Horfst í augu við staðreyndir Lára G. Sigurðardóttir skrifar 12. september 2017 16:00 Vegna ummæla/ Facebookfærslu Sóleyjar Tómasdóttur um bakþanka sem birtist í Fréttablaðinu 11.9.2017 tel ég rétt að ítreka að hvergi kemur fram í pistlinum að áfengi sé rót kynbundins ofbeldis. Hvar hún fær þá hugmynd er mér hulin ráðgáta. Áfengi er aftur á móti nátengt ofbeldi eins og okkur er flestum vel kunnugt, óháð kyni. Við erum enn í þeirri stöðu að oftast er sagt frá ofbeldi sem karl beitir konu en eins og við vitum geta konur beitt karla ofbeldi og ofbeldi getur einnig átt sér stað milli samkynhneigðra. Að hafa orðið vitni að alvarlegu ofbeldi af hálfu ölvaðs karlmanns gefur hvorki til kynna að einungis karlmenn beiti ofbeldi eða að áfengi réttlæti hegðun ofbeldismannsins. Það vita allir sem þekkja eitthvað til vísinda. Bakþankinn fjallað um þá grafalvarlegu staðreynd að áfengi er nátengt ofbeldi. Áfengi og ofbeldi er slæm blanda og verka sem driffjöður fyrir hvort annað. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem skrifuð er fyrir löggjafavaldið eða þingmenn um allan heim, vísindamenn og aðra áhugasama, kemur fram að á Íslandi telja 71% kvenna sem urðu fyrir heimilisofbeldi áfengisneyslu makans vera megin ástæðu ofbeldisins. Þá sögðu jafnframt 22% þeirra kvenna hafa notað áfengi til að takast á við vanlíðan eftir heimilisofbeldið. Það er of hátt hlutfall til að horfa framhjá. Rannsóknir sýna ítrekað að þeir sem drekka mikið og oft eru líklegri til að beita ofbeldi auk þess sem verknaðurinn verður algengara og alvarlegra. Þeir sem byrja að drekka ungir eru sömuleiðis líklegri til að beita ofbeldi. Aðrir þættir hafa líka áhrif, eins og þegar annar einstaklingurinn í sambandi drekkur mikið en hinn ekki, þá aukast líkur á ofbeldi. Rannsóknir hafa ítrekað leitt í ljós að áfengisneysla tengist árásarhneigð. Áfengi er aldrei afsökun fyrir því að beita ofbeldi en það er mikilvægt að fjalla um hversu hættulegt vímuefni áfengi getur verið, því það kemur allt of oft við sögu heimilisofbeldis, eins og tölurnar að ofan sýna. Við verðum að horfast í augu við staðreyndir til að geta beitt forvörnum og hjálpað báðum aðilum, gerandanum og þolandanum. Árangursríkasta forvörnin skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er að takmarka aðgengi áfengis, sem sýnt hefur verið fram á að fækkar innlögnum þolenda heimilisofbeldis á sjúkrahús og fækkar tilkynningum um heimiliserjur til lögreglu. Bakþankinn var skrifaður til áminningar um þá samfélagslegu ábyrgð að gera það sem í okkar valdi stendur að minnka líkur á heimilisofbeldi. Og að hrófla ekki við núverandi sölufyrirkomulagi áfengis. Áfengi er hættulegt vímuefni sem veldur hömluleysi og á stóran þátt í ofbeldisafbrotum. Það er það sem umræðan ætti að snúast um. Gæfa margra er því miður undir pennastriki þingmanna komin. Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum Heimildir: WHO facts on… Alcohol and Violence. Intimate partner violence and alcohol og Interpersonal violence and alcohol. World Health Organization. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Tengdar fréttir Skaðvaldurinn En af hverju fær áfengi mann til að ganga í skrokk á eiginkonu sinni? Sökudólgurinn er etanól, sem finnst í öllum áfengum drykkjum. 11. september 2017 07:00 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Vegna ummæla/ Facebookfærslu Sóleyjar Tómasdóttur um bakþanka sem birtist í Fréttablaðinu 11.9.2017 tel ég rétt að ítreka að hvergi kemur fram í pistlinum að áfengi sé rót kynbundins ofbeldis. Hvar hún fær þá hugmynd er mér hulin ráðgáta. Áfengi er aftur á móti nátengt ofbeldi eins og okkur er flestum vel kunnugt, óháð kyni. Við erum enn í þeirri stöðu að oftast er sagt frá ofbeldi sem karl beitir konu en eins og við vitum geta konur beitt karla ofbeldi og ofbeldi getur einnig átt sér stað milli samkynhneigðra. Að hafa orðið vitni að alvarlegu ofbeldi af hálfu ölvaðs karlmanns gefur hvorki til kynna að einungis karlmenn beiti ofbeldi eða að áfengi réttlæti hegðun ofbeldismannsins. Það vita allir sem þekkja eitthvað til vísinda. Bakþankinn fjallað um þá grafalvarlegu staðreynd að áfengi er nátengt ofbeldi. Áfengi og ofbeldi er slæm blanda og verka sem driffjöður fyrir hvort annað. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem skrifuð er fyrir löggjafavaldið eða þingmenn um allan heim, vísindamenn og aðra áhugasama, kemur fram að á Íslandi telja 71% kvenna sem urðu fyrir heimilisofbeldi áfengisneyslu makans vera megin ástæðu ofbeldisins. Þá sögðu jafnframt 22% þeirra kvenna hafa notað áfengi til að takast á við vanlíðan eftir heimilisofbeldið. Það er of hátt hlutfall til að horfa framhjá. Rannsóknir sýna ítrekað að þeir sem drekka mikið og oft eru líklegri til að beita ofbeldi auk þess sem verknaðurinn verður algengara og alvarlegra. Þeir sem byrja að drekka ungir eru sömuleiðis líklegri til að beita ofbeldi. Aðrir þættir hafa líka áhrif, eins og þegar annar einstaklingurinn í sambandi drekkur mikið en hinn ekki, þá aukast líkur á ofbeldi. Rannsóknir hafa ítrekað leitt í ljós að áfengisneysla tengist árásarhneigð. Áfengi er aldrei afsökun fyrir því að beita ofbeldi en það er mikilvægt að fjalla um hversu hættulegt vímuefni áfengi getur verið, því það kemur allt of oft við sögu heimilisofbeldis, eins og tölurnar að ofan sýna. Við verðum að horfast í augu við staðreyndir til að geta beitt forvörnum og hjálpað báðum aðilum, gerandanum og þolandanum. Árangursríkasta forvörnin skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er að takmarka aðgengi áfengis, sem sýnt hefur verið fram á að fækkar innlögnum þolenda heimilisofbeldis á sjúkrahús og fækkar tilkynningum um heimiliserjur til lögreglu. Bakþankinn var skrifaður til áminningar um þá samfélagslegu ábyrgð að gera það sem í okkar valdi stendur að minnka líkur á heimilisofbeldi. Og að hrófla ekki við núverandi sölufyrirkomulagi áfengis. Áfengi er hættulegt vímuefni sem veldur hömluleysi og á stóran þátt í ofbeldisafbrotum. Það er það sem umræðan ætti að snúast um. Gæfa margra er því miður undir pennastriki þingmanna komin. Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum Heimildir: WHO facts on… Alcohol and Violence. Intimate partner violence and alcohol og Interpersonal violence and alcohol. World Health Organization.
Skaðvaldurinn En af hverju fær áfengi mann til að ganga í skrokk á eiginkonu sinni? Sökudólgurinn er etanól, sem finnst í öllum áfengum drykkjum. 11. september 2017 07:00
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun