Meira hugrekki Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. október 2017 07:00 „Það er ekkert til sem heitir samfélag. Aðeins einstaklingar, karlar og konur og fjölskyldur þeirra.“ Þessi fleygu orð Margrétar Thatcher vöktu gríðarlega athygli og umtal árið 1987 og sundruðu nær bresku samfélagi. Pólitískir andstæðingar Thatcher voru duglegir að rifja upp fyrri málslið ummælanna en sleppa þeim síðari til að draga upp skakka mynd af því sem hún sagði. Ef til vill var tilgangur Thatcher með ummælunum öðru fremur ögrun enda lét hún þau falla í blaðaviðtali þar sem hún var að kalla eftir aukinni ábyrgð einstaklingsins. Nær öruggt má telja að slík ummæli myndu falla í grýttan jarðveg í velferðarríkjum Norðurlandanna. Ekki síst á Íslandi sem hefur grundvallast á sterku samfélagi og samhjálp frá þjóðveldisöld. Í þessari staðreynd kristallast eðlismunur á okkar samfélagi og öðrum samfélögum Vesturlanda þar sem ójöfnuður er mun meiri. Stjórnmálamenningin á Íslandi stendur samt frammi fyrir sama vandamáli og stjórnmál í öðrum vestrænum ríkjum. Vandamálið felst í skorti á heiðarleika og skorti á sjálfsöryggi. Það gerist of oft að stjórnmálamenn hafa ekki hugrekki til að segja meiningu sína og koma hreint fram í umdeildum málum því þeir óttast að lenda í gapastokki almenningsálitsins sem er opinn allan sólarhringinn á samfélagsmiðlum. Stjórnmálamenn segja meiningu sína í einkasamtölum við fréttamenn en svo þegar búið er að kveikja á upptökuvélinni breytist svarið í ljóðrænan spuna sem þeir telja að nái eyrum kjósenda betur. Stjórnmálamenn sem gera þetta eru fastir í hjólförum þankagangs eigin stéttar. Því dæmin sýna að það er rík eftirspurn eftir einlægu fólki í pólitík sem þorir að viðurkenna þekkingarleysi sitt og veikleika en er um leið tilbúið að sýna hugrekki í umdeildum málum og jafnvel ögra eins og Margrét Thatcher. Í raun vantar fleiri stjórnmálamenn sem eru óhræddir við að vera leiðindapúkar. Það er betra að hafa heiðarlega leiðindapúka á Alþingi sem kjósendur vita hvar standa en óheiðarlega þingmenn sem haga seglum eftir vindi, segja það sem best hljómar hverju sinni og efna sjaldan loforð. Í aðdraganda kosninga hefur komið fram að flokkarnir eru sammála í mörgum stórum málum. Þetta fór ekki fram hjá neinum sem sat fund Samtaka iðnaðarins í Hörpu á þriðjudag þar sem nánast enginn málaefnaágreiningur var á milli fulltrúa flokkanna í mikilvægum málaflokkum eins og menntamálum. Í ljósi þess hvað flokkarnir eru sammála munu þessar kosningar kannski öðrum þræði snúast um persónur fremur en stefnu. Þær raddir heyrast víða að kjósendur óttist að atkvæði þeirra fari forgörðum ef þeir kjósa flokka sem eiga á hættu að þurrkast út vegna 5 prósenta þröskuldsins. Þeir kjósendur sem hugsa svona eru á algjörum villigötum í lífinu. Þeir eru farnir að láta hjarðhegðun og tískusveiflur í pólitíkinni vega þyngra á metunum en eigin sannfæringu. Löggjafinn á að endurspegla þjóðarviljann. Kjósendur verða að skynja ábyrgð sína, treysta sannfæringu sinni og ráðstafa atkvæði sínu í samræmi við hana.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
„Það er ekkert til sem heitir samfélag. Aðeins einstaklingar, karlar og konur og fjölskyldur þeirra.“ Þessi fleygu orð Margrétar Thatcher vöktu gríðarlega athygli og umtal árið 1987 og sundruðu nær bresku samfélagi. Pólitískir andstæðingar Thatcher voru duglegir að rifja upp fyrri málslið ummælanna en sleppa þeim síðari til að draga upp skakka mynd af því sem hún sagði. Ef til vill var tilgangur Thatcher með ummælunum öðru fremur ögrun enda lét hún þau falla í blaðaviðtali þar sem hún var að kalla eftir aukinni ábyrgð einstaklingsins. Nær öruggt má telja að slík ummæli myndu falla í grýttan jarðveg í velferðarríkjum Norðurlandanna. Ekki síst á Íslandi sem hefur grundvallast á sterku samfélagi og samhjálp frá þjóðveldisöld. Í þessari staðreynd kristallast eðlismunur á okkar samfélagi og öðrum samfélögum Vesturlanda þar sem ójöfnuður er mun meiri. Stjórnmálamenningin á Íslandi stendur samt frammi fyrir sama vandamáli og stjórnmál í öðrum vestrænum ríkjum. Vandamálið felst í skorti á heiðarleika og skorti á sjálfsöryggi. Það gerist of oft að stjórnmálamenn hafa ekki hugrekki til að segja meiningu sína og koma hreint fram í umdeildum málum því þeir óttast að lenda í gapastokki almenningsálitsins sem er opinn allan sólarhringinn á samfélagsmiðlum. Stjórnmálamenn segja meiningu sína í einkasamtölum við fréttamenn en svo þegar búið er að kveikja á upptökuvélinni breytist svarið í ljóðrænan spuna sem þeir telja að nái eyrum kjósenda betur. Stjórnmálamenn sem gera þetta eru fastir í hjólförum þankagangs eigin stéttar. Því dæmin sýna að það er rík eftirspurn eftir einlægu fólki í pólitík sem þorir að viðurkenna þekkingarleysi sitt og veikleika en er um leið tilbúið að sýna hugrekki í umdeildum málum og jafnvel ögra eins og Margrét Thatcher. Í raun vantar fleiri stjórnmálamenn sem eru óhræddir við að vera leiðindapúkar. Það er betra að hafa heiðarlega leiðindapúka á Alþingi sem kjósendur vita hvar standa en óheiðarlega þingmenn sem haga seglum eftir vindi, segja það sem best hljómar hverju sinni og efna sjaldan loforð. Í aðdraganda kosninga hefur komið fram að flokkarnir eru sammála í mörgum stórum málum. Þetta fór ekki fram hjá neinum sem sat fund Samtaka iðnaðarins í Hörpu á þriðjudag þar sem nánast enginn málaefnaágreiningur var á milli fulltrúa flokkanna í mikilvægum málaflokkum eins og menntamálum. Í ljósi þess hvað flokkarnir eru sammála munu þessar kosningar kannski öðrum þræði snúast um persónur fremur en stefnu. Þær raddir heyrast víða að kjósendur óttist að atkvæði þeirra fari forgörðum ef þeir kjósa flokka sem eiga á hættu að þurrkast út vegna 5 prósenta þröskuldsins. Þeir kjósendur sem hugsa svona eru á algjörum villigötum í lífinu. Þeir eru farnir að láta hjarðhegðun og tískusveiflur í pólitíkinni vega þyngra á metunum en eigin sannfæringu. Löggjafinn á að endurspegla þjóðarviljann. Kjósendur verða að skynja ábyrgð sína, treysta sannfæringu sinni og ráðstafa atkvæði sínu í samræmi við hana.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun