Lífið

Kaleo sendir landsliðinu kveðju

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jökull Júlíusson hvetur strákana áfram!
Jökull Júlíusson hvetur strákana áfram! Twitter/Kaleo
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær stuðning úr öllum áttum í kvöld. Liðið á möguleika á að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar og er nokkuð víst að allir Íslendingar fylgist spenntir með.

Hljómsveitin Kaleo birti á Twitter færsluna „Koma svo!!!“ rétt í þessu. Með kveðjunni fylgdi mynd af Jökli Júlíussyni berum að ofan. Hann er auðvitað málaður í fánalitunum.

Ísland verður minnsta þjóðin sem hefur farið á HM, komist þeir þangað. Núverandi met er í höndum Trínidad og Tóbagó, en þar búa 1,3 milljónir manna. Ísland vann Kósóvó úti 1-2, en sá leikur var alls ekki auðveldur fyrir íslenska liðið. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin og sá um að tryggja Íslandi sigur.


Tengdar fréttir

Íslendingar þegar farnir að líta til Rússlands

Mikill áhugi er hjá Íslendingum á flugferðum til Rússlands nú þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er hársbreidd frá HM á næsta ári. Verður öðruvísi ferðalag en til Frakklands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.