Eygló hættir á þingi en Guðfinna býður sig fram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2017 09:43 Eygló Harðardóttir hættir á þingi en Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir býður sig fram. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér til þingsetu. Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en hún tók fyrst sæti á þingi árið 2008 og hefur verið þingmaður Suðvesturkjördæmis. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, tilkynnti hins vegar nú í morgunsárið, einnig á Facebook, að hún hyggist bjóða sig fram til Alþingis og sækist eftir 1. sætinu hjá Framsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Eygló segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að þingmennskan eigi ekki að vera ævistarf en nú í nóvember verða komin níu ár síðan hún settist á þing. „Ég hef lengi verið sannfærð um að þingmennska á ekki að vera ævistarf og talað fyrir stjórnarskrárbreytingum um að hver þingmaður sæti ekki lengur en átta ár samfellt á Alþingi. Í nóvember 2017 verða þau ár orðin níu hjá mér. Því tel ég rétt á þessum tímapunkti að láta staðar numið og leita nýrra og skemmtilegra ævintýra á öðrum vettvangi. Því mun ég ekki gefa kost á mér til þingstarfa fyrir Alþingiskosningarnar þann 28. október næstkomandi. Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem hafa stutt mig í mínum störfum í gegnum árin, kjósendum fyrir það traust og trúnað sem þeir hafa veitt mér til að starfa í þeirra þágu, góðum félögum út um allt land fyrir gott samstarf og síðast en ekki síst fjölskyldu minni. Það er von mín að komandi kosningabarátta verði jákvæð og heiðarleg og að samvinnuhugsjón Framsóknarflokksins muni þar ná góðum hljómgrunni,“ segir Eygló. Tilkynning Guðfinnu er nokkuð styttri: „Á fjölmennum fundi hjá Framsóknarfélagi Reykjavíkur í gærkvöldi tilkynnti ég ákvörðun mína um að gefa kost á mér í kosningunum í 1. sætið í Reykjavík norður.“ Þingkosningar verða þann 28. október næstkomandi. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Sjá meira
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér til þingsetu. Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en hún tók fyrst sæti á þingi árið 2008 og hefur verið þingmaður Suðvesturkjördæmis. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, tilkynnti hins vegar nú í morgunsárið, einnig á Facebook, að hún hyggist bjóða sig fram til Alþingis og sækist eftir 1. sætinu hjá Framsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Eygló segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að þingmennskan eigi ekki að vera ævistarf en nú í nóvember verða komin níu ár síðan hún settist á þing. „Ég hef lengi verið sannfærð um að þingmennska á ekki að vera ævistarf og talað fyrir stjórnarskrárbreytingum um að hver þingmaður sæti ekki lengur en átta ár samfellt á Alþingi. Í nóvember 2017 verða þau ár orðin níu hjá mér. Því tel ég rétt á þessum tímapunkti að láta staðar numið og leita nýrra og skemmtilegra ævintýra á öðrum vettvangi. Því mun ég ekki gefa kost á mér til þingstarfa fyrir Alþingiskosningarnar þann 28. október næstkomandi. Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem hafa stutt mig í mínum störfum í gegnum árin, kjósendum fyrir það traust og trúnað sem þeir hafa veitt mér til að starfa í þeirra þágu, góðum félögum út um allt land fyrir gott samstarf og síðast en ekki síst fjölskyldu minni. Það er von mín að komandi kosningabarátta verði jákvæð og heiðarleg og að samvinnuhugsjón Framsóknarflokksins muni þar ná góðum hljómgrunni,“ segir Eygló. Tilkynning Guðfinnu er nokkuð styttri: „Á fjölmennum fundi hjá Framsóknarfélagi Reykjavíkur í gærkvöldi tilkynnti ég ákvörðun mína um að gefa kost á mér í kosningunum í 1. sætið í Reykjavík norður.“ Þingkosningar verða þann 28. október næstkomandi.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Sjá meira