Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. október 2017 06:00 Ekki eru allir Katalónar á því að sjálfstæði sé góð hugmynd. Mótmælendur veifuðu spænskum fánum í Barcelona í gær. Nordicphotos/AFP Fyrirhuguð sjálfstæðisyfirlýsing Katalóna er í hættu. Stjórnlagadómstóll Spánverja setti í gær lögbann á fund katalónska þingsins sem fara átti fram á mánudag og sagði fundinn, og efni hans, brot á stjórnarskrá Spánar. Úrskurðurinn kom í kjölfar þess að Sósíalistaflokkur Katalóníu kærði ákvörðunina, ekki stjórnvöld í Madrid. Flokkurinn er einkar andvígur aðskilnaði frá Spáni. Í úrskurði stjórnlagadómstólsins kom fram að ef katalónska þingið fengi að lýsa yfir sjálfstæði myndi það brjóta á rétti þingmanna Sósíalistaflokksins. Dómstóllinn úrskurðaði kosningar síðasta sunnudags, sem ofbeldi af hálfu lögregluþjóna setti svartan blett á, einnig ólöglegar. Sú ákvörðun kom þó í kjölfar kæru frá spænsku ríkisstjórninni. Um níutíu prósent kusu með sjálfstæði á sunnudaginn en kjörsókn var rúmlega fjörutíu prósent. Samkvæmt CNN er líklegt að spænsk stjórnvöld myndu bregðast við einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu með því að svipta héraðið öllum sjálfsstjórnarrétti. Óvissan um framtíð bæði Katalóníu og Spánar hefur þó áhrif víðar en á katalónska þinginu. Verð hlutabréfa í spænsku kauphöllinni hefur lækkað um nærri fimm prósent frá því á sunnudag og hafa fá ríki í heiminum átt jafnslæma viku þegar kemur að verði hlutabréfa. Kenneth Rapoza, viðskiptablaðamaður Forbes, túlkar tíðindin sem svo að markaðsöflin séu að veðja á að Katalónía verði sjálfstætt ríki. Það kæmi sér illa fyrir Spán og spænsk fyrirtæki þar sem Katalónía er næstfjölmennasta og eitt auðugasta hérað Spánar. Bankinn Sabadell, sem er með höfuðstöðvar í Katalóníu, greindi frá því í gær að verið væri að skoða hvort hentugast væri að flytja bankann til einhvers annars héraðs á Spáni vegna ástandsins. Var stjórn fyrirtækisins kölluð óvænt saman í gær til að ræða málið. Spænska dagblaðið El País greindi frá því eftir fundinn að ákveðið hefði verið að flytja höfuðstöðvarnar til Alicante. Slíkt hið sama hugleiðir CaixaBank, sem er með höfuðstöðvar í Barcelona. Samkvæmt BBC er helsta ástæða þessara vangaveltna bankanna sú að ef Katalónía klyfi sig frá Spáni myndu katalónsk fyrirtæki ekki starfa innan evrusvæðisins né undir yfirsjón Seðlabanka Evrópu. Í samtali við CNN vildi talsmaður CaixaBank ekki tjá sig um mögulega flutninga en sagði að ráðist yrði í nauðsynlegar aðgerðir þegar þeirra væri þörf. Bankinn stefndi að því að vernda hagsmuni viðskiptavina sinna, hluthafa og starfsmanna. Jafnframt segir í úttekt miðilsins að takist Katalónum að kljúfa sig frá Spáni sé líklegt að dyrnar að Evrópusambandinu lokist og öryggisnet sem eru til staðar fyrir banka innan Evrópusambandsins geti ekki verndað katalónska banka. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Fyrirhuguð sjálfstæðisyfirlýsing Katalóna er í hættu. Stjórnlagadómstóll Spánverja setti í gær lögbann á fund katalónska þingsins sem fara átti fram á mánudag og sagði fundinn, og efni hans, brot á stjórnarskrá Spánar. Úrskurðurinn kom í kjölfar þess að Sósíalistaflokkur Katalóníu kærði ákvörðunina, ekki stjórnvöld í Madrid. Flokkurinn er einkar andvígur aðskilnaði frá Spáni. Í úrskurði stjórnlagadómstólsins kom fram að ef katalónska þingið fengi að lýsa yfir sjálfstæði myndi það brjóta á rétti þingmanna Sósíalistaflokksins. Dómstóllinn úrskurðaði kosningar síðasta sunnudags, sem ofbeldi af hálfu lögregluþjóna setti svartan blett á, einnig ólöglegar. Sú ákvörðun kom þó í kjölfar kæru frá spænsku ríkisstjórninni. Um níutíu prósent kusu með sjálfstæði á sunnudaginn en kjörsókn var rúmlega fjörutíu prósent. Samkvæmt CNN er líklegt að spænsk stjórnvöld myndu bregðast við einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu með því að svipta héraðið öllum sjálfsstjórnarrétti. Óvissan um framtíð bæði Katalóníu og Spánar hefur þó áhrif víðar en á katalónska þinginu. Verð hlutabréfa í spænsku kauphöllinni hefur lækkað um nærri fimm prósent frá því á sunnudag og hafa fá ríki í heiminum átt jafnslæma viku þegar kemur að verði hlutabréfa. Kenneth Rapoza, viðskiptablaðamaður Forbes, túlkar tíðindin sem svo að markaðsöflin séu að veðja á að Katalónía verði sjálfstætt ríki. Það kæmi sér illa fyrir Spán og spænsk fyrirtæki þar sem Katalónía er næstfjölmennasta og eitt auðugasta hérað Spánar. Bankinn Sabadell, sem er með höfuðstöðvar í Katalóníu, greindi frá því í gær að verið væri að skoða hvort hentugast væri að flytja bankann til einhvers annars héraðs á Spáni vegna ástandsins. Var stjórn fyrirtækisins kölluð óvænt saman í gær til að ræða málið. Spænska dagblaðið El País greindi frá því eftir fundinn að ákveðið hefði verið að flytja höfuðstöðvarnar til Alicante. Slíkt hið sama hugleiðir CaixaBank, sem er með höfuðstöðvar í Barcelona. Samkvæmt BBC er helsta ástæða þessara vangaveltna bankanna sú að ef Katalónía klyfi sig frá Spáni myndu katalónsk fyrirtæki ekki starfa innan evrusvæðisins né undir yfirsjón Seðlabanka Evrópu. Í samtali við CNN vildi talsmaður CaixaBank ekki tjá sig um mögulega flutninga en sagði að ráðist yrði í nauðsynlegar aðgerðir þegar þeirra væri þörf. Bankinn stefndi að því að vernda hagsmuni viðskiptavina sinna, hluthafa og starfsmanna. Jafnframt segir í úttekt miðilsins að takist Katalónum að kljúfa sig frá Spáni sé líklegt að dyrnar að Evrópusambandinu lokist og öryggisnet sem eru til staðar fyrir banka innan Evrópusambandsins geti ekki verndað katalónska banka.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira