Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2017 15:34 Mark Zuckerberg og félagar hjá Facebook segja að rússnesku auglýsingarnar hafi aðeins verið lítill hluti af þeim auglýsingum sem voru keyptar fyrir kosningarnar í fyrra. Vísir/AFP Fjöldi þeirra þúsunda auglýsinga sem Rússar keyptu á Facebook í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í fyrra voru miðaðar að því að magna upp spennu á milli kynþátta og trúarhópa. Stjórnendur Facebook, stærsta samfélagsmiðils heims, hafa viðurkennt að starfsmenn þess hafi fundið að minnsta kosti 3.000 auglýsingar sem Rússar keyptu. Þær voru keyptar í gegnum 470 gervisíður og reikninga fyrir að minnsta kosti hundrað þúsund dollara. Hluti auglýsinganna virðist hafa haft það að markmiði að ala á sundrungu í bandarísku samfélagi. Washington Post hefur eftir fólki sem þekkir til auglýsinganna að sumar þeirra hafi farið lofsamlegum orðum um baráttuhópa svartra eins og Líf svartra skipta máli en í öðrum hafi því verið haldið fram að sömu hópar væru vaxandi pólitísk ógn. Í enn öðrum var athygli vakin á stuðningi múslimakvenna við Hillary Clinton. Auglýsingarnar birtust ólíkum hópum notenda sem voru skilgreindir út frá pólitískum og lýðfræðilegum einkennum þeirra. Leyniþjónustunefndir Bandaríkjaþings ætla að fara yfir auglýsingarnar sem Facebook hefur afhent upplýsingar um á næstu vikum.Bandarískir rannsakendur kanna nú hvort að forsetaframboð Trump hafi staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Frá fundi Trump með sendiherra og utanríkisráðherra Rússlands í vor.Vísir/AFPEkki yfirlýst beint að kosningunumSundrungaráróðrinum sem Rússar keyptu er sagður svipa til málflutnings Donalds Trump og stuðningsmanna hans sem var dreift á samfélagsmiðlum og hægrisinnuðum vefsíðum í kosningabaráttunni. Nokkrar þingnefndir og sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytins rannsaka nú hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld. Alex Stamos, yfirmaður öryggismála Facebook, lýsti því yfir fyrr í þessum mánuði að flestar auglýsinganna hafi ekki minnst beint á forsetakosningarnar eða neinn ákveðinn frambjóðanda. „Hins vegar virtust auglýsingarnar og reikningarnir beinast að því að magna upp sundrandi félagsleg og pólitísk skilaboð yfir allt pólitíska litrófið og komu inn á málefni allt frá LGBT-málum til kynþáttamála, innflytjenda og byssueignar,“ sagði Stamos í yfirlýsingu sinni. Donald Trump Tengdar fréttir Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Rússar reyndu að njósna um Macron í gegnum Facebook Njósnarar á snærum rússneskra stjórnvalda eru sagðir hafa reynt að nota gervimenn á Facebook til að snuðra um bandamenn Emmanuel Macron í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í vor. 27. júlí 2017 14:06 Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Fjöldi þeirra þúsunda auglýsinga sem Rússar keyptu á Facebook í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í fyrra voru miðaðar að því að magna upp spennu á milli kynþátta og trúarhópa. Stjórnendur Facebook, stærsta samfélagsmiðils heims, hafa viðurkennt að starfsmenn þess hafi fundið að minnsta kosti 3.000 auglýsingar sem Rússar keyptu. Þær voru keyptar í gegnum 470 gervisíður og reikninga fyrir að minnsta kosti hundrað þúsund dollara. Hluti auglýsinganna virðist hafa haft það að markmiði að ala á sundrungu í bandarísku samfélagi. Washington Post hefur eftir fólki sem þekkir til auglýsinganna að sumar þeirra hafi farið lofsamlegum orðum um baráttuhópa svartra eins og Líf svartra skipta máli en í öðrum hafi því verið haldið fram að sömu hópar væru vaxandi pólitísk ógn. Í enn öðrum var athygli vakin á stuðningi múslimakvenna við Hillary Clinton. Auglýsingarnar birtust ólíkum hópum notenda sem voru skilgreindir út frá pólitískum og lýðfræðilegum einkennum þeirra. Leyniþjónustunefndir Bandaríkjaþings ætla að fara yfir auglýsingarnar sem Facebook hefur afhent upplýsingar um á næstu vikum.Bandarískir rannsakendur kanna nú hvort að forsetaframboð Trump hafi staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Frá fundi Trump með sendiherra og utanríkisráðherra Rússlands í vor.Vísir/AFPEkki yfirlýst beint að kosningunumSundrungaráróðrinum sem Rússar keyptu er sagður svipa til málflutnings Donalds Trump og stuðningsmanna hans sem var dreift á samfélagsmiðlum og hægrisinnuðum vefsíðum í kosningabaráttunni. Nokkrar þingnefndir og sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytins rannsaka nú hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld. Alex Stamos, yfirmaður öryggismála Facebook, lýsti því yfir fyrr í þessum mánuði að flestar auglýsinganna hafi ekki minnst beint á forsetakosningarnar eða neinn ákveðinn frambjóðanda. „Hins vegar virtust auglýsingarnar og reikningarnir beinast að því að magna upp sundrandi félagsleg og pólitísk skilaboð yfir allt pólitíska litrófið og komu inn á málefni allt frá LGBT-málum til kynþáttamála, innflytjenda og byssueignar,“ sagði Stamos í yfirlýsingu sinni.
Donald Trump Tengdar fréttir Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Rússar reyndu að njósna um Macron í gegnum Facebook Njósnarar á snærum rússneskra stjórnvalda eru sagðir hafa reynt að nota gervimenn á Facebook til að snuðra um bandamenn Emmanuel Macron í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í vor. 27. júlí 2017 14:06 Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41
Rússar reyndu að njósna um Macron í gegnum Facebook Njósnarar á snærum rússneskra stjórnvalda eru sagðir hafa reynt að nota gervimenn á Facebook til að snuðra um bandamenn Emmanuel Macron í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í vor. 27. júlí 2017 14:06
Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26