Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! Anna María Jónsdóttir skrifar 9. október 2017 06:00 1001 hópurinn er hópur fagfólks frá ýmsum stofnunum samfélagsins sem láta sig velferð ungbarna varða. Hópurinn vinnur að því að fá þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum til að skrifa undir stefnuyfirlýsingu um að efla geðheilbrigðisþjónustu við ungbörn og fjölskyldur þeirra á öllum þjónustustigum heilbrigðiskerfisins fyrsta 1001 daginn í lífi barns (frá getnaði að tveggja ára aldri). Hópinn skipa fulltrúar frá Barnaverndarstofu, Barnaheillum, Embætti landlæknis, Geðsviði Landspítala, Geðverndarfélagi Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Miðstöð foreldra og barna, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands og Þerapeiu, meðferðarstofnun og foreldrum ungbarna. Verndari verkefnisins er forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson. Hópurinn hefur undirbúið vitundarvakningu um mikilvægi fyrsta 1001 dagsins í lífi ungbarns, sem hefst á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn. Vitundarvakningin stendur yfir næstu viku og lýkur með ráðstefnunni Börnin okkar á vegum Geðhjálpar þann 17. október. Hvað er svona merkilegt við fyrsta 1001 daginn? Á þeim tíma verður gríðarlegur vöxtur á heila ungbarnsins með fjölgun heilafruma og myndun taugafrumtengsla. Þetta tímabil skiptir sköpum varðandi þroska mikilvægra eiginleika og skynjunar s.s. sjónar, heyrnar, tilfinningastjórnunar, málþroska og félagslegrar færni. Heilaþroskinn er háður samskiptum ungbarns við umönnunaraðila og hvernig svörun og umönnun barnið fær. Á þessu tímabili verða til vanabundin viðbrögð við aðstæðum, t.d. við hverju barnið býst frá öðru fólki. Þannig á reynsla barnsins á þessum tíma mikinn þátt í að móta kjarnaviðhorf þess til sjálfs sín og annarra. Samskipti eins og snerting, augnsamband, gagnkvæmt hjal og leikur eru leiðir til að ná til barnsins og hafa áhrif á líðan þess. Temprun tilfinninga barnsins er mjög mikilvæg út frá lífeðlisfræðilegu sjónarmiði og hefur mikil áhrif á líkamlega þætti s.s. hjartslátt, streituhormón, vellíðunarhormón og boðefni í heilanum. Ef foreldrar glíma við streitu, áföll, geðrænan eða tilfinningavanda getur það haft neikvæð áhrif á næmi þeirra til að lesa í merki ungbarnsins og svara því á viðeigandi hátt. Slíkt er mjög streituvaldandi fyrir ungbarn. Barn sem býr við langvarandi streituástand getur þróað með sér tilfinningavanda og síðar hegðunar- og heilsufarsvanda ef ekkert er að gert.Þarfir ungbarna og foreldra hunsaðar Að verða foreldri er eitt af stærstu þroskaverkefnum lífsins. Ungbörn og foreldrar þeirra eru viðkvæmur hópur en því miður er margt í okkar samfélagi og heilbrigðiskerfi sem veldur því að þarfir þessa hóps eru hunsaðar og vanræktar. Það er samfélaginu dýrkeypt. Skýrsla frá London School of Economics upplýsir um þann kostnað sem hlýst í samfélaginu ef ekki er veitt sérhæfð geðheilbrigðisþjónusta við foreldra í fæðingarferli. Ef þessar tölur eru yfirfærðar á íslenskan veruleika kemur í ljós að 7 milljarða kostnaður verður til á hverju ári á Íslandi ef ekkert er gert. 70% af þeim kostnaði verða til vegna stuðnings og meðferðar sem barnið þarf í félags- og heilbrigðis- og skólakerfinu til 18 ára aldurs. Til að fyrirbyggja þennan kostnað þarf að verja 230 milljónum á ári til að bæta meðgönguvernd í heilsugæslu og til sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu með þverfaglegu teymi. Ég skora á íslenska stjórnmálamenn að taka höndum saman og eyrnamerkja fé á fjárlögum þessum málaflokki að fordæmi nágrannaþjóða okkar t.d. í Bretlandi og Noregi. James Heckman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, hefur sýnt fram á að fjárfesting samfélags sem fyrst á ævi einstaklings skilar mestu til baka í formi sparnaðar í kerfinu og eykur auðlegð samfélagsins með virkari þátttöku þjóðfélagsþegna. Byggjum upp geðheilbrigðisþjónustu sem mismunar ekki eftir aldri! Ungbörn geta ekki beðið!Höfundur er geðlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
