Kvika kaupir fyrirtækjaráðgjöf Beringer Finance á Íslandi Hörður Ægisson skrifar 14. september 2017 07:00 Samtals munu fjórir nýir stjórnendur taka sæti í framkvæmdastjórn fjárfestingabankans Kviku á þessu ári. Fréttablaðið/GVA Kvika banki hefur keypt fyrirtækjaráðgjöf norræna fjárfestingabankans Beringer Finance á Íslandi. Gengið var endanlega frá samkomulagi vegna kaupanna í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Baldur Stefánsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Beringer ásamt því að veita starfsemi bankans forstöðu á Íslandi frá því í ársbyrjun, mun í kjölfarið verða nýr framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kviku. Tekur hann við starfinu af Magnúsi Bjarnasyni sem var á meðal þeirra átta starfsmanna sem var sagt upp störfum hjá Kviku banka í ágúst síðastliðnum. Samhliða kaupunum munu Kvika og Beringer Finance einnig hefja samstarf á sviði fyrirtækjaráðgjafar á Íslandi, í Svíþjóð og í Noregi. Þannig mun Kvika taka yfir velflest verkefni fyrirtækjaráðgjafar Beringer og eins ráða til sín hluta af íslenskum starfsmönnum bankans. Á meðal verkefna sem fyrirtækjaráðgjöf Beringer hefur verið að vinna að síðustu mánuði er undirbúningur að söluferli eignaleigufyrirtækisins Lýsingar og íslenska fataframleiðandans Cintamani. Ekki stendur hins vegar til að umsjón og ráðgjöf með væntanlegu söluferli Lýsingar færist yfir til fyrirtækjaráðgjafar Kviku banka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það stafar meðal annars af því að mögulegt er að Kvika verði á meðal væntanlegra bjóðenda í fyrirtækið og þá voru fulltrúar bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner, langsamlega stærsta hluthafa Klakka, móðurfélags Lýsingar, jafnframt mótfallnir því að Kvika banki tæki yfir verkefnið. Á fundi sem yfirmenn Beringer Finance áttu með Jeremy Lowe, sem hefur stýrt umfangsmikilli starfsemi sjóðsins á Íslandi síðustu ár, í London í gær náðist samkomulag um að söluferli Lýsingar myndi ekki fylgja með í kaupum Kviku heldur yrði það eftir sem áður í höndum Beringer Finance.Auk Baldurs mun meðal annars Sveinn Guðjónsson, sem hefur verið forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Beringer frá því í mars á þessu ári, flytja sig um set yfir í fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka. Áður en Baldur og Sveinn réðu sig til Beringer Finance höfðu þeir báðir starfað um árabil í fyrirtækjaráðgjöf hjá verðbréfafyrirtækinu Arctica Finance þar sem Baldur hafði verið á meðal meðeigenda frá 2008 og Sveinn starfað sem verkefnisstjóri. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að með sameiningunni verði ráðgjöf Kviku í kjörstöðu til að veita viðskiptavinum bankans framúrskarandi þjónustu. „Þá býður samstarfið við Beringer Finance í Skandinavíu upp á áhugaverð tækifæri fyrir bankann,“ að sögn Ármanns. Beringer var stofnað 2014 af Aðalsteini Jóhannssyni, sem er jafnframt forstjóri bankans, en í fyrra var tilkynnt að fyrirtækið hefði sameinast Fondsfinans, elsta fjárfestingabanka Noregs. Í dag starfa samtals um 80 manns hjá Beringer. Aðalsteinn segir í tilefni samkomulagsins við Kviku að kjarnastarfsemi Beringer Finance á helstu mörkuðum hafi færst yfir á verkefni tengd tækni og hugviti og muni bankinn áfram sinna verkefnum á þeim sviðum á Íslandi sem og alþjóðlega. „Við teljum að samstarf okkar við Kviku bjóði upp á möguleika fyrir báða aðila til að einbeita sér enn frekar að styrkleikum hvors um sig auk þess sem Beringer Finance mun opna nýja markaði í Skandinavíu fyrir viðskiptavini Kviku,“ segir Aðalsteinn. