Hamilton vann í Singapúr en Vettel féll úr leik Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. september 2017 14:04 Lewis Hamilton ók óaðfinnanlega í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í Singapúr kappkastrinum í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. Sebastian Vettel á Ferrari, helsti keppinautur Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna féll úr leik strax á fyrsta hring. Vettel lenti í þriggja bíla samstuði í ræsingunni. Hann og Kimi Raikkonen á Ferrari voru brauðið í samlokunni en Max Verstappen á Red Bull áleggið á milli þeirra. Hamilton jók forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna um 25 stig og bilið er því 28 stig honum í vil gegn Vettel. Ferrari menn ætluðu sér aldeilis að sækja stig í Singapúr en fengu ekkert út úr því. Keppnin var ræst á blautri braut. Það er því í fyrsta skipti sem rigningakeppni fer fram undir flóðlýsingu. Ræsingin var dramatísk. Báðir Ferrari mennirnir féllu úr leik. Kimi Raikkonen átti ógnar fljóta ræsingu. Sebastian Vettel féll svo úr leik skömmu seinna á fyrsta hring. Hann lenti á varnarvegg eftir að hafa misst stjórn á bíl sínum. Öryggisbíllinn var kallaður út og hringsólaði með halarófuna fyrir aftan sig á meðan brautin var hreinsuð upp. Öryggisbíllinn kom svo inn á fjórða hring. Lewis Hamilton var þá orðinn fremstur og í kjörstöðu til að hesthúsa helling af mikilvægum stigum í baráttunni við Sebastian Vettel. Ricciardo varð annar eftir bröltið í ræsingunni og Hulkenberg á Renault þriðji.Max Verstappen og Kimi Raikkonen eftir samstuðið sem batt enda á keppni Ferrari.Vísir/GettyFernando Alonso hætti keppni á McLaren bílnum á níunda hring. Hann fékk mikið högg á sig í ræsingunni sem hefur líklega skaðað bíl hans. Öryggisbíllinn kom út aftur þegar Daniil Kvyat lenti á varnarvegg á 12. hring. Ricciardo kom inn á þjónustusvæðið og fékk annan gang af milli-regndekkjum undir á sama tíma. Fleiri fylgdu í kjölfarið. Hulkenberg var þá orðinn annar en Ricciardo þriðji. Hulkenberg kom svo inn og fékk milli-regndekk undir í skiptum fyrir full regndekk. Kevin Magnussen á Haas var fyrsti maðurinn til að setja þurrdekk undir bílinn. Hann kom inn á 25. hring. Felipe Massa kom inn á sama hring og tók einnig últra-mjúk þurrdekk undir. Þremur hringjum seinna var Magnussen farinn að setja hraðasta hring keppninnar. Ricciardo kom svo inn á 29. hring og fékk últra-mjúk dekk undir. Hamilton kom svo inn í kjölfarið og fékk últra-mjúku dekkin undir. Hraðinn í keppninni jókst talsvert þegar allir voru komnir á þurrdekk. Staðan breyttist þó mjög lítið. Marcus Ericcson lenti á varnarvegg og öryggisbíllinn kom út í þriðja skipti í keppninni á 38. hring. Öryggisbíllinn fór svo inn á 40. hring og keppnin var endurræst. Hamilton gerði allt rétt og stakk Ricciardo af strax í kjölfar endurræsingarinnar. Hamilton sigldi þokkalega auðan sjó síðustu hringina eftir endurræsinguna. Bilið aftur í Ricciardo var svipað allan tíman. Keppnisstjórn þurfti að stytta keppnina um nokkra hringi enda var kappaksturinn búinn að taka tvo klukkutíma. Reglurnar kveða á um að ekki megi líða meira en tveir klukkutímar frá ræsingu til endaloka keppninnar að því gefnu að keppnin sé ekki stöðvuð.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi í Singapúr Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Singapúr kappaksturinn í Formúlu 1 sem fer fram um helgina. 15. september 2017 21:15 Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari verður á ráspól í Singapúr kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Max Verstappen á Red Bull varð annar og liðsfélagi hans Daniel Ricciardo þriðji. 16. september 2017 13:56 Vettel: Bíllinn kom til mín þegar leið á kvöldið Sebastian Vettel var fljótstur í tímatökunni í dag, hann átti svör við hraða Red Bull manna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 16. september 2017 14:32 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í Singapúr kappkastrinum í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. Sebastian Vettel á Ferrari, helsti keppinautur Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna féll úr leik strax á fyrsta hring. Vettel lenti í þriggja bíla samstuði í ræsingunni. Hann og Kimi Raikkonen á Ferrari voru brauðið í samlokunni en Max Verstappen á Red Bull áleggið á milli þeirra. Hamilton jók forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna um 25 stig og bilið er því 28 stig honum í vil gegn Vettel. Ferrari menn ætluðu sér aldeilis að sækja stig í Singapúr en fengu ekkert út úr því. Keppnin var ræst á blautri braut. Það er því í fyrsta skipti sem rigningakeppni fer fram undir flóðlýsingu. Ræsingin var dramatísk. Báðir Ferrari mennirnir féllu úr leik. Kimi Raikkonen átti ógnar fljóta ræsingu. Sebastian Vettel féll svo úr leik skömmu seinna á fyrsta hring. Hann lenti á varnarvegg eftir að hafa misst stjórn á bíl sínum. Öryggisbíllinn var kallaður út og hringsólaði með halarófuna fyrir aftan sig á meðan brautin var hreinsuð upp. Öryggisbíllinn kom svo inn á fjórða hring. Lewis Hamilton var þá orðinn fremstur og í kjörstöðu til að hesthúsa helling af mikilvægum stigum í baráttunni við Sebastian Vettel. Ricciardo varð annar eftir bröltið í ræsingunni og Hulkenberg á Renault þriðji.Max Verstappen og Kimi Raikkonen eftir samstuðið sem batt enda á keppni Ferrari.Vísir/GettyFernando Alonso hætti keppni á McLaren bílnum á níunda hring. Hann fékk mikið högg á sig í ræsingunni sem hefur líklega skaðað bíl hans. Öryggisbíllinn kom út aftur þegar Daniil Kvyat lenti á varnarvegg á 12. hring. Ricciardo kom inn á þjónustusvæðið og fékk annan gang af milli-regndekkjum undir á sama tíma. Fleiri fylgdu í kjölfarið. Hulkenberg var þá orðinn annar en Ricciardo þriðji. Hulkenberg kom svo inn og fékk milli-regndekk undir í skiptum fyrir full regndekk. Kevin Magnussen á Haas var fyrsti maðurinn til að setja þurrdekk undir bílinn. Hann kom inn á 25. hring. Felipe Massa kom inn á sama hring og tók einnig últra-mjúk þurrdekk undir. Þremur hringjum seinna var Magnussen farinn að setja hraðasta hring keppninnar. Ricciardo kom svo inn á 29. hring og fékk últra-mjúk dekk undir. Hamilton kom svo inn í kjölfarið og fékk últra-mjúku dekkin undir. Hraðinn í keppninni jókst talsvert þegar allir voru komnir á þurrdekk. Staðan breyttist þó mjög lítið. Marcus Ericcson lenti á varnarvegg og öryggisbíllinn kom út í þriðja skipti í keppninni á 38. hring. Öryggisbíllinn fór svo inn á 40. hring og keppnin var endurræst. Hamilton gerði allt rétt og stakk Ricciardo af strax í kjölfar endurræsingarinnar. Hamilton sigldi þokkalega auðan sjó síðustu hringina eftir endurræsinguna. Bilið aftur í Ricciardo var svipað allan tíman. Keppnisstjórn þurfti að stytta keppnina um nokkra hringi enda var kappaksturinn búinn að taka tvo klukkutíma. Reglurnar kveða á um að ekki megi líða meira en tveir klukkutímar frá ræsingu til endaloka keppninnar að því gefnu að keppnin sé ekki stöðvuð.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi í Singapúr Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Singapúr kappaksturinn í Formúlu 1 sem fer fram um helgina. 15. september 2017 21:15 Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari verður á ráspól í Singapúr kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Max Verstappen á Red Bull varð annar og liðsfélagi hans Daniel Ricciardo þriðji. 16. september 2017 13:56 Vettel: Bíllinn kom til mín þegar leið á kvöldið Sebastian Vettel var fljótstur í tímatökunni í dag, hann átti svör við hraða Red Bull manna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 16. september 2017 14:32 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi í Singapúr Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Singapúr kappaksturinn í Formúlu 1 sem fer fram um helgina. 15. september 2017 21:15
Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari verður á ráspól í Singapúr kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Max Verstappen á Red Bull varð annar og liðsfélagi hans Daniel Ricciardo þriðji. 16. september 2017 13:56
Vettel: Bíllinn kom til mín þegar leið á kvöldið Sebastian Vettel var fljótstur í tímatökunni í dag, hann átti svör við hraða Red Bull manna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 16. september 2017 14:32