Gullörninn: Vippið sem færði Ólafíu 6,5 milljónir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. september 2017 10:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Örninn sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk á átjándu holu lokadags Indy Women In Tech-mótinu í Indiana um helgina var afar mikils virði. Ólafía lék átjándu holuna á erni eftir að hafa vippað ofan í rétt utan flatar, eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan. Örninn þýddi að Ólafía kláraði mótið á þrettán höggum undir pari í fjórða sæti sem er hennar langbesti árangur á LPGA-mótaröðinni. Sjá einnig: Ólafía Þórunn: Reyndi að gera hlutina einfalt og halda mér í núinu Hún hefði hafnað í 10.-11. sæti mótsins hefði hún spilað átjándu holuna á pari sem hefði fært henni um 40 þúsund dollara í verðlaunafé, en Ólafía fékk tæpar 103 þúsund dollara fyrir fjórða sætið, tæpar 11 milljónir króna. Er það um 6,5 milljónum meira en hún hefði fengið fyrir að lenda í 10.-11. sæti. En það sem enn meira máli skiptir er að árangurinn fleytti henni upp í 67. sæti peningalistans. Hefði hún fengið 40 þúsund dollara væri hún nú í 91. sæti listans. Efstu 100 kylfingarnir á peningalistanum endurnýja þátttökurétt sinn á LPGA-mótaröðinni en efstu 80 komast í efsta flokk í forgangsröðun kylfinga á tímabilinu og því eftir miklu að sækjast að vera í þeim hópi. Sjá einnig: Ólafía fékk rúmar 10 milljónir | Komin í 67. sæti peningalistans Örninn hennar Ólafíu var því gríðarlega mikils virði, ekki aðeins peninganna vegna heldur einnig vegna stöðu hennar á listanum sem öllu ræður um þátttöku kylfinga á mótaröð næsta tímabils. Höggið hennar Ólafíu má sjá hér fyrir neðan. Golf Tengdar fréttir Örn á lokaholunni skaut Ólafíu upp í þriðja sætið Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á fjórum höggum undir pari á hringnum og alls ellefu höggum undir pari á lokadegi Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu. 9. september 2017 19:15 Ólafía: Sá þetta fyrir mér og þetta tókst Ólafía Þórunn Kristinsdóttir um vippið magnaða á átjándu holu í Indiana í dag. 9. september 2017 22:16 Ólafía fékk rúmar 10 milljónir | Komin í 67. sæti peningalistans Glæsilegur árangur Ólafíu Kristinsdóttur sem meira en tvöfaldaði verðlaunafé sitt á LPGA-mótaröðinni. 9. september 2017 22:29 Sjáðu magnað vipp Ólafíu fyrir erni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vippaði fyrir erni á átjándu holu á LPGA-mótaröðinni í dag. 9. september 2017 22:05 Ólafía Þórunn ein í fjórða sæti í Indianapolis Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lauk leik í fjórða sæti á Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu með sigri Lexi Thompson en örn Ólafíu á lokaholunni kom henni úr tíunda sæti í það fjórða. 9. september 2017 20:18 Ólafía Þórunn: Reyndi að gera hlutina einfalt og halda mér í núinu Ólafía Þórunn var þreytt en létt í lund er íþróttadeild 365 ræddi við hana er hún var nýlent í Frakklandi eftir að hafa lent í fjórða sæti á LPGA-móti í Indianapolis deginum áður. 10. september 2017 17:30 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Örninn sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk á átjándu holu lokadags Indy Women In Tech-mótinu í Indiana um helgina var afar mikils virði. Ólafía lék átjándu holuna á erni eftir að hafa vippað ofan í rétt utan flatar, eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan. Örninn þýddi að Ólafía kláraði mótið á þrettán höggum undir pari í fjórða sæti sem er hennar langbesti árangur á LPGA-mótaröðinni. Sjá einnig: Ólafía Þórunn: Reyndi að gera hlutina einfalt og halda mér í núinu Hún hefði hafnað í 10.-11. sæti mótsins hefði hún spilað átjándu holuna á pari sem hefði fært henni um 40 þúsund dollara í verðlaunafé, en Ólafía fékk tæpar 103 þúsund dollara fyrir fjórða sætið, tæpar 11 milljónir króna. Er það um 6,5 milljónum meira en hún hefði fengið fyrir að lenda í 10.-11. sæti. En það sem enn meira máli skiptir er að árangurinn fleytti henni upp í 67. sæti peningalistans. Hefði hún fengið 40 þúsund dollara væri hún nú í 91. sæti listans. Efstu 100 kylfingarnir á peningalistanum endurnýja þátttökurétt sinn á LPGA-mótaröðinni en efstu 80 komast í efsta flokk í forgangsröðun kylfinga á tímabilinu og því eftir miklu að sækjast að vera í þeim hópi. Sjá einnig: Ólafía fékk rúmar 10 milljónir | Komin í 67. sæti peningalistans Örninn hennar Ólafíu var því gríðarlega mikils virði, ekki aðeins peninganna vegna heldur einnig vegna stöðu hennar á listanum sem öllu ræður um þátttöku kylfinga á mótaröð næsta tímabils. Höggið hennar Ólafíu má sjá hér fyrir neðan.
Golf Tengdar fréttir Örn á lokaholunni skaut Ólafíu upp í þriðja sætið Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á fjórum höggum undir pari á hringnum og alls ellefu höggum undir pari á lokadegi Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu. 9. september 2017 19:15 Ólafía: Sá þetta fyrir mér og þetta tókst Ólafía Þórunn Kristinsdóttir um vippið magnaða á átjándu holu í Indiana í dag. 9. september 2017 22:16 Ólafía fékk rúmar 10 milljónir | Komin í 67. sæti peningalistans Glæsilegur árangur Ólafíu Kristinsdóttur sem meira en tvöfaldaði verðlaunafé sitt á LPGA-mótaröðinni. 9. september 2017 22:29 Sjáðu magnað vipp Ólafíu fyrir erni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vippaði fyrir erni á átjándu holu á LPGA-mótaröðinni í dag. 9. september 2017 22:05 Ólafía Þórunn ein í fjórða sæti í Indianapolis Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lauk leik í fjórða sæti á Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu með sigri Lexi Thompson en örn Ólafíu á lokaholunni kom henni úr tíunda sæti í það fjórða. 9. september 2017 20:18 Ólafía Þórunn: Reyndi að gera hlutina einfalt og halda mér í núinu Ólafía Þórunn var þreytt en létt í lund er íþróttadeild 365 ræddi við hana er hún var nýlent í Frakklandi eftir að hafa lent í fjórða sæti á LPGA-móti í Indianapolis deginum áður. 10. september 2017 17:30 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Örn á lokaholunni skaut Ólafíu upp í þriðja sætið Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á fjórum höggum undir pari á hringnum og alls ellefu höggum undir pari á lokadegi Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu. 9. september 2017 19:15
Ólafía: Sá þetta fyrir mér og þetta tókst Ólafía Þórunn Kristinsdóttir um vippið magnaða á átjándu holu í Indiana í dag. 9. september 2017 22:16
Ólafía fékk rúmar 10 milljónir | Komin í 67. sæti peningalistans Glæsilegur árangur Ólafíu Kristinsdóttur sem meira en tvöfaldaði verðlaunafé sitt á LPGA-mótaröðinni. 9. september 2017 22:29
Sjáðu magnað vipp Ólafíu fyrir erni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vippaði fyrir erni á átjándu holu á LPGA-mótaröðinni í dag. 9. september 2017 22:05
Ólafía Þórunn ein í fjórða sæti í Indianapolis Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lauk leik í fjórða sæti á Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu með sigri Lexi Thompson en örn Ólafíu á lokaholunni kom henni úr tíunda sæti í það fjórða. 9. september 2017 20:18
Ólafía Þórunn: Reyndi að gera hlutina einfalt og halda mér í núinu Ólafía Þórunn var þreytt en létt í lund er íþróttadeild 365 ræddi við hana er hún var nýlent í Frakklandi eftir að hafa lent í fjórða sæti á LPGA-móti í Indianapolis deginum áður. 10. september 2017 17:30