Fjárræði Magnús Guðmundsson skrifar 23. ágúst 2017 07:00 Andstætt öllum þeim stjórnarformum sem maðurinn hefur látið á reyna í gegnum aldirnar er lýðræðið lifandi og síbreytilegt. Það þýðir þó ekki endilega að það breytist alltaf til hins betra, því miður, heldur þróast það einnig stundum frá heildarhagsmunum samfélagsins. Það þarf því að vera undir stöðugu eftirliti fjöldans sem þarf að gera skýrar kröfur til stjórnmálaflokka og einstaklinga um að leikreglur séu virtar, málin rædd í gagnsærri, aðgengilegri umræðu og hagsmunir heildarinnar hafðir í öndvegi. Þetta er meira en að segja það. Það samfélag sem við höfum skapað er markaðs- og peningadrifið og í slíku samfélagi er mun auðveldara fyrir þá sem hafa peninga að hafa áhrif en fyrir þá sem hafa þá ekki. Auglýsingar í helstu fjölmiðlum eru mikilvægur liður í að ná til kjósenda, hvers kyns ráðgjafar og almannatenglar bjóða þjónustu og þekkingu, það þarf að ferðast um landið, hanna og prenta kynningarefni, halda fundi og skemmtanir og þannig mætti áfram telja og allt kostar þetta peninga. Það getur því reynst snúið fyrir nýtt stjórnmálaafl sem aldrei hefur komið manni á þing, og nýtur því ekki ríkisstyrkja, að koma málefnum sínum á framfæri. Viðreisn var í þessari stöðu fyrir síðustu kosningar eins og fleiri flokkar en virtist þó ganga ágætlega að sækja sér fjárhagslegan stuðning einkaaðila. Samkvæmt frétt á síðum þessa blaðs á mánudaginn lagði til að mynda fjárfestirinn Helgi Magnússon og félög, sem tengd eru honum, Viðreisn til 2,4 milljónir á síðasta ári. Lögbundin hámarksfjárhæð sem einstaklingur má styrkja flokk um er 400 þúsund krónur en þar sem flokkurinn skilgreinir framlögin sem stofnframlög þá má framlagið vera tvöfalt eða 800 þúsund. Að auki getur verið óljóst hvað kemur frá einstaklingi, hvað frá félagi í hans eigu, hvað telst vera honum tengt og svo framvegis. Samkvæmt Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra Viðreisnar, í Fréttablaðinu í dag hefur flokkurinn lagt í mikla vinnu við að framlög séu samkvæmt lögum og umgjörð á rekstri eins fagleg og hægt er. Það er engin ástæða til þess að rengja þessi orð Birnu en það breytir því ekki að við þurfum að skoða möguleg áhrif af þessu fjármagnslýðræði sem við erum búin að koma okkur upp. Ef fjársterkir aðilar sem ráða yfir fjölda félaga geta veitt umtalsverðu fjármagni inn í staka stjórnmálaflokka og mögulega nýtt það til áhrifa þá eru það auðvitað afleitar fréttir fyrir lýðræðið. Rétt er að taka fram að þetta snýst ekki endilega um þetta einstaka mál heldur þá augljósu staðreynd að möguleikinn er til staðar. Ef einstaklingur veitir svo mikið fé inn í starfsemi stjórnmálaflokks að það hafi áhrif á möguleika flokksins til þess að kynna sig og reka starfið þá segir sig sjálft að viðkomandi einstaklingur hefur að öllum líkindum eyru leiðtoganna umfram almenna flokksfélaga og jafnvel kjósendur. Er slíkt fjárræði nýtt undir sólinni eða nýtt á Íslandi? Nei, alveg örugglega ekki en það breytir engu um það hversu mikilvægt er að uppræta möguleikann og sjá til þess að lýðræðið njóti vafans. Alltaf og án undantekninga.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Andstætt öllum þeim stjórnarformum sem maðurinn hefur látið á reyna í gegnum aldirnar er lýðræðið lifandi og síbreytilegt. Það þýðir þó ekki endilega að það breytist alltaf til hins betra, því miður, heldur þróast það einnig stundum frá heildarhagsmunum samfélagsins. Það þarf því að vera undir stöðugu eftirliti fjöldans sem þarf að gera skýrar kröfur til stjórnmálaflokka og einstaklinga um að leikreglur séu virtar, málin rædd í gagnsærri, aðgengilegri umræðu og hagsmunir heildarinnar hafðir í öndvegi. Þetta er meira en að segja það. Það samfélag sem við höfum skapað er markaðs- og peningadrifið og í slíku samfélagi er mun auðveldara fyrir þá sem hafa peninga að hafa áhrif en fyrir þá sem hafa þá ekki. Auglýsingar í helstu fjölmiðlum eru mikilvægur liður í að ná til kjósenda, hvers kyns ráðgjafar og almannatenglar bjóða þjónustu og þekkingu, það þarf að ferðast um landið, hanna og prenta kynningarefni, halda fundi og skemmtanir og þannig mætti áfram telja og allt kostar þetta peninga. Það getur því reynst snúið fyrir nýtt stjórnmálaafl sem aldrei hefur komið manni á þing, og nýtur því ekki ríkisstyrkja, að koma málefnum sínum á framfæri. Viðreisn var í þessari stöðu fyrir síðustu kosningar eins og fleiri flokkar en virtist þó ganga ágætlega að sækja sér fjárhagslegan stuðning einkaaðila. Samkvæmt frétt á síðum þessa blaðs á mánudaginn lagði til að mynda fjárfestirinn Helgi Magnússon og félög, sem tengd eru honum, Viðreisn til 2,4 milljónir á síðasta ári. Lögbundin hámarksfjárhæð sem einstaklingur má styrkja flokk um er 400 þúsund krónur en þar sem flokkurinn skilgreinir framlögin sem stofnframlög þá má framlagið vera tvöfalt eða 800 þúsund. Að auki getur verið óljóst hvað kemur frá einstaklingi, hvað frá félagi í hans eigu, hvað telst vera honum tengt og svo framvegis. Samkvæmt Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra Viðreisnar, í Fréttablaðinu í dag hefur flokkurinn lagt í mikla vinnu við að framlög séu samkvæmt lögum og umgjörð á rekstri eins fagleg og hægt er. Það er engin ástæða til þess að rengja þessi orð Birnu en það breytir því ekki að við þurfum að skoða möguleg áhrif af þessu fjármagnslýðræði sem við erum búin að koma okkur upp. Ef fjársterkir aðilar sem ráða yfir fjölda félaga geta veitt umtalsverðu fjármagni inn í staka stjórnmálaflokka og mögulega nýtt það til áhrifa þá eru það auðvitað afleitar fréttir fyrir lýðræðið. Rétt er að taka fram að þetta snýst ekki endilega um þetta einstaka mál heldur þá augljósu staðreynd að möguleikinn er til staðar. Ef einstaklingur veitir svo mikið fé inn í starfsemi stjórnmálaflokks að það hafi áhrif á möguleika flokksins til þess að kynna sig og reka starfið þá segir sig sjálft að viðkomandi einstaklingur hefur að öllum líkindum eyru leiðtoganna umfram almenna flokksfélaga og jafnvel kjósendur. Er slíkt fjárræði nýtt undir sólinni eða nýtt á Íslandi? Nei, alveg örugglega ekki en það breytir engu um það hversu mikilvægt er að uppræta möguleikann og sjá til þess að lýðræðið njóti vafans. Alltaf og án undantekninga.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. ágúst.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun