Lífið

Fréttaþulur BBC átti erfitt með að segja fréttir af barni Katrínar og Vilhjálms

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Fréttaþulurinn Simon McCoy rataði sjálfur í fréttirnar í dag í annað skipti vegna frásagnarstíls.
Fréttaþulurinn Simon McCoy rataði sjálfur í fréttirnar í dag í annað skipti vegna frásagnarstíls. Skjáskot
Simon McCoy, fréttaþulur BBC, átti erfitt með að láta eins og það væru spennandi fréttir að vita hvenær barn Katrínar, hertogaynju af Cambridge, og Vilhjálms, hertogans af Cambridge er væntanlegt í heiminn. Eins og við sögðum frá á Vísi fyrr í dag sendi Kensington höll frá sér tilkynningu um að barn Vilhjálms og Katrínar væri væntanlegt í apríl.

Þetta fannst fréttamanni BBC mjög óáhugavert og var mjög augljóst að honum fannst fáránlegt að þurfa að segja fréttir af þessu í beinni. Á sama tíma birtist texti um þetta á skjánum merkt BREAKING NEWS. Simon flissar í útsendingunni eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi fréttaþulur á erfitt með að sína áhuga á frétt sem hann þarf að segja frá. Í ágúst komst hann í fréttirnar fyrir fréttaflutning sinn af Heimameistarmótinu í brimbrettareið hunda.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.