Frábær endasprettur Stenson færði honum sigurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. ágúst 2017 08:30 Henrik Stenson fagnar sigrinum í gær. Vísir/Getty Hinn sænski Henrik Stenson vann í gær sitt fyrsta mót eftir sigurinn á Opna breska í fyrra, er hann bar sigur úr býtum á Wyndham-mótinu á PGA-mótaröðinni. Stenson spilaði frábærlega í gær eða á 64 höggum og endaði á 22 höggum undir pari, einu á undan Ollie Schniederjans frá Bandaríkjunum. Stenson fékk átta fugla á lokahringnum í gær, þar af þrjá í röð frá fimmtándu til sautjándu holu sem færði honum sigurinn. Schniederjans spilaði einnig á 64 höggum í gær en Webb Simpson endaði í þriðja sæti á átján höggum undir pari. „Ég veit ekki hversu mörg tækifæri ég fæ til viðbótar að spila jafn vel og ég gerði á Troon [vellinum þar sem Opna breska fór fram í fyrra]. En ég er mjög ánægður með hvernig mér tókst að klára þetta mót.“ Stenson rauk upp í 23. sæti stigalista PGA-mótaraðarinnar með sigrinum en þetta var síðasta mót tímabilsins áður en FedEx-bikarinn hefst. 125 stigahæstu kylfingarnir fá að taka þátt í keppninni, sem telur alls fjögur mót. Sigurvegarinn á lokamótinu fær tíu milljónir dollara í sinn hlut. Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hinn sænski Henrik Stenson vann í gær sitt fyrsta mót eftir sigurinn á Opna breska í fyrra, er hann bar sigur úr býtum á Wyndham-mótinu á PGA-mótaröðinni. Stenson spilaði frábærlega í gær eða á 64 höggum og endaði á 22 höggum undir pari, einu á undan Ollie Schniederjans frá Bandaríkjunum. Stenson fékk átta fugla á lokahringnum í gær, þar af þrjá í röð frá fimmtándu til sautjándu holu sem færði honum sigurinn. Schniederjans spilaði einnig á 64 höggum í gær en Webb Simpson endaði í þriðja sæti á átján höggum undir pari. „Ég veit ekki hversu mörg tækifæri ég fæ til viðbótar að spila jafn vel og ég gerði á Troon [vellinum þar sem Opna breska fór fram í fyrra]. En ég er mjög ánægður með hvernig mér tókst að klára þetta mót.“ Stenson rauk upp í 23. sæti stigalista PGA-mótaraðarinnar með sigrinum en þetta var síðasta mót tímabilsins áður en FedEx-bikarinn hefst. 125 stigahæstu kylfingarnir fá að taka þátt í keppninni, sem telur alls fjögur mót. Sigurvegarinn á lokamótinu fær tíu milljónir dollara í sinn hlut.
Golf Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira