Særingarmáttur sannleikans og haugalyganna Sigríður Jónsdóttir skrifar 28. október 2017 12:00 Úr leiksýningunni Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu. Mynd/Grímur Bjarnason Haustið 2008 varð hrun. Fjárhagslegar hamfarirnar skullu á landinu, ekki bara í öldum heldur skjálftaflóðbylgjum. Líkt og með gróðurhúsaáhrifin þá var hrunið ekki orsakað af hærra máttarvaldi heldur var gjörningurinn í boði gráðuga mannfólksins með dyggum stuðningi ríkisstjórnarinnar. Guð blessi Ísland í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar var frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins síðastliðinn föstudag, rétt rúmri viku áður en þjóðin gengur enn og aftur til kosninga. Tímasetningin er lyginni líkust og leiksýninguna verður að sjá til að trúa. Rannsóknarskýrsla Alþingis um hrunið sem sýningin byggir á spannar rúmlega tvö þúsund síður í níu bindum þannig að þeir Þorleifur Örn og Mikael Torfason ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, frekar en fyrri daginn. Munurinn á þessari sýningu og þeirri fyrri er að í þetta skipti, með örfáum undantekningum, hafa þeir beislað niður hamaganginn án þess að fórna listrænu nálguninni og kraftinum. Hér er á ferð gríðarlega metnaðarfullt leikverk þar sem löskuð sál heillar þjóðar liggur til grundvallar og leikararnir geta ekki annað en brotist út úr sínum hlutverkum til að gera atburðarásina bærilega. Mest spennandi leikstjórarnir eru þeir sem bæði ögra áhorfendum og sér sjálfum, eru óhræddir við að taka áhættur en læra einnig af mistökum. Á sínum verstu stundum fellur Þorleifur Örn ofan í sjálfhverfuhylinn en á þeim bestu býr hann til umhverfi þar sem áhorfendur horfa á sjálfa sig og samfélagið á nýjan hátt. Í Guð blessi Ísland hefur hann tálgað til verkfærin sín og smíðað sviðsumhverfi þar sem allt getur gerst og leikarar fá að njóta sín. Athöfninni er stýrt af sögumönnunum Halldóru Geirharðsdóttur og Halldóri Gylfasyni sem kýta stöðugt um hvort glasið sé hálffullt eða hálftómt. Eru breytingar mögulegar þegar við öll erum samsek á einn eða annan hátt? Fljótlega kemur þó í ljós að hinir raunverulegu sögumenn sýningarinnar og sjálfskipaðir varðhundar sögunnar eru þeir kumpánar Davíð Oddsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, leiknir af Brynhildi Guðjónsdóttur og Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Þær stela sýningunni, eins og þeir félagar ætla sér, og bera á borð stórkostlega firringu í bland við hárbeittan húmor. Karakterlistinn er langur, flókinn og uppfullur af ímynduðum fórnarlömbum hrunsins. Þyrlubrotlending, ofsóknir og samsæriskenningar koma allar við sögu og allt virðist nær lyginni frekar en raunveruleikanum. Hjörtur Jóhann Jónsson staðfestir hér að hann er einn af allrabestu leikurum landsins um þessar mundir og heldur áhorfendum í hendi sér á sjálfshjálparfyrirlestri öfgakapítalistans. Arnmundur Ernst Backman kemur sterkur til leiks og er til alls líklegur í framtíðinni. Hilmar Guðjónsson potast lipurlega um sviðið og rís hæst í aulaskap auðmannsins sem vill bara að allir vinni í lottóinu. Leikhópurinn allur vinnur einstaklega vel saman og flæðið á milli atriða á sér kannski langan aðdraganda en er áhrifaríkt að sama skapi. Hér eru ekki á ferðinni eftirhermur, frekar leikrænar túlkanir. Maríanna Clara Lúthersdóttir fer gjörsamlega á kostum sem fyrrverandi forseti vor, Ólafur Ragnar Grímsson, einlægur en fjarverandi. Aðalheiður Halldórsdóttir, sem einnig stýrir áhrifaríkum danshreyfingum, fremur stórbrotinn náttúrugjörning eiginkonu sem sér ekki fjallgarðinn fyrir tindinum. Rúsínan í pylsuendanum er síðan Örn Árnason sem virðist í fyrstu eins og álfur út úr hól en blómstrar síðan sem aldrei fyrr. Hvað umgjörð varðar þá verður sýning á borð við Guð blessi Ísland ekki til án toppklassa listræns teymis. Ilmur Stefánsdóttir er orðin sérfræðingur stóra sviðsins þar sem allt sviðið er undirlagt, togað og teygt. Búningar Sunnevu Ásu Weisshappel eru stundum óþarflega prjálsamir en hér vinna þeir með sýningunni og litskrúðugu barokkbúningarnir eru með hennar bestu sköpunarverkum. Leikgervin sem hún vinnur með Elínu S. Gísladóttur eru líka virkilega vel útfærð sem og ljósahönnun Björns Bergsteins Guðmundssonar sem alltaf er hægt að treysta á. Tónlist Katrin Hahner rekur síðan smiðshöggið á frábæra umgjörð og þar ber helst að nefna óðinn til þýsku bankanna sem kallast „Danke, Danke, Danke“. Guð blessi Ísland er gallhörð, grótesk og epísk revía fyrir tuttugustu og fyrstu öldina þar sem öllu er tjaldað til og spilaborgin sprengd í loft upp. Sýningin er líkt og helgiathöfn þar sem gamlar syndir eru særðar upp á yfirborðið í örvæntingarfullri tilraun til að láta þær hverfa. Þegar öllu er á botninn hvolft er þjóðin enn að berjast við afleiðingar áratuga gamals uppgjörs. Nema hvað að uppgjörið átti sér í raun aldrei stað heldur var reistur minnisvarði því til heiðurs í formi rannsóknarskýrslunnar sem fáir lásu, flestir vildu gleyma sem allra fyrst og leita síðan aftur að næsta góðæri.Niðurstaða: Stórbrotið listaverk sem enginn má missa af. Leikhús Tengdar fréttir Sýningin er fyrir þjóðina en ekki pólitíkina Þorleifur Örn Arnarsson og Mikael Torfason hafa unnið leikverk úr Rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdragandann að efnahagshruninu og sýningin verður frumsýnd annað kvöld í Borgarleikhúsinu. 19. október 2017 10:30 „En ég leik allavega ekki Davíð“ Örn Árnason fer með hlutverk í leikritinu Guð blessi Ísland sem byggt er á rannsóknarskýrslu Alþingis. Í verkinu kemur Davíð Oddsson við sögu en Örn leikur hann ekki þó að það sé hans sérsvið. 11. október 2017 10:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Haustið 2008 varð hrun. Fjárhagslegar hamfarirnar skullu á landinu, ekki bara í öldum heldur skjálftaflóðbylgjum. Líkt og með gróðurhúsaáhrifin þá var hrunið ekki orsakað af hærra máttarvaldi heldur var gjörningurinn í boði gráðuga mannfólksins með dyggum stuðningi ríkisstjórnarinnar. Guð blessi Ísland í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar var frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins síðastliðinn föstudag, rétt rúmri viku áður en þjóðin gengur enn og aftur til kosninga. Tímasetningin er lyginni líkust og leiksýninguna verður að sjá til að trúa. Rannsóknarskýrsla Alþingis um hrunið sem sýningin byggir á spannar rúmlega tvö þúsund síður í níu bindum þannig að þeir Þorleifur Örn og Mikael Torfason ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, frekar en fyrri daginn. Munurinn á þessari sýningu og þeirri fyrri er að í þetta skipti, með örfáum undantekningum, hafa þeir beislað niður hamaganginn án þess að fórna listrænu nálguninni og kraftinum. Hér er á ferð gríðarlega metnaðarfullt leikverk þar sem löskuð sál heillar þjóðar liggur til grundvallar og leikararnir geta ekki annað en brotist út úr sínum hlutverkum til að gera atburðarásina bærilega. Mest spennandi leikstjórarnir eru þeir sem bæði ögra áhorfendum og sér sjálfum, eru óhræddir við að taka áhættur en læra einnig af mistökum. Á sínum verstu stundum fellur Þorleifur Örn ofan í sjálfhverfuhylinn en á þeim bestu býr hann til umhverfi þar sem áhorfendur horfa á sjálfa sig og samfélagið á nýjan hátt. Í Guð blessi Ísland hefur hann tálgað til verkfærin sín og smíðað sviðsumhverfi þar sem allt getur gerst og leikarar fá að njóta sín. Athöfninni er stýrt af sögumönnunum Halldóru Geirharðsdóttur og Halldóri Gylfasyni sem kýta stöðugt um hvort glasið sé hálffullt eða hálftómt. Eru breytingar mögulegar þegar við öll erum samsek á einn eða annan hátt? Fljótlega kemur þó í ljós að hinir raunverulegu sögumenn sýningarinnar og sjálfskipaðir varðhundar sögunnar eru þeir kumpánar Davíð Oddsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, leiknir af Brynhildi Guðjónsdóttur og Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Þær stela sýningunni, eins og þeir félagar ætla sér, og bera á borð stórkostlega firringu í bland við hárbeittan húmor. Karakterlistinn er langur, flókinn og uppfullur af ímynduðum fórnarlömbum hrunsins. Þyrlubrotlending, ofsóknir og samsæriskenningar koma allar við sögu og allt virðist nær lyginni frekar en raunveruleikanum. Hjörtur Jóhann Jónsson staðfestir hér að hann er einn af allrabestu leikurum landsins um þessar mundir og heldur áhorfendum í hendi sér á sjálfshjálparfyrirlestri öfgakapítalistans. Arnmundur Ernst Backman kemur sterkur til leiks og er til alls líklegur í framtíðinni. Hilmar Guðjónsson potast lipurlega um sviðið og rís hæst í aulaskap auðmannsins sem vill bara að allir vinni í lottóinu. Leikhópurinn allur vinnur einstaklega vel saman og flæðið á milli atriða á sér kannski langan aðdraganda en er áhrifaríkt að sama skapi. Hér eru ekki á ferðinni eftirhermur, frekar leikrænar túlkanir. Maríanna Clara Lúthersdóttir fer gjörsamlega á kostum sem fyrrverandi forseti vor, Ólafur Ragnar Grímsson, einlægur en fjarverandi. Aðalheiður Halldórsdóttir, sem einnig stýrir áhrifaríkum danshreyfingum, fremur stórbrotinn náttúrugjörning eiginkonu sem sér ekki fjallgarðinn fyrir tindinum. Rúsínan í pylsuendanum er síðan Örn Árnason sem virðist í fyrstu eins og álfur út úr hól en blómstrar síðan sem aldrei fyrr. Hvað umgjörð varðar þá verður sýning á borð við Guð blessi Ísland ekki til án toppklassa listræns teymis. Ilmur Stefánsdóttir er orðin sérfræðingur stóra sviðsins þar sem allt sviðið er undirlagt, togað og teygt. Búningar Sunnevu Ásu Weisshappel eru stundum óþarflega prjálsamir en hér vinna þeir með sýningunni og litskrúðugu barokkbúningarnir eru með hennar bestu sköpunarverkum. Leikgervin sem hún vinnur með Elínu S. Gísladóttur eru líka virkilega vel útfærð sem og ljósahönnun Björns Bergsteins Guðmundssonar sem alltaf er hægt að treysta á. Tónlist Katrin Hahner rekur síðan smiðshöggið á frábæra umgjörð og þar ber helst að nefna óðinn til þýsku bankanna sem kallast „Danke, Danke, Danke“. Guð blessi Ísland er gallhörð, grótesk og epísk revía fyrir tuttugustu og fyrstu öldina þar sem öllu er tjaldað til og spilaborgin sprengd í loft upp. Sýningin er líkt og helgiathöfn þar sem gamlar syndir eru særðar upp á yfirborðið í örvæntingarfullri tilraun til að láta þær hverfa. Þegar öllu er á botninn hvolft er þjóðin enn að berjast við afleiðingar áratuga gamals uppgjörs. Nema hvað að uppgjörið átti sér í raun aldrei stað heldur var reistur minnisvarði því til heiðurs í formi rannsóknarskýrslunnar sem fáir lásu, flestir vildu gleyma sem allra fyrst og leita síðan aftur að næsta góðæri.Niðurstaða: Stórbrotið listaverk sem enginn má missa af.
Leikhús Tengdar fréttir Sýningin er fyrir þjóðina en ekki pólitíkina Þorleifur Örn Arnarsson og Mikael Torfason hafa unnið leikverk úr Rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdragandann að efnahagshruninu og sýningin verður frumsýnd annað kvöld í Borgarleikhúsinu. 19. október 2017 10:30 „En ég leik allavega ekki Davíð“ Örn Árnason fer með hlutverk í leikritinu Guð blessi Ísland sem byggt er á rannsóknarskýrslu Alþingis. Í verkinu kemur Davíð Oddsson við sögu en Örn leikur hann ekki þó að það sé hans sérsvið. 11. október 2017 10:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Sýningin er fyrir þjóðina en ekki pólitíkina Þorleifur Örn Arnarsson og Mikael Torfason hafa unnið leikverk úr Rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdragandann að efnahagshruninu og sýningin verður frumsýnd annað kvöld í Borgarleikhúsinu. 19. október 2017 10:30
„En ég leik allavega ekki Davíð“ Örn Árnason fer með hlutverk í leikritinu Guð blessi Ísland sem byggt er á rannsóknarskýrslu Alþingis. Í verkinu kemur Davíð Oddsson við sögu en Örn leikur hann ekki þó að það sé hans sérsvið. 11. október 2017 10:00