Lewis Hamilton á ráspól á Spa Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. ágúst 2017 12:45 Lewis Hamilton var í sérflokki í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í tímatökunni fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á Spa brautinni á morgun. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. Hamilton jafnaði þar með met Michael Schumacher yfir ráspóla á ferlinum. Báðir hafa þeir náð 68 ráspólum. Hamilton gerði það í 200 keppnum en keppnin um helgina er hans tvönhudraðasta.Fyrsta lotaHamilton var fljótastur í lotunni og Vettel var annar. Fyrstu sex ökumennirnir voru ökumenn Mercedes, Ferrari og Red Bull eins og við var að búast. Munurinn á Hamilton sem var fljótastur og Ricciardo sem var sjötti var innan við sekúnda. Í fyrstu lotu féllu Sauber ökumennirnir út ásamt Williams ökumönnum og Daniil Kvyat á Toro Rosso.Önnur lotaRaikkonen var að glíma við titring í bíl sínum sem hefur eflaust tafið hann aðeins. Hann hafði einnig titring að glíma við í fyrstu lotu. Hamilton var fyrstur til að setja hring í annarri lotu og það var á nýju brautarmeti, 1:43,539. Hann bætti metið svo aftur innan sömu lotu og fór 1:42,927. Bottas varð annar í lotunni, þriðjung úr sekúndu á eftir Hamilton. Í þriðju lotu féllu McLaren ökumennirnir út ásamt Haas ökumönnum og Carlos Sainz á Toro Rosso.Sebastian Vettel gat strítt Mercedes undir lok tímatökunnar.Vísir/GettyÞriðja lotaTíu fljótustu eftir niðurskurði í tveimur undanfarandi lotum glímdu um ráspólinn í þriðju lotunni. Jolyon Palmer á Reanutl nam staðar á brautinni og mikill reykur steig upp úr bíl hans. Olíuþrýstingu á gírkassanum féll. Hamilton setti enn eitt brautarmetið í þriðju lotunni 1:42,907. Hann bætti sig svo enn frekar í seinni tilraun í þriðju lotu. Ráspólstími hans var 1:42,553. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport 2.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen áfram hjá Ferrari 2018 Ferrari liðið í Formúlu 1 hefur staðfest í tilkynningu að finnski ökumaðurinn Kimi Raikkonen verði áfram hjá liðinu á næsta tímabili. 22. ágúst 2017 22:30 Raikkonen og Hamilton fljótastir á æfingum í Belgíu Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina á Spa brautinni. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. 25. ágúst 2017 18:45 Sonur Michael Schumacher keyrir gamla bíl pabba síns Táningssonur Michaels Schumacher verður sviðsljósinu um helgina þegar formúlan fer fram í Belgíu. Ástæðan er að hann mun þá hjálpa til að minnast 25 ára afmælis fyrsta sigurs föður síns með sérstökum hætti. 23. ágúst 2017 23:00 Stoffel Vandoorne áfram hjá McLaren 2018 McLaren-Honda liðið hefur staðfest að hinn belgíski Stoffel Vandoorne verði áfram ökumaður liðsins á næsta ári. 23. ágúst 2017 22:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í tímatökunni fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á Spa brautinni á morgun. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. Hamilton jafnaði þar með met Michael Schumacher yfir ráspóla á ferlinum. Báðir hafa þeir náð 68 ráspólum. Hamilton gerði það í 200 keppnum en keppnin um helgina er hans tvönhudraðasta.Fyrsta lotaHamilton var fljótastur í lotunni og Vettel var annar. Fyrstu sex ökumennirnir voru ökumenn Mercedes, Ferrari og Red Bull eins og við var að búast. Munurinn á Hamilton sem var fljótastur og Ricciardo sem var sjötti var innan við sekúnda. Í fyrstu lotu féllu Sauber ökumennirnir út ásamt Williams ökumönnum og Daniil Kvyat á Toro Rosso.Önnur lotaRaikkonen var að glíma við titring í bíl sínum sem hefur eflaust tafið hann aðeins. Hann hafði einnig titring að glíma við í fyrstu lotu. Hamilton var fyrstur til að setja hring í annarri lotu og það var á nýju brautarmeti, 1:43,539. Hann bætti metið svo aftur innan sömu lotu og fór 1:42,927. Bottas varð annar í lotunni, þriðjung úr sekúndu á eftir Hamilton. Í þriðju lotu féllu McLaren ökumennirnir út ásamt Haas ökumönnum og Carlos Sainz á Toro Rosso.Sebastian Vettel gat strítt Mercedes undir lok tímatökunnar.Vísir/GettyÞriðja lotaTíu fljótustu eftir niðurskurði í tveimur undanfarandi lotum glímdu um ráspólinn í þriðju lotunni. Jolyon Palmer á Reanutl nam staðar á brautinni og mikill reykur steig upp úr bíl hans. Olíuþrýstingu á gírkassanum féll. Hamilton setti enn eitt brautarmetið í þriðju lotunni 1:42,907. Hann bætti sig svo enn frekar í seinni tilraun í þriðju lotu. Ráspólstími hans var 1:42,553. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport 2.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen áfram hjá Ferrari 2018 Ferrari liðið í Formúlu 1 hefur staðfest í tilkynningu að finnski ökumaðurinn Kimi Raikkonen verði áfram hjá liðinu á næsta tímabili. 22. ágúst 2017 22:30 Raikkonen og Hamilton fljótastir á æfingum í Belgíu Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina á Spa brautinni. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. 25. ágúst 2017 18:45 Sonur Michael Schumacher keyrir gamla bíl pabba síns Táningssonur Michaels Schumacher verður sviðsljósinu um helgina þegar formúlan fer fram í Belgíu. Ástæðan er að hann mun þá hjálpa til að minnast 25 ára afmælis fyrsta sigurs föður síns með sérstökum hætti. 23. ágúst 2017 23:00 Stoffel Vandoorne áfram hjá McLaren 2018 McLaren-Honda liðið hefur staðfest að hinn belgíski Stoffel Vandoorne verði áfram ökumaður liðsins á næsta ári. 23. ágúst 2017 22:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Kimi Raikkonen áfram hjá Ferrari 2018 Ferrari liðið í Formúlu 1 hefur staðfest í tilkynningu að finnski ökumaðurinn Kimi Raikkonen verði áfram hjá liðinu á næsta tímabili. 22. ágúst 2017 22:30
Raikkonen og Hamilton fljótastir á æfingum í Belgíu Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina á Spa brautinni. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. 25. ágúst 2017 18:45
Sonur Michael Schumacher keyrir gamla bíl pabba síns Táningssonur Michaels Schumacher verður sviðsljósinu um helgina þegar formúlan fer fram í Belgíu. Ástæðan er að hann mun þá hjálpa til að minnast 25 ára afmælis fyrsta sigurs föður síns með sérstökum hætti. 23. ágúst 2017 23:00
Stoffel Vandoorne áfram hjá McLaren 2018 McLaren-Honda liðið hefur staðfest að hinn belgíski Stoffel Vandoorne verði áfram ökumaður liðsins á næsta ári. 23. ágúst 2017 22:30