Vann golfmót en fékk ekki bikarinn af því að hún er stelpa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2017 22:15 Golfstelpan Jensi Krampel tengist ekki fréttinni en er gott dæmi um stelpu sem ætlar sér að ná langt í golfinu. Vísir/Getty Menntaskólastelpan Emily Nash er öflugur kylfingur og svo góð að hún betri en strákarnir í sínum skóla. Kynjareglur koma hinsvegar í veg fyrir að hún fá að keppa fyrir hönd skólans síns á fylkismótinu. Það er ekkert kvennalið í golfi í skólanum í Lunenburg, Massachusetts þar sem að Emily Nash stundar nám. Hún hefur því fengið að keppa með strákunum. Emily gerði sér lítið fyrir og vann Central Massachusetts Division 3 golfmótið á dögunum og slá þá við öllum strákunum. Að sjálfsögðu var bikar í verðlaun fyrir sigurinn og sigurvegarinn fékk líka þátttökurétt á fylkismótinu. Það er ef hann var strákur. Emily Nash fékk hvorki bikarinn eða má keppa á Massachusetts fylkismótinu því samkvæmt reglunