Leiðbeiningar til kjósenda Guðmundur Steingrímsson skrifar 28. október 2017 07:00 Nú hef ég töluverða reynslu af svona stjórnmáladóti. Ég hef verið í næstum því öllum flokkum. Mér finnst ég því vera einstaklega vel til þess fallinn að birta yfirgripsmiklar leiðbeiningar til kjósenda á kjördag. Auk þess á ég afmæli í dag. Ég má því setja mig á háan hest og þykjast vita allt. Hér koma því nokkrir tölusettir liðir, vandlega ígrundaðir. Klippið út og geymið.Eitt til fimm – Á kjörstað Hegðun og framkoma á kjörstað er eilíft álitamál. Ég hef á þessu eindregnar skoðanir.1. Ekki vera í sparifötum, en verið samt töff. Gott er að hafa sólgleraugu, því sólgleraugu gefa til kynna að ykkur sé hæfilega sama. Þau leyna líka tilfinningauppnámi gerist þess þörf.2. Takið börnin með, ef þau eru fyrir hendi. Mútið þeim með sælgæti. Þetta er mjög mikilvægt. Þetta sýnir að þið hangið ekki í spjaldtölvu alla daga heldur eruð þið lýðræðislega meðvituð.3. Ekki mæta fyrst á kjörstað. Það sýnir furðulega mikinn áhuga. Verið þá alla vega reiðubúin með afsökun. „Ég er að fara á rjúpu,“ gæti dugað eða „ég ákvað að koma beint af djamminu“. Hvort tveggja er mjög töff.4. Ef þið sjáið frambjóðendur á kjörstað þá haldið kúlinu. Þið viljið ekki vera fólkið sem missir sig og hrópar „blessaður meistari!“. Þið eruð bara að sinna ykkar lýðræðislegu skyldu. Allir rólegir.5. Ekki vera of stutt inni í kjörklefanum en samt ekki of lengi heldur. Tíu til fimmtán sekúndur er passlegt. Ekki vera manneskjan sem fær valkvíða í klefanum, byrjar að gúgla heimasíður flokkanna í símanum, brýtur blýið í stresskasti, stígur á sólgleraugun, rennur undan tjaldinu og þarf að fara á slysavarðstofuna. Ekki töff.Sex til níu – Ákvörðunin Enginn veit auðvitað hvað er best að kjósa, þannig að hér koma nokkrar leiðbeiningar um það.6. Ekki segja „þetta eru allt vitleysingar!“ Það er glatað. Sumir frambjóðendur eru vitleysingar, aðrir ekki. Það er geðveikislega þroskað, og þar með töff, að vera búin/n að átta sig á þessu.7. Ekki kjósa þann sem lofar að gefa þér pening. Sá peningur kemur pottþétt á endanum frá ykkur sjálfum. (Nema auðvitað ef gaurinn er tilbúinn með peninginn núna strax, á kjörstað eða í nágrenni hans, þá kannski horfir það öðruvísi við, sérstaklega ef um verulega summu er að ræða. Frábært ef hann er til í að gefa börnunum líka. Vertu með sólgleraugun. Og biddu um að fá þetta í evrum eða dollurum.)8. Ekki segja að þú skiljir ekkert í þessu. Kjóstu heldur þann flokk sem þú treystir best til að leiða öll þessu óskiljanlegu deilumál til lykta í sem mestri sátt og samlyndi.9. Ekki lenda í rifrildi í kvöld við einhvern sem kaus eitthvað annað en þú. Þú vilt ekki vera týpan sem er rauð í framan inni í eldhúsi að eyðileggja partí. Talaðu frekar aldrei við manneskjuna aftur, eða – sem er betra – stofnaðu gervipersónu á Facebook og settu „leið/ur“ við allar færslur hennar í a.m.k. ár.Lokaorð Ef þetta endar allt saman illa og upp úr kjörkössunum koma ráðamenn sem eru gjörsamlega ónýtir, hugsa aldrei um hag almennings, gera ekkert annað en að ljúga og svíkja alla daga og eru endalaust að rífast, þá er sú niðurstaða auðvitað ekki ykkur að kenna. Sérstaklega ef þið mættuð ekki einu sinni á kjörstað. Það sér hver heilvita maður. Eða ekki. Lifi lýðræðið og til hamingju með daginn kæra krúttlega rúsínurassa rifrildisþjóð. Munið að kjósa. Það kýs enginn betur en þið. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Kosningar 2017 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Nú hef ég töluverða reynslu af svona stjórnmáladóti. Ég hef verið í næstum því öllum flokkum. Mér finnst ég því vera einstaklega vel til þess fallinn að birta yfirgripsmiklar leiðbeiningar til kjósenda á kjördag. Auk þess á ég afmæli í dag. Ég má því setja mig á háan hest og þykjast vita allt. Hér koma því nokkrir tölusettir liðir, vandlega ígrundaðir. Klippið út og geymið.Eitt til fimm – Á kjörstað Hegðun og framkoma á kjörstað er eilíft álitamál. Ég hef á þessu eindregnar skoðanir.1. Ekki vera í sparifötum, en verið samt töff. Gott er að hafa sólgleraugu, því sólgleraugu gefa til kynna að ykkur sé hæfilega sama. Þau leyna líka tilfinningauppnámi gerist þess þörf.2. Takið börnin með, ef þau eru fyrir hendi. Mútið þeim með sælgæti. Þetta er mjög mikilvægt. Þetta sýnir að þið hangið ekki í spjaldtölvu alla daga heldur eruð þið lýðræðislega meðvituð.3. Ekki mæta fyrst á kjörstað. Það sýnir furðulega mikinn áhuga. Verið þá alla vega reiðubúin með afsökun. „Ég er að fara á rjúpu,“ gæti dugað eða „ég ákvað að koma beint af djamminu“. Hvort tveggja er mjög töff.4. Ef þið sjáið frambjóðendur á kjörstað þá haldið kúlinu. Þið viljið ekki vera fólkið sem missir sig og hrópar „blessaður meistari!“. Þið eruð bara að sinna ykkar lýðræðislegu skyldu. Allir rólegir.5. Ekki vera of stutt inni í kjörklefanum en samt ekki of lengi heldur. Tíu til fimmtán sekúndur er passlegt. Ekki vera manneskjan sem fær valkvíða í klefanum, byrjar að gúgla heimasíður flokkanna í símanum, brýtur blýið í stresskasti, stígur á sólgleraugun, rennur undan tjaldinu og þarf að fara á slysavarðstofuna. Ekki töff.Sex til níu – Ákvörðunin Enginn veit auðvitað hvað er best að kjósa, þannig að hér koma nokkrar leiðbeiningar um það.6. Ekki segja „þetta eru allt vitleysingar!“ Það er glatað. Sumir frambjóðendur eru vitleysingar, aðrir ekki. Það er geðveikislega þroskað, og þar með töff, að vera búin/n að átta sig á þessu.7. Ekki kjósa þann sem lofar að gefa þér pening. Sá peningur kemur pottþétt á endanum frá ykkur sjálfum. (Nema auðvitað ef gaurinn er tilbúinn með peninginn núna strax, á kjörstað eða í nágrenni hans, þá kannski horfir það öðruvísi við, sérstaklega ef um verulega summu er að ræða. Frábært ef hann er til í að gefa börnunum líka. Vertu með sólgleraugun. Og biddu um að fá þetta í evrum eða dollurum.)8. Ekki segja að þú skiljir ekkert í þessu. Kjóstu heldur þann flokk sem þú treystir best til að leiða öll þessu óskiljanlegu deilumál til lykta í sem mestri sátt og samlyndi.9. Ekki lenda í rifrildi í kvöld við einhvern sem kaus eitthvað annað en þú. Þú vilt ekki vera týpan sem er rauð í framan inni í eldhúsi að eyðileggja partí. Talaðu frekar aldrei við manneskjuna aftur, eða – sem er betra – stofnaðu gervipersónu á Facebook og settu „leið/ur“ við allar færslur hennar í a.m.k. ár.Lokaorð Ef þetta endar allt saman illa og upp úr kjörkössunum koma ráðamenn sem eru gjörsamlega ónýtir, hugsa aldrei um hag almennings, gera ekkert annað en að ljúga og svíkja alla daga og eru endalaust að rífast, þá er sú niðurstaða auðvitað ekki ykkur að kenna. Sérstaklega ef þið mættuð ekki einu sinni á kjörstað. Það sér hver heilvita maður. Eða ekki. Lifi lýðræðið og til hamingju með daginn kæra krúttlega rúsínurassa rifrildisþjóð. Munið að kjósa. Það kýs enginn betur en þið. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun