Benz fjárfestir í háhraðahreðslutækni Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2017 09:00 StoreDot rafhlöður er ætlað að leysa af hólmi lithium ion tæknina Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz hefur fjárfest í ísraelska fyrirtækinu StoreDot sem er að þróa rafhlöður sem má fullhlaða á 5 mínútum. StoreDot hefur tekist að safna 6,4 milljarða fjárfestingum til þróunar þessara rafhlaða frá aðilum eins og Samsung og Roman Abramovich eiganda Chelsea og nú Benz. StoreDot kallar þessar byltingarkenndu rafhlöður FlashBattery og er þeim ætlað að leysa af hólmi lithium ion tæknina í framleiðslu rafhlaða. Mercedes Benz hefur þá trú að þessar nýju rafhlöður muni í komandi framtíð verða í rafmagnsbílum sínum. Daimler hefur ekki lagt í vana sinn að fjárfesta mikið utan heimalandsins Þýskalands og ætti það að sýna hve mikla trú fyrirtækið hefur á þessari nýju tækni StoreDot. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent
Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz hefur fjárfest í ísraelska fyrirtækinu StoreDot sem er að þróa rafhlöður sem má fullhlaða á 5 mínútum. StoreDot hefur tekist að safna 6,4 milljarða fjárfestingum til þróunar þessara rafhlaða frá aðilum eins og Samsung og Roman Abramovich eiganda Chelsea og nú Benz. StoreDot kallar þessar byltingarkenndu rafhlöður FlashBattery og er þeim ætlað að leysa af hólmi lithium ion tæknina í framleiðslu rafhlaða. Mercedes Benz hefur þá trú að þessar nýju rafhlöður muni í komandi framtíð verða í rafmagnsbílum sínum. Daimler hefur ekki lagt í vana sinn að fjárfesta mikið utan heimalandsins Þýskalands og ætti það að sýna hve mikla trú fyrirtækið hefur á þessari nýju tækni StoreDot.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent