hefur verið lokað um sinn. Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segir það hafa verið mjög skynsamlega ákvörðun að koma á laggirnar fjöldahjálparmiðstöðinni. Hann telur líklegt að um nóróveirusýkingu sé að ræða. Helstu einkenni séu uppköst, magakrampar og í sumum tilfellum niðurgangur. Hann segir uppköstin vera mjög smitandi og þá berist sýkingin einnig frá manni til manns. Sýkingin geti því dreifst hratt - ekki síst þegar mikið af fólki er saman komið á tiltölulega afmörkuðu svæði eins og raunin var í útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni. Sambærilegar hópsýkingar hafi þannig komið upp áður við sambærilegar aðstæður, svo sem í skemmtiferðaskipum. Þegar slík tilfelli koma upp er sjaldgæft að sýkingin dreifist langt út fyrir hópinn sem sýktist í upphafi og því segir Haraldur að fólk ætti að geta ferðast áhyggjulaust um Suðurland í dag. Ekki sé ástæða til að hafa almennar áhyggur af ástandinu. Viðbragðsaðilar munu funda seinna í dag og skipuleggja næstu daga. Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir ekki ástæðu til að hafa almenna áhyggur af ástandinu á Suðurlandi þrátt fyrir bráðsmitandi nóróveiru. 11. ágúst 2017 10:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
181 einstaklingur hefur verið fluttur frá Úlfjljótsvatni í fjöldarhjálpastöðina í Hveragerði. Af þeim hafa 63 verið með einkenni. Enn eru að koma upp einkenni hjá nýjum einstaklingum, aðrir eru á batavegi og enn aðrir eru orðnir einkennalausir. „Enginn er, eða hefur verið, alvarlega veikur þannig að til sjúkrahússinnlagnar hafi komið. Nú er beðið niðurstöðu rannsókna á sýnum sem þegar hafa verið send Landspítala á því um hvers eðlis umrædd veikindi eru. Fyrstu niðurstaðna er að vænta eftir miðjan dag í dag en líklegast er talið að um Noro veiru sé að ræða,” segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Ákveðið var að koma upp fjöldahjálparstöðinni til að einangra hina sýktu í umdæminu. Ekki var hægt að flytja þá alla á heilbrigðisstofnanir eða á Landspítalann vegna smithættunnar sem af þeim stafar. Er um að ræða einhverja umfangsmestu sjúkraflutninga sem upp hafa komið hér á landi. Sjá einnig: 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Rauði kross Íslands heldur utan um starfið í fjöldahjálparstöðinni ásamt heilbrigðisstarfsfólki sem mun fylgja eftir þeim einstaklingum sem eru einkennalausir og geta farið. Þetta verður gert í samráði við skátahreyfinguna, en allt eru þetta skátar á samkomu þeirra og aðstandenda þeirra. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er við störf á Úlfljótsvatni en hluta húsnæðis skáta þar hefur verið lokað um sinn. Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segir það hafa verið mjög skynsamlega ákvörðun að koma á laggirnar fjöldahjálparmiðstöðinni. Hann telur líklegt að um nóróveirusýkingu sé að ræða. Helstu einkenni séu uppköst, magakrampar og í sumum tilfellum niðurgangur. Hann segir uppköstin vera mjög smitandi og þá berist sýkingin einnig frá manni til manns. Sýkingin geti því dreifst hratt - ekki síst þegar mikið af fólki er saman komið á tiltölulega afmörkuðu svæði eins og raunin var í útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni. Sambærilegar hópsýkingar hafi þannig komið upp áður við sambærilegar aðstæður, svo sem í skemmtiferðaskipum. Þegar slík tilfelli koma upp er sjaldgæft að sýkingin dreifist langt út fyrir hópinn sem sýktist í upphafi og því segir Haraldur að fólk ætti að geta ferðast áhyggjulaust um Suðurland í dag. Ekki sé ástæða til að hafa almennar áhyggur af ástandinu. Viðbragðsaðilar munu funda seinna í dag og skipuleggja næstu daga.
Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir ekki ástæðu til að hafa almenna áhyggur af ástandinu á Suðurlandi þrátt fyrir bráðsmitandi nóróveiru. 11. ágúst 2017 10:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04
Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29
Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir ekki ástæðu til að hafa almenna áhyggur af ástandinu á Suðurlandi þrátt fyrir bráðsmitandi nóróveiru. 11. ágúst 2017 10:36