1001 hópurinn er hópur fagfólks frá ýmsum stofnunum samfélagsins sem láta sig velferð ungbarna varða. Hópurinn vinnur að því að fá þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum til að skrifa undir stefnuyfirlýsingu um að efla geðheilbrigðisþjónustu við ungbörn og fjölskyldur þeirra á öllum þjónustustigum heilbrigðiskerfisins fyrsta 1001 daginn í lífi barns (frá getnaði að tveggja ára aldri). Hópinn skipa fulltrúar frá Barnaverndarstofu, Barnaheillum, Embætti landlæknis, Geðsviði Landspítala, Geðverndarfélagi Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Miðstöð foreldra og barna, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands og Þerapeiu, meðferðarstofnun og foreldrum ungbarna. Verndari verkefnisins er forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson. Hópurinn hefur undirbúið vitundarvakningu um mikilvægi fyrsta 1001 dagsins í lífi ungbarns, sem hefst á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn. Vitundarvakningin stendur yfir næstu viku og lýkur með ráðstefnunni Börnin okkar á vegum Geðhjálpar þann 17. október. Hvað er svona merkilegt við fyrsta 1001 daginn? Á þeim tíma verður gríðarlegur vöxtur á heila ungbarnsins með fjölgun heilafruma og myndun taugafrumtengsla. Þetta tímabil skiptir sköpum varðandi þroska mikilvægra eiginleika og skynjunar s.s. sjónar, heyrnar, tilfinningastjórnunar, málþroska og félagslegrar færni. Heilaþroskinn er háður samskiptum ungbarns við umönnunaraðila og hvernig svörun og umönnun barnið fær. Á þessu tímabili verða til vanabundin viðbrögð við aðstæðum, t.d. við hverju barnið býst frá öðru fólki. Þannig á reynsla barnsins á þessum tíma mikinn þátt í að móta kjarnaviðhorf þess til sjálfs sín og annarra. Samskipti eins og snerting, augnsamband, gagnkvæmt hjal og leikur eru leiðir til að ná til barnsins og hafa áhrif á líðan þess. Temprun tilfinninga barnsins er mjög mikilvæg út frá lífeðlisfræðilegu sjónarmiði og hefur mikil áhrif á líkamlega þætti s.s. hjartslátt, streituhormón, vellíðunarhormón og boðefni í heilanum. Ef foreldrar glíma við streitu, áföll, geðrænan eða tilfinningavanda getur það haft neikvæð áhrif á næmi þeirra til að lesa í merki ungbarnsins og svara því á viðeigandi hátt. Slíkt er mjög streituvaldandi fyrir ungbarn. Barn sem býr við langvarandi streituástand getur þróað með sér tilfinningavanda og síðar hegðunar- og heilsufarsvanda ef ekkert er að gert.Þarfir ungbarna og foreldra hunsaðar Að verða foreldri er eitt af stærstu þroskaverkefnum lífsins. Ungbörn og foreldrar þeirra eru viðkvæmur hópur en því miður er margt í okkar samfélagi og heilbrigðiskerfi sem veldur því að þarfir þessa hóps eru hunsaðar og vanræktar. Það er samfélaginu dýrkeypt. Skýrsla frá London School of Economics upplýsir um þann kostnað sem hlýst í samfélaginu ef ekki er veitt sérhæfð geðheilbrigðisþjónusta við foreldra í fæðingarferli. Ef þessar tölur eru yfirfærðar á íslenskan veruleika kemur í ljós að 7 milljarða kostnaður verður til á hverju ári á Íslandi ef ekkert er gert. 70% af þeim kostnaði verða til vegna stuðnings og meðferðar sem barnið þarf í félags- og heilbrigðis- og skólakerfinu til 18 ára aldurs. Til að fyrirbyggja þennan kostnað þarf að verja 230 milljónum á ári til að bæta meðgönguvernd í heilsugæslu og til sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu með þverfaglegu teymi. Ég skora á íslenska stjórnmálamenn að taka höndum saman og eyrnamerkja fé á fjárlögum þessum málaflokki að fordæmi nágrannaþjóða okkar t.d. í Bretlandi og Noregi. James Heckman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, hefur sýnt fram á að fjárfesting samfélags sem fyrst á ævi einstaklings skilar mestu til baka í formi sparnaðar í kerfinu og eykur auðlegð samfélagsins með virkari þátttöku þjóðfélagsþegna. Byggjum upp geðheilbrigðisþjónustu sem mismunar ekki eftir aldri! Ungbörn geta ekki beðið!Höfundur er geðlæknir.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun