Ekkert kjöt á matseðlinum Guðný Hrönn skrifar 19. október 2017 10:15 Þjálfarinn Þórdís Ása er með meistaragráðu í íþrótta- og heilsufræði. vísir/eyþór Einkaþjálfarinn og grænmetisætan Þórdís Ása Dungal hefur undanfarið vakið athygli fyrir að benda á að það sé óþarfi að borða kjöt til að byggja vöðvamassa og vera í góðu líkamlegu formi. Lífið leitaði til hennar og fékk að vita nákvæmlega hvað það er sem hún borðar. „Mataræði mitt byggist helst á fræjum, berjum, ávöxtum og grænmeti. Allar máltíðirnar mínar eru stórar því maður þarf að borða mikið ef maður ætlar að byggja upp vöðvamassa,“ segir þjálfarinn Þórdís Ása Dungal. Hún borðar ekki kjöt og segir það alls ekki há sér í líkamsræktinni.Morgunmatur Ég fæ mér alltaf stóran morgunmat um leið og ég vakna sem er oftast mjög snemma. Ég undirbý hann alltaf kvöldið áður með því að setja chia-fræ, hörfræ, hampfræ og graskersfræ í vatn. Ég bæti svo frosnum hindberjum og brómberjum ofan á og læt það standa yfir nóttina. Þá eru fræin tilbúin og berin þiðin um morguninn. Ég borða þetta með ferskum vínberjum. Mér finnst gott að bragðbæta grautinn með vanillueða karamellustevíu. Ef ég þarf að kenna eða æfa snemma þá borða ég minna og fæ mér þetta síðan eftir á. En ég hef vanið líkamann á það að fá mikinn mat þegar ég vakna. Að borða morgunmat kemur líkamsstarfseminni í gang og kemur jafnvægi á blóðsykurinn.Hádegismatur Þegar ég vakna mjög snemma þá borða ég hádegismatinn um tíuleytið. Hann er svipaður og morgunmaturinn; mikið af fræjum, berjum og svo bæti ég við próteini. Hér set ég aftur öll fræin út í vatn, skelli svo slatta af bláberjum og jarðarberjum út á og svo mysupróteini. Ef mann vantar eitthvað þá er í raun hægt að bæta hverju sem er út í þetta. KvöldmaturÉg borða síðustu máltíðina mína yfir daginn fyrir kl. 17.00. Hún inniheldur oftast mikið grænmeti. Eftir það fasta ég þar til næsta morgun og þess vegna er mikilvægt fyrir mig að borða mikið innan þessa tímaramma. Mér finnst rosalega gott að fá mér tortilla með grænmeti. Þá elda ég sveppi og lauk saman á pönnu og krydda. Svo skelli ég þessu í tortilla-pönnuköku með fersku spínati, papriku, tómötum og smá Sriracha-sósu. Sjálf er ég ekki hrifin af baunum en þær myndu henta vel í svona. Millimál Í millimál fæ ég mér yfirleitt bara ferskan ávöxt eða próteinríkt brauð. Bananar eru í miklu uppáhaldi hjá mér, en mér finnst líka gott að grípa í tómat eða papriku. Ég er ekki hrifin af booztum eða neinum fljótandi mat. Að borða er vandmeðfarið ferli og maður á aldrei að drífa sig. Það fara af stað alls konar heilaboð við það að borða sem hafa áhrif á það hvernig líkaminn vinnur úr fæðunni. Svo er líka bara miklu betra að njóta matarins. Ása bendir áhugasömum á að fylgjast með sér á Snapchat undir notendanafninu disadungal.„Þar er ég dugleg að gefa góð ráð og koma með hugmyndir að mataræði og æfingum.“ Heilsa Matur Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Einkaþjálfarinn og grænmetisætan Þórdís Ása Dungal hefur undanfarið vakið athygli fyrir að benda á að það sé óþarfi að borða kjöt til að byggja vöðvamassa og vera í góðu líkamlegu formi. Lífið leitaði til hennar og fékk að vita nákvæmlega hvað það er sem hún borðar. „Mataræði mitt byggist helst á fræjum, berjum, ávöxtum og grænmeti. Allar máltíðirnar mínar eru stórar því maður þarf að borða mikið ef maður ætlar að byggja upp vöðvamassa,“ segir þjálfarinn Þórdís Ása Dungal. Hún borðar ekki kjöt og segir það alls ekki há sér í líkamsræktinni.Morgunmatur Ég fæ mér alltaf stóran morgunmat um leið og ég vakna sem er oftast mjög snemma. Ég undirbý hann alltaf kvöldið áður með því að setja chia-fræ, hörfræ, hampfræ og graskersfræ í vatn. Ég bæti svo frosnum hindberjum og brómberjum ofan á og læt það standa yfir nóttina. Þá eru fræin tilbúin og berin þiðin um morguninn. Ég borða þetta með ferskum vínberjum. Mér finnst gott að bragðbæta grautinn með vanillueða karamellustevíu. Ef ég þarf að kenna eða æfa snemma þá borða ég minna og fæ mér þetta síðan eftir á. En ég hef vanið líkamann á það að fá mikinn mat þegar ég vakna. Að borða morgunmat kemur líkamsstarfseminni í gang og kemur jafnvægi á blóðsykurinn.Hádegismatur Þegar ég vakna mjög snemma þá borða ég hádegismatinn um tíuleytið. Hann er svipaður og morgunmaturinn; mikið af fræjum, berjum og svo bæti ég við próteini. Hér set ég aftur öll fræin út í vatn, skelli svo slatta af bláberjum og jarðarberjum út á og svo mysupróteini. Ef mann vantar eitthvað þá er í raun hægt að bæta hverju sem er út í þetta. KvöldmaturÉg borða síðustu máltíðina mína yfir daginn fyrir kl. 17.00. Hún inniheldur oftast mikið grænmeti. Eftir það fasta ég þar til næsta morgun og þess vegna er mikilvægt fyrir mig að borða mikið innan þessa tímaramma. Mér finnst rosalega gott að fá mér tortilla með grænmeti. Þá elda ég sveppi og lauk saman á pönnu og krydda. Svo skelli ég þessu í tortilla-pönnuköku með fersku spínati, papriku, tómötum og smá Sriracha-sósu. Sjálf er ég ekki hrifin af baunum en þær myndu henta vel í svona. Millimál Í millimál fæ ég mér yfirleitt bara ferskan ávöxt eða próteinríkt brauð. Bananar eru í miklu uppáhaldi hjá mér, en mér finnst líka gott að grípa í tómat eða papriku. Ég er ekki hrifin af booztum eða neinum fljótandi mat. Að borða er vandmeðfarið ferli og maður á aldrei að drífa sig. Það fara af stað alls konar heilaboð við það að borða sem hafa áhrif á það hvernig líkaminn vinnur úr fæðunni. Svo er líka bara miklu betra að njóta matarins. Ása bendir áhugasömum á að fylgjast með sér á Snapchat undir notendanafninu disadungal.„Þar er ég dugleg að gefa góð ráð og koma með hugmyndir að mataræði og æfingum.“
Heilsa Matur Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira