Sannkölluð sprenging varð á samfélagsmiðlum í dag og fjölmargir greindu frá reynslu af kynferðislegri áreitni Helga María Guðmundsdóttir skrifar 16. október 2017 22:15 Sannkölluð sprenging varð á samfélagsmiðlum í dag undir myllumerkinu Me too, eða Ég líka. Fjölmargir hafa stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi. Umræðan kom í kjölfar þess að fjöldi leikkvenna og fyrirsæta stigu fram og greindu frá því hvernig þær voru áreittar kynferðislega af bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Í gærkvöldi bað leikkonan Alyssa Milano allar konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi að skrifa Me too undir færslu hennar á twitter til að fólk myndi átta sig á stærð vandamálsins. Seinni partinn í dag voru yfir fjörtíu og eitt þúsund konur og karlar búin að skrifa undir. Margrét Gauja er ein þeirra sem stigu fram og lýsir þvíá Facebooksíðu sinni að samstarfsmaður hennar í lögreglunni, notaði aðstöðu sína til aðáreita hana kynferðislega. „Þegar ég lít til baka þá upplifi ég mig bara sem barn í löggubúning og kannski það hræðilegasta við þetta allt saman eftir á að hyggja að á þeim stað, á öllum þeim stöðum á Íslandi þar sem ég á að vera örugg, hef ég aldrei verið jafn óttaslegin og hrædd á,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir,bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.Hún segir að á þessum tíma hafi hún verið ung, reynslulítil og hrædd og talið það vera best að þegja. „Það hafa alveg einhverjir vitað þetta, það hlýtur að vera. Ég er búin að vera að burðast með þetta í 17 ár og eins og þú sérð er ég ennþá skjálfandi og ég er nú stjórnmálamaður og á að hafa breitt bak en þetta er bara ótrúlega erfitt,“ segir Margrét. Twitter hefur verið rauðglóandi í dag og hafa fjölmargir komið þar fram með sína sögu. „Þetta er eitthvað sem fólk hristir af sér og tekur því ekki eins alvarlega eins og það á að gera. Þetta hefur áhrif á hegðun og líðan og getur verið hættulegt, segir Sunna Ben, fjöllistakona. Hefur þú oft verið fyrir áreiti? „Ég ætlaði að reyna að finna í hausnum á mér hvað þetta væri oft en ég veit ekki hvar ég á að byrja og hvar ég á að enda, þetta er svo mikið og margskonar og mis alvarlegt,“ segir Sunna.Framkvæmdastyra Stígamóta segir mikilkvægt að segja frá „Þetta hrjáir stóran hluta mannkyns, það skiptir máli að tala um hluti sem hafa legið í þögninni og gera þá sýnilega, segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir,“ framkvæmdastýra Stígamóta. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Sannkölluð sprenging varð á samfélagsmiðlum í dag undir myllumerkinu Me too, eða Ég líka. Fjölmargir hafa stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi. Umræðan kom í kjölfar þess að fjöldi leikkvenna og fyrirsæta stigu fram og greindu frá því hvernig þær voru áreittar kynferðislega af bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Í gærkvöldi bað leikkonan Alyssa Milano allar konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi að skrifa Me too undir færslu hennar á twitter til að fólk myndi átta sig á stærð vandamálsins. Seinni partinn í dag voru yfir fjörtíu og eitt þúsund konur og karlar búin að skrifa undir. Margrét Gauja er ein þeirra sem stigu fram og lýsir þvíá Facebooksíðu sinni að samstarfsmaður hennar í lögreglunni, notaði aðstöðu sína til aðáreita hana kynferðislega. „Þegar ég lít til baka þá upplifi ég mig bara sem barn í löggubúning og kannski það hræðilegasta við þetta allt saman eftir á að hyggja að á þeim stað, á öllum þeim stöðum á Íslandi þar sem ég á að vera örugg, hef ég aldrei verið jafn óttaslegin og hrædd á,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir,bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.Hún segir að á þessum tíma hafi hún verið ung, reynslulítil og hrædd og talið það vera best að þegja. „Það hafa alveg einhverjir vitað þetta, það hlýtur að vera. Ég er búin að vera að burðast með þetta í 17 ár og eins og þú sérð er ég ennþá skjálfandi og ég er nú stjórnmálamaður og á að hafa breitt bak en þetta er bara ótrúlega erfitt,“ segir Margrét. Twitter hefur verið rauðglóandi í dag og hafa fjölmargir komið þar fram með sína sögu. „Þetta er eitthvað sem fólk hristir af sér og tekur því ekki eins alvarlega eins og það á að gera. Þetta hefur áhrif á hegðun og líðan og getur verið hættulegt, segir Sunna Ben, fjöllistakona. Hefur þú oft verið fyrir áreiti? „Ég ætlaði að reyna að finna í hausnum á mér hvað þetta væri oft en ég veit ekki hvar ég á að byrja og hvar ég á að enda, þetta er svo mikið og margskonar og mis alvarlegt,“ segir Sunna.Framkvæmdastyra Stígamóta segir mikilkvægt að segja frá „Þetta hrjáir stóran hluta mannkyns, það skiptir máli að tala um hluti sem hafa legið í þögninni og gera þá sýnilega, segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir,“ framkvæmdastýra Stígamóta.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira