Fyrrverandi forstjóri Skeljungs ráðinn til VÍS Hörður Ægisson skrifar 13. september 2017 18:13 Framkvæmdastjórar VÍS verða fjórir í stað sex og þá er stjórnendum fækkað úr 33 í 26. vísir/anton brink Valgeir Baldursson, sem lét af störfum sem forstjóri Skeljungs í lok síðasta mánaðar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fjárfestinga og reksturs hjá tryggingafélaginu VÍS. Þá hafa þrír framkvæmdastjórar hjá fyrirtækinu látið af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu VÍS til Kauphallarinnar en þar er greint frá því skipurit félagsins hafi verið einfaldað til muna þar sem framkvæmdastjórar verða fjórir í stað sex og þá er stjórnendum fækkað úr 33 í 26. Breytingarnar eru sagðar liður í aukinni áherslu á stafrænar lausnir í þjónustu við viðskiptavini og til að búa fyrirtækið betur undir framtíðaráskoranir sem blasa við. Í tilkynningu VÍS segir að Agnar Óskarsson, framkvæmdastjóri tjónasviðs, Guðmar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, og Þorvaldur Jacobsen, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, muni láta af störfum í kjölfar þessara breytinga. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að Tryggva Guðbrandssyni, sem hefur verið forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS, hafi einnig verið sagt upp störfum hjá félaginu. Valgeir Baldursson lét af störfum sem forstjóri Skeljungs í lok síðasta mánaðar.vísirAuk Valgeirs verða aðrir framkvæmdastjórar VÍS eftir breytingarnar þau Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustu, Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri Stafrænnar þróunar, og Ólafur Lúther Einarsson, sem verður framkvæmdastjóri Kjarnastarfsemi. Helgi Bjarnason, sem tók við sem forstjóri VÍS síðastliðið sumar, segir í tilkynningu: „Við erum að þétta raðirnar og endurhugsa alla okkar nálgun og snertingu við viðskiptavini. Það er hluti af markmiði okkar sem er að veita viðskiptavinum VÍS bestu þjónustu sem völ er á. Við leggjum einnig með þessum skipulagsbreytingum aukna áherslu á stafrænar lausnir sem við teljum gegna lykilhlutverki í samkeppnishæfni okkar til framtíðar.“ Vistaskipti Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Valgeir Baldursson, sem lét af störfum sem forstjóri Skeljungs í lok síðasta mánaðar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fjárfestinga og reksturs hjá tryggingafélaginu VÍS. Þá hafa þrír framkvæmdastjórar hjá fyrirtækinu látið af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu VÍS til Kauphallarinnar en þar er greint frá því skipurit félagsins hafi verið einfaldað til muna þar sem framkvæmdastjórar verða fjórir í stað sex og þá er stjórnendum fækkað úr 33 í 26. Breytingarnar eru sagðar liður í aukinni áherslu á stafrænar lausnir í þjónustu við viðskiptavini og til að búa fyrirtækið betur undir framtíðaráskoranir sem blasa við. Í tilkynningu VÍS segir að Agnar Óskarsson, framkvæmdastjóri tjónasviðs, Guðmar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, og Þorvaldur Jacobsen, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, muni láta af störfum í kjölfar þessara breytinga. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að Tryggva Guðbrandssyni, sem hefur verið forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS, hafi einnig verið sagt upp störfum hjá félaginu. Valgeir Baldursson lét af störfum sem forstjóri Skeljungs í lok síðasta mánaðar.vísirAuk Valgeirs verða aðrir framkvæmdastjórar VÍS eftir breytingarnar þau Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustu, Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri Stafrænnar þróunar, og Ólafur Lúther Einarsson, sem verður framkvæmdastjóri Kjarnastarfsemi. Helgi Bjarnason, sem tók við sem forstjóri VÍS síðastliðið sumar, segir í tilkynningu: „Við erum að þétta raðirnar og endurhugsa alla okkar nálgun og snertingu við viðskiptavini. Það er hluti af markmiði okkar sem er að veita viðskiptavinum VÍS bestu þjónustu sem völ er á. Við leggjum einnig með þessum skipulagsbreytingum aukna áherslu á stafrænar lausnir sem við teljum gegna lykilhlutverki í samkeppnishæfni okkar til framtíðar.“
Vistaskipti Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira