Jón Arnór: Hræðileg stemning á leiknum Anton Ingi Leifsson skrifar 19. september 2017 21:35 Jón Arnór með boltann í leiknum í kvöld. vísir/eyþór Jón Arnór Stefánsson, einn af lykilmönnum KR, sendi stuðningsmönnum liðsins tóninn eftir tap KR í Evrópubikarnum gegn Belfius á heimavelli í kvöld. „Þetta var bara ekki nægilega gott. Það er örugglega auðveldlega hægt að kenna mörgu um, en við vorum bara ekki nægilega góðir í okkar aðgerðum,” sagði Jón Arnór í samtali við Vísi í leikslok. „Við töpuðum of mörgum boltum klaufalega. Við vorum langt frá okkar besta í dag, en mér fannst líka bara vera léleg stemning á leiknum. Mér fannst þetta ekki nægilega gott.” Stúkan í kvöld var nokkuð þéttsetinn, en ekki heyrðist mikið frá henni. Jón Arnór var mjög ósáttur með stemninguna og lét heyra í sér. „Við vorum að spila Evrópuleik, stúkan er dauf og hræðileg stemning á leiknum og hjá okkur væntanlega líka. Ég er ekki ánægður með það og ef við ætlum að vinna fimmta titilinn í röð þá verðum við að fá góðan stuðning.” „Fólkið er mjög góðu vant og það þarf aðeins að hrista upp í þessu. Það þarf betri stuðning og það þarf ekki bara að fagna körfum; það er hægt að garga okkur í gang og gefa okkur búst því við þurfum á því að halda eins og önnur lið.”Umfjöllun:KR - Belfius 67-88 | Erfitt verkefni bíður KR í Belgíu Sóknarleikur KR var oft á tíðum stirður og óagaður. Aðspurður hvort leikur liðsins hafi verið stirður svaraði hann ákveðinn: „Þetta var bara lélegt. Við spiluðum ekki okkar besta leik og áttum fá svör gegn þeirra sóknarleik. Þeir voru að keyra mikið að körfunni og hittu öllu fyrir utan. Þeir sprengu þetta bara upp þegar þeir vildu og á sama tíma vorum við skrefinu á eftir.” „Við vorum heldur ekki nógu agaðir og vel stilltir í vörninni. Við erum búnir að vera stutt saman og við munum auðvitað bæta okkur leik, en það er bara vika í Belgíu. Við þurfum að bæta okkar leik og slípa okkur varnar- og sóknarlega,” en er þetta einvígi búið? „Þetta er erfitt. Við ætlum að fara til Belgíu og gera betur. Við erum að fara inn í langt tímabil hér heima og að berjast um titla. Við erum að koma okkur í gang og við erum hér til að bæta okkur. Við munum fyrst og fremst nýta þessa leiki í það,” sagði ákveðinn Jón Arnór að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, einn af lykilmönnum KR, sendi stuðningsmönnum liðsins tóninn eftir tap KR í Evrópubikarnum gegn Belfius á heimavelli í kvöld. „Þetta var bara ekki nægilega gott. Það er örugglega auðveldlega hægt að kenna mörgu um, en við vorum bara ekki nægilega góðir í okkar aðgerðum,” sagði Jón Arnór í samtali við Vísi í leikslok. „Við töpuðum of mörgum boltum klaufalega. Við vorum langt frá okkar besta í dag, en mér fannst líka bara vera léleg stemning á leiknum. Mér fannst þetta ekki nægilega gott.” Stúkan í kvöld var nokkuð þéttsetinn, en ekki heyrðist mikið frá henni. Jón Arnór var mjög ósáttur með stemninguna og lét heyra í sér. „Við vorum að spila Evrópuleik, stúkan er dauf og hræðileg stemning á leiknum og hjá okkur væntanlega líka. Ég er ekki ánægður með það og ef við ætlum að vinna fimmta titilinn í röð þá verðum við að fá góðan stuðning.” „Fólkið er mjög góðu vant og það þarf aðeins að hrista upp í þessu. Það þarf betri stuðning og það þarf ekki bara að fagna körfum; það er hægt að garga okkur í gang og gefa okkur búst því við þurfum á því að halda eins og önnur lið.”Umfjöllun:KR - Belfius 67-88 | Erfitt verkefni bíður KR í Belgíu Sóknarleikur KR var oft á tíðum stirður og óagaður. Aðspurður hvort leikur liðsins hafi verið stirður svaraði hann ákveðinn: „Þetta var bara lélegt. Við spiluðum ekki okkar besta leik og áttum fá svör gegn þeirra sóknarleik. Þeir voru að keyra mikið að körfunni og hittu öllu fyrir utan. Þeir sprengu þetta bara upp þegar þeir vildu og á sama tíma vorum við skrefinu á eftir.” „Við vorum heldur ekki nógu agaðir og vel stilltir í vörninni. Við erum búnir að vera stutt saman og við munum auðvitað bæta okkur leik, en það er bara vika í Belgíu. Við þurfum að bæta okkar leik og slípa okkur varnar- og sóknarlega,” en er þetta einvígi búið? „Þetta er erfitt. Við ætlum að fara til Belgíu og gera betur. Við erum að fara inn í langt tímabil hér heima og að berjast um titla. Við erum að koma okkur í gang og við erum hér til að bæta okkur. Við munum fyrst og fremst nýta þessa leiki í það,” sagði ákveðinn Jón Arnór að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira