Að kjósa þenslu Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. október 2017 06:00 Hversu stór hluti kjósenda verðlaunar ábyrga hagstjórn og hversu margir kjósendur fara í vegið hagsmunamat á valkostum í aðdraganda kosninga? Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýstu andstöðu við fjárlagafrumvarpið þegar það kom fram fyrr í haust. Þorsteinn Pálsson, einn af helstu áhrifamönnum Viðreisnar, túlkaði andstöðuna þannig í sjónvarpsviðtali á Hringbraut á dögunum að fjárlagafrumvarpið hefði líklega ekki notið meirihlutastuðnings. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi þannig verið búnir að ákveða að fella fjárlagafrumvarpið og þar með ríkisstjórnarsamstarfið fyrir jól. Þessi greining á stöðu mála er langsótt. Í fyrsta lagi lá ekkert fyrir um andstöðu við fjárlagafrumvarpið nema í viðtölum einstakra þingmanna við fjölmiðla. Í öðru lagi verður að teljast líklegt að frumvarpinu hefði verið breytt í meðförum þingsins ef það stefndi í að það nyti ekki stuðnings meirihlutans. Hins vegar hafa þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem lýstu andstöðu við fjárlagafrumvarpið og þeir sem hafa kallað eftir skattalækkunum í núverandi efnahagsárferði í raun lýst því yfir að þeir ætli ekki að standa vörð um þann fjármálastöðugleika sem er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að hafa íslenska krónu sem gjaldmiðil í hagkerfi sem er laust úr viðjum fjármagnshafta. Í raun var fjárlagafrumvarpið besta þingmálið sem fráfarandi ríkisstjórn lagði fram á stuttum starfstíma sínum. Frumvarpið hljóðar upp á 44 milljarða króna afgang og var í samræmi við athugasemdir og tilmæli Seðlabanka Íslands og alþjóðlegra stofnana eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Hagvöxtur hér á landi var 7,2 prósent í fyrra sem er meiri hagvöxtur en í nokkru öðru OECD-ríki. Hagvöxturinn var 4,3 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Það hefði verið glórulaus hagstjórn og fullkomlega ábyrgðarlaust að lækka skatta við þessar aðstæður enda hefði slík aðgerð ýtt enn frekar undir þenslu í hagkerfinu. Margir flokkanna sem bjóða fram hafa boðað stóraukin ríkisútgjöld. Aukin útgjöld ríkisins ýta undir þenslu og verðbólgu. Nýleg löggjöf um opinber fjármál mun girða fyrir að flokkarnir sem verða í næstu ríkisstjórn geti hagað ríkisfjármálastefnunni eftir hentisemi og virt að vettugi leiðarvísa ábyrgrar hagstjórnar. Engu að síður er ástæða til að hafa áhyggjur. Málamiðlanir til að tryggja starfhæfa ríkisstjórn í fjölflokkakerfinu gætu reynst kostnaðarsamar fyrir skattgreiðendur og sett efnahagslegan stöðugleika í uppnám. Fylgisþróun flokkanna í skoðanakönnunum veitir vísbendingar um að ríkisfjármálastefnan sé ekki ofarlega í hugum kjósenda. Óháð stuðningi við einstaka flokka er mikilvægt að kjósendur geri sér grein fyrir að atkvæði með auknum ríkisútgjöldum mun til lengri tíma ýta undir óstöðugleika í hagkerfinu hér á landi og veikja þá vinnu sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum til að styrkja umgjörð peningastefnunnar. Án ábyrgrar stefnu í ríkisfjármálum verður aldrei hægt að treysta stoðir velferðarkerfisins til langframa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Hversu stór hluti kjósenda verðlaunar ábyrga hagstjórn og hversu margir kjósendur fara í vegið hagsmunamat á valkostum í aðdraganda kosninga? Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýstu andstöðu við fjárlagafrumvarpið þegar það kom fram fyrr í haust. Þorsteinn Pálsson, einn af helstu áhrifamönnum Viðreisnar, túlkaði andstöðuna þannig í sjónvarpsviðtali á Hringbraut á dögunum að fjárlagafrumvarpið hefði líklega ekki notið meirihlutastuðnings. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi þannig verið búnir að ákveða að fella fjárlagafrumvarpið og þar með ríkisstjórnarsamstarfið fyrir jól. Þessi greining á stöðu mála er langsótt. Í fyrsta lagi lá ekkert fyrir um andstöðu við fjárlagafrumvarpið nema í viðtölum einstakra þingmanna við fjölmiðla. Í öðru lagi verður að teljast líklegt að frumvarpinu hefði verið breytt í meðförum þingsins ef það stefndi í að það nyti ekki stuðnings meirihlutans. Hins vegar hafa þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem lýstu andstöðu við fjárlagafrumvarpið og þeir sem hafa kallað eftir skattalækkunum í núverandi efnahagsárferði í raun lýst því yfir að þeir ætli ekki að standa vörð um þann fjármálastöðugleika sem er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að hafa íslenska krónu sem gjaldmiðil í hagkerfi sem er laust úr viðjum fjármagnshafta. Í raun var fjárlagafrumvarpið besta þingmálið sem fráfarandi ríkisstjórn lagði fram á stuttum starfstíma sínum. Frumvarpið hljóðar upp á 44 milljarða króna afgang og var í samræmi við athugasemdir og tilmæli Seðlabanka Íslands og alþjóðlegra stofnana eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Hagvöxtur hér á landi var 7,2 prósent í fyrra sem er meiri hagvöxtur en í nokkru öðru OECD-ríki. Hagvöxturinn var 4,3 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Það hefði verið glórulaus hagstjórn og fullkomlega ábyrgðarlaust að lækka skatta við þessar aðstæður enda hefði slík aðgerð ýtt enn frekar undir þenslu í hagkerfinu. Margir flokkanna sem bjóða fram hafa boðað stóraukin ríkisútgjöld. Aukin útgjöld ríkisins ýta undir þenslu og verðbólgu. Nýleg löggjöf um opinber fjármál mun girða fyrir að flokkarnir sem verða í næstu ríkisstjórn geti hagað ríkisfjármálastefnunni eftir hentisemi og virt að vettugi leiðarvísa ábyrgrar hagstjórnar. Engu að síður er ástæða til að hafa áhyggjur. Málamiðlanir til að tryggja starfhæfa ríkisstjórn í fjölflokkakerfinu gætu reynst kostnaðarsamar fyrir skattgreiðendur og sett efnahagslegan stöðugleika í uppnám. Fylgisþróun flokkanna í skoðanakönnunum veitir vísbendingar um að ríkisfjármálastefnan sé ekki ofarlega í hugum kjósenda. Óháð stuðningi við einstaka flokka er mikilvægt að kjósendur geri sér grein fyrir að atkvæði með auknum ríkisútgjöldum mun til lengri tíma ýta undir óstöðugleika í hagkerfinu hér á landi og veikja þá vinnu sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum til að styrkja umgjörð peningastefnunnar. Án ábyrgrar stefnu í ríkisfjármálum verður aldrei hægt að treysta stoðir velferðarkerfisins til langframa.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun