Drungaleg stikla úr hrollvekjunni Rökkur Stefán Árni Pálsson skrifar 5. september 2017 16:45 Þessi mynd verður ekki fyrir viðkvæma. Rökkur verður frumsýnd í kvikmyndahúsum Senu á Íslandi þann 27. október næstkomandi. Vísir frumsýnir ú dag nýja stiklu fyrir íslensku hrollvekjuna Rökkur en hún tekur þátt á kvikmyndahátíðunum Fantastic Fest, í Austin, Texas, og BFI London Film Festival. Rökkur var frumsýnd fyrr í ár á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem lokamynd hátíðarinnar, og var fyrst sýnd í Norður-Ameríku á Outfest hátíðinni í Los Angeles þar sem hún vann verðlaun fyrir listrænt afrek. Samtals hafa tuttugu kvikmyndahátíðir sýnt myndina eða staðfest sýningar, og von er á fleirum með haustinu og vetrinum. Rökkur segir frá Gunnari, sem fær símhringingu um miðja nótt frá fyrrverandi kærastanum sínum, Einari. Hann er í miklu uppnámi og Gunnar er hæddur um að hann muni fara sér að voða og keyrir til hans upp á Snæfellsnes þar sem hann hefur hreiðrað um sig í afskekktum bústað. Strákarnir gera upp samband sitt í bústaðnum en fljótlega kemst Gunnar að því að vandamálið er stærra en hann hefði nokkurn tímann getað ímyndað sér. Þeir eru ekki einir. Björn Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson og Aðalbjörg Árnadóttir fara með aðalhlutverk í myndinni, ásamt Guðmundi Ólafssyni, Jóhanni Kristófer Stefánssyni og Önnu Evu Steindórsdóttur. Búi Baldvinsson, Baldvin Kári Sveinbjörnsson og Erlingur Óttar Thoroddsen framleiddu, en Erlingur skrifaði einnig handritið og leikstýrði myndinni. Dreifingaraðilinn Breaking Glass Pictures hefur tekið að sér dreifingu á myndinni í Bandaríkjunum og mun hún koma út þar í kvikmyndahúsum og á stafrænum miðlum í lok ársins. Hér að neðan má sjá nýja stiklu úr kvikmyndinni Rökkur. Bíó og sjónvarp Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Rökkur verður frumsýnd í kvikmyndahúsum Senu á Íslandi þann 27. október næstkomandi. Vísir frumsýnir ú dag nýja stiklu fyrir íslensku hrollvekjuna Rökkur en hún tekur þátt á kvikmyndahátíðunum Fantastic Fest, í Austin, Texas, og BFI London Film Festival. Rökkur var frumsýnd fyrr í ár á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem lokamynd hátíðarinnar, og var fyrst sýnd í Norður-Ameríku á Outfest hátíðinni í Los Angeles þar sem hún vann verðlaun fyrir listrænt afrek. Samtals hafa tuttugu kvikmyndahátíðir sýnt myndina eða staðfest sýningar, og von er á fleirum með haustinu og vetrinum. Rökkur segir frá Gunnari, sem fær símhringingu um miðja nótt frá fyrrverandi kærastanum sínum, Einari. Hann er í miklu uppnámi og Gunnar er hæddur um að hann muni fara sér að voða og keyrir til hans upp á Snæfellsnes þar sem hann hefur hreiðrað um sig í afskekktum bústað. Strákarnir gera upp samband sitt í bústaðnum en fljótlega kemst Gunnar að því að vandamálið er stærra en hann hefði nokkurn tímann getað ímyndað sér. Þeir eru ekki einir. Björn Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson og Aðalbjörg Árnadóttir fara með aðalhlutverk í myndinni, ásamt Guðmundi Ólafssyni, Jóhanni Kristófer Stefánssyni og Önnu Evu Steindórsdóttur. Búi Baldvinsson, Baldvin Kári Sveinbjörnsson og Erlingur Óttar Thoroddsen framleiddu, en Erlingur skrifaði einnig handritið og leikstýrði myndinni. Dreifingaraðilinn Breaking Glass Pictures hefur tekið að sér dreifingu á myndinni í Bandaríkjunum og mun hún koma út þar í kvikmyndahúsum og á stafrænum miðlum í lok ársins. Hér að neðan má sjá nýja stiklu úr kvikmyndinni Rökkur.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira