Fjórum bjargað úr Krossá: „Á endanum verður mjög stórt slys“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2017 20:30 Fjórir voru í bílnum sem festist í ánni en öllum var komið á land heilu og höldnu. Skjáskot Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar illa búinn bíll með fjóra farþega innanborðs festist í Krossá í dag. Leiðsögumaður, sem staddur var við ána í dag og tók þátt í björgunaraðgerðum, segir atvikið hluta af stóru vandamáli á fjallvegum landsins sem bílaleigur þurfi að taka harðar á. Þá segir hann aðeins tímaspursmál að alvarlegt slys verði við sambærilegar aðstæður.Gísli Magnús Garðarsson leiðsögumaður.Gísli Magnús GarðarssonGerðu allt vitlaust sem hægt var að gera vitlaust Gísli Magnús Garðarsson starfar sem leiðsögumaður á svæðinu. Hann birti myndband á Facebook-síðu sinni í dag af því þegar fjórum farþegum bíls, sem keyrt hafði verið út í Krossá, var bjargað. Um var að ræða vaðið yfir ána sem leiðir að Húsadal. „Þetta var hópur af fjórum ferðamönnum sem voru á leiðinni inn í Húsadal. Þau fóru ofan í ána á kolvitlausum stað á bíl sem átti ekki að fara ofan í ána,“ segir Gísli Magnús í samtali við Vísi. „Svo gerðu þau allt vitlaust sem þau gátu gert þarna ofan í ánni, þau beygðu upp á móti straumnum og straumurinn fer inn í vél og drepur á bílnum. Svo tekur straumurinn þau niður og bíllinn sekkur.“Flaut niður ána áður en honum var bjargað Gísli Magnús notar fjallajeppa við vinnu sína og stýrir jeppaferðum um svæðið. Hann var sjálfur að fara með hóp af fólki í eina slíka ferð þegar hann kom að fólkinu sem lent hafði í ógöngum í ánni. Hann segir fólkið hafa verið fjölskyldu, að öllum líkindum frá Póllandi. „Þá er trukkur á leiðinni en við bíðum þarna með þeim. Einn úr bílnum kemst í land, hann flaut reyndar alveg vel niður áður en ég náði að bjarga honum upp úr.“ Fólkinu var að lokum öllu bjargað á land og varð ekki meint af þó því hafi vissulega verið kalt. „Þau hlógu nú eiginlega bara að þessu, en voru auðvitað aðeins skelkuð þarna fyrst,“ segir Gísli Magnús.Bílaleigur verði að axla ábyrgð Gísli Magnús segir atvikið í dag hluta af stærra vandamáli. Töluvert sé um það að ferðamenn ferðist um fjallvegi og fari yfir ár á illa búnum bílum. „Leiðin inn í Þórsmörk er full af bílaleigubílum sem æða út í allt. Það skipir ekki máli hvort það sé Yaris eða stór, breyttur bíll. Svo fara þau bara í gegn og svo sér maður þegar maður kemur til baka að það eru bílar hér og þar, annað hvort með sprungin dekk eða hreinlega ónýtir.“Bíllinn var að lokum togaður upp úr ánni og á land.SkjáskotGísli Magnús segir enn fremur að ábyrgðin liggi að stórum hluta hjá bílaleigunum. „Persónulega finnst mér að bílaleigurnar eigi að taka harðar á þessu,“ segir Gísli Magnús sem veit þó ekki hvort bíll fólksins í dag hafi verið bílaleigubíll. „Þegar fólkið æðir svona út í ána, sérstaklega á bíl eins og þessum sem er algjör drusla, þá endar þetta illa. Á endanum verður mjög stórt slys.“Hér að neðan má sjá myndband Gísla Magnúsar af björgunaraðgerðum við Krossá í dag. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar illa búinn bíll með fjóra farþega innanborðs festist í Krossá í dag. Leiðsögumaður, sem staddur var við ána í dag og tók þátt í björgunaraðgerðum, segir atvikið hluta af stóru vandamáli á fjallvegum landsins sem bílaleigur þurfi að taka harðar á. Þá segir hann aðeins tímaspursmál að alvarlegt slys verði við sambærilegar aðstæður.Gísli Magnús Garðarsson leiðsögumaður.Gísli Magnús GarðarssonGerðu allt vitlaust sem hægt var að gera vitlaust Gísli Magnús Garðarsson starfar sem leiðsögumaður á svæðinu. Hann birti myndband á Facebook-síðu sinni í dag af því þegar fjórum farþegum bíls, sem keyrt hafði verið út í Krossá, var bjargað. Um var að ræða vaðið yfir ána sem leiðir að Húsadal. „Þetta var hópur af fjórum ferðamönnum sem voru á leiðinni inn í Húsadal. Þau fóru ofan í ána á kolvitlausum stað á bíl sem átti ekki að fara ofan í ána,“ segir Gísli Magnús í samtali við Vísi. „Svo gerðu þau allt vitlaust sem þau gátu gert þarna ofan í ánni, þau beygðu upp á móti straumnum og straumurinn fer inn í vél og drepur á bílnum. Svo tekur straumurinn þau niður og bíllinn sekkur.“Flaut niður ána áður en honum var bjargað Gísli Magnús notar fjallajeppa við vinnu sína og stýrir jeppaferðum um svæðið. Hann var sjálfur að fara með hóp af fólki í eina slíka ferð þegar hann kom að fólkinu sem lent hafði í ógöngum í ánni. Hann segir fólkið hafa verið fjölskyldu, að öllum líkindum frá Póllandi. „Þá er trukkur á leiðinni en við bíðum þarna með þeim. Einn úr bílnum kemst í land, hann flaut reyndar alveg vel niður áður en ég náði að bjarga honum upp úr.“ Fólkinu var að lokum öllu bjargað á land og varð ekki meint af þó því hafi vissulega verið kalt. „Þau hlógu nú eiginlega bara að þessu, en voru auðvitað aðeins skelkuð þarna fyrst,“ segir Gísli Magnús.Bílaleigur verði að axla ábyrgð Gísli Magnús segir atvikið í dag hluta af stærra vandamáli. Töluvert sé um það að ferðamenn ferðist um fjallvegi og fari yfir ár á illa búnum bílum. „Leiðin inn í Þórsmörk er full af bílaleigubílum sem æða út í allt. Það skipir ekki máli hvort það sé Yaris eða stór, breyttur bíll. Svo fara þau bara í gegn og svo sér maður þegar maður kemur til baka að það eru bílar hér og þar, annað hvort með sprungin dekk eða hreinlega ónýtir.“Bíllinn var að lokum togaður upp úr ánni og á land.SkjáskotGísli Magnús segir enn fremur að ábyrgðin liggi að stórum hluta hjá bílaleigunum. „Persónulega finnst mér að bílaleigurnar eigi að taka harðar á þessu,“ segir Gísli Magnús sem veit þó ekki hvort bíll fólksins í dag hafi verið bílaleigubíll. „Þegar fólkið æðir svona út í ána, sérstaklega á bíl eins og þessum sem er algjör drusla, þá endar þetta illa. Á endanum verður mjög stórt slys.“Hér að neðan má sjá myndband Gísla Magnúsar af björgunaraðgerðum við Krossá í dag.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira