Google Maps færir sig út í sólkerfið með hjálp Íslendings Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2017 11:00 Örnefni á hnöttum eins og Plútó birtast þegar kort af þeim eru opnuð hjá Google. Ekki er þó hægt að slá nöfn hnattanna inn í leit Google Maps heldur eru þeir á sérsíðu. Google Reikistjörnur og tungl í sólkerfinu okkar eru nú aðgengileg í kortaþjónustu Google. Björn Jónsson, íslenskur áhugamaður, á heiðurinn á smíði korta af nokkrum hnöttum í sólkerfinu sem Google nýtir nú. Alls er nú hægt að skoða sautján heima í sólkerfinu á sérstakri geimsíðu á kortavef Google. Þeirra á meðal eru bergreikistjörnurnar fjórar í innra sólkerfinu, tungl gasrisanna og dvergreikistjörnurnar Plútó og Ceres. Með kortunum er hægt að þysja inn að Ólympusfjalli á Mars, hæsta fjalli sólkerfisins, skyggnast undir þykkan lofthjúp Títans, stærsta tungls Satúrnusar og þess eina í sólkerfinu sem er hjúpað andrúmslofti, og dást að sprunginni ísskorpu Evrópu, tungls Júpíters þar sem vísindamenn telja að víðáttumikið neðanjarðarhaf leynist. Björn notaði myndir frá geimförunum Voyager 2 og Galileo til að setja saman nákvæmasta kortið sem til er af yfirborði ístunglsins Evrópu.NASA/JPL/Björn Jónsson Í bloggfærslu Google eru Birni færðar sérstakar þakkir fyrir að hafa sett saman kort af tunglunum Evrópu, Ganýmedesi, Rheu og Mímasi úr myndum frá könnunarförum bandarísku og evrópsku geimvísindastofnannana NASA og ESA. Björn er tölvunarfræðingur sem hefur nýtt frítíma sinn til að vinna myndir af hnöttum sólkerfisins sem könnunarför eins og Voyager og Juno hafa tekið. Hann hefur meðal annars smíðað sín eigin forrit til verksins. NASA deildi meðal annars mynd Juno-geimfarsins af Stóra rauða bletti Júpíters sem Björn vann á samfélagsmiðlasíðum sínum í júlí. Google Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Íslenskur tölvunarfræðingur vinnur einstakar myndir af Júpíter Nýjar myndir frá bandaríska geimfarinu Juno af reikistjörnunni Júpíter hafa afhjúpað áður óséð landslag í lofthjúpi gasrisans. Það er ekki síst fólki eins og Birni Jónssyni tölvunarfræðingi að þakka. Björn tilheyrir samfélagi áhugamanna um allan heim sem nýta frítíma sinn til að vinna myndir frá geimförum. 20. júlí 2017 09:00 NASA deilir mynd íslensks tölvunarfræðings af Júpíter Þúsundir manna hafa deilt og líkað við mynd sem Björn Jónsson, tölvunarfræðingur, vann af Stóra rauða bletti Júpíters eftir að NASA deildi henni á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. 28. júlí 2017 10:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Reikistjörnur og tungl í sólkerfinu okkar eru nú aðgengileg í kortaþjónustu Google. Björn Jónsson, íslenskur áhugamaður, á heiðurinn á smíði korta af nokkrum hnöttum í sólkerfinu sem Google nýtir nú. Alls er nú hægt að skoða sautján heima í sólkerfinu á sérstakri geimsíðu á kortavef Google. Þeirra á meðal eru bergreikistjörnurnar fjórar í innra sólkerfinu, tungl gasrisanna og dvergreikistjörnurnar Plútó og Ceres. Með kortunum er hægt að þysja inn að Ólympusfjalli á Mars, hæsta fjalli sólkerfisins, skyggnast undir þykkan lofthjúp Títans, stærsta tungls Satúrnusar og þess eina í sólkerfinu sem er hjúpað andrúmslofti, og dást að sprunginni ísskorpu Evrópu, tungls Júpíters þar sem vísindamenn telja að víðáttumikið neðanjarðarhaf leynist. Björn notaði myndir frá geimförunum Voyager 2 og Galileo til að setja saman nákvæmasta kortið sem til er af yfirborði ístunglsins Evrópu.NASA/JPL/Björn Jónsson Í bloggfærslu Google eru Birni færðar sérstakar þakkir fyrir að hafa sett saman kort af tunglunum Evrópu, Ganýmedesi, Rheu og Mímasi úr myndum frá könnunarförum bandarísku og evrópsku geimvísindastofnannana NASA og ESA. Björn er tölvunarfræðingur sem hefur nýtt frítíma sinn til að vinna myndir af hnöttum sólkerfisins sem könnunarför eins og Voyager og Juno hafa tekið. Hann hefur meðal annars smíðað sín eigin forrit til verksins. NASA deildi meðal annars mynd Juno-geimfarsins af Stóra rauða bletti Júpíters sem Björn vann á samfélagsmiðlasíðum sínum í júlí.
Google Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Íslenskur tölvunarfræðingur vinnur einstakar myndir af Júpíter Nýjar myndir frá bandaríska geimfarinu Juno af reikistjörnunni Júpíter hafa afhjúpað áður óséð landslag í lofthjúpi gasrisans. Það er ekki síst fólki eins og Birni Jónssyni tölvunarfræðingi að þakka. Björn tilheyrir samfélagi áhugamanna um allan heim sem nýta frítíma sinn til að vinna myndir frá geimförum. 20. júlí 2017 09:00 NASA deilir mynd íslensks tölvunarfræðings af Júpíter Þúsundir manna hafa deilt og líkað við mynd sem Björn Jónsson, tölvunarfræðingur, vann af Stóra rauða bletti Júpíters eftir að NASA deildi henni á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. 28. júlí 2017 10:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Íslenskur tölvunarfræðingur vinnur einstakar myndir af Júpíter Nýjar myndir frá bandaríska geimfarinu Juno af reikistjörnunni Júpíter hafa afhjúpað áður óséð landslag í lofthjúpi gasrisans. Það er ekki síst fólki eins og Birni Jónssyni tölvunarfræðingi að þakka. Björn tilheyrir samfélagi áhugamanna um allan heim sem nýta frítíma sinn til að vinna myndir frá geimförum. 20. júlí 2017 09:00
NASA deilir mynd íslensks tölvunarfræðings af Júpíter Þúsundir manna hafa deilt og líkað við mynd sem Björn Jónsson, tölvunarfræðingur, vann af Stóra rauða bletti Júpíters eftir að NASA deildi henni á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. 28. júlí 2017 10:54