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Kvika banki hefur keypt fyrirtækjaráðgjöf norræna fjárfestingabankans Beringer Finance á Íslandi. Gengið var endanlega frá samkomulagi vegna kaupanna í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Baldur Stefánsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Beringer ásamt því að veita starfsemi bankans forstöðu á Íslandi frá því í ársbyrjun, mun í kjölfarið verða nýr framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kviku. Tekur hann við starfinu af Magnúsi Bjarnasyni sem var á meðal þeirra átta starfsmanna sem var sagt upp störfum hjá Kviku banka í ágúst síðastliðnum. Samhliða kaupunum munu Kvika og Beringer Finance einnig hefja samstarf á sviði fyrirtækjaráðgjafar á Íslandi, í Svíþjóð og í Noregi. Þannig mun Kvika taka yfir velflest verkefni fyrirtækjaráðgjafar Beringer og eins ráða til sín hluta af íslenskum starfsmönnum bankans. Á meðal verkefna sem fyrirtækjaráðgjöf Beringer hefur verið að vinna að síðustu mánuði er undirbúningur að söluferli eignaleigufyrirtækisins Lýsingar og íslenska fataframleiðandans Cintamani. Ekki stendur hins vegar til að umsjón og ráðgjöf með væntanlegu söluferli Lýsingar færist yfir til fyrirtækjaráðgjafar Kviku banka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það stafar meðal annars af því að mögulegt er að Kvika verði á meðal væntanlegra bjóðenda í fyrirtækið og þá voru fulltrúar bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner, langsamlega stærsta hluthafa Klakka, móðurfélags Lýsingar, jafnframt mótfallnir því að Kvika banki tæki yfir verkefnið. Á fundi sem yfirmenn Beringer Finance áttu með Jeremy Lowe, sem hefur stýrt umfangsmikilli starfsemi sjóðsins á Íslandi síðustu ár, í London í gær náðist samkomulag um að söluferli Lýsingar myndi ekki fylgja með í kaupum Kviku heldur yrði það eftir sem áður í höndum Beringer Finance.Auk Baldurs mun meðal annars Sveinn Guðjónsson, sem hefur verið forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Beringer frá því í mars á þessu ári, flytja sig um set yfir í fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka. Áður en Baldur og Sveinn réðu sig til Beringer Finance höfðu þeir báðir starfað um árabil í fyrirtækjaráðgjöf hjá verðbréfafyrirtækinu Arctica Finance þar sem Baldur hafði verið á meðal meðeigenda frá 2008 og Sveinn starfað sem verkefnisstjóri. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að með sameiningunni verði ráðgjöf Kviku í kjörstöðu til að veita viðskiptavinum bankans framúrskarandi þjónustu. „Þá býður samstarfið við Beringer Finance í Skandinavíu upp á áhugaverð tækifæri fyrir bankann,“ að sögn Ármanns. Beringer var stofnað 2014 af Aðalsteini Jóhannssyni, sem er jafnframt forstjóri bankans, en í fyrra var tilkynnt að fyrirtækið hefði sameinast Fondsfinans, elsta fjárfestingabanka Noregs. Í dag starfa samtals um 80 manns hjá Beringer. Aðalsteinn segir í tilefni samkomulagsins við Kviku að kjarnastarfsemi Beringer Finance á helstu mörkuðum hafi færst yfir á verkefni tengd tækni og hugviti og muni bankinn áfram sinna verkefnum á þeim sviðum á Íslandi sem og alþjóðlega. „Við teljum að samstarf okkar við Kviku bjóði upp á möguleika fyrir báða aðila til að einbeita sér enn frekar að styrkleikum hvors um sig auk þess sem Beringer Finance mun opna nýja markaði í Skandinavíu fyrir viðskiptavini Kviku,“ segir Aðalsteinn.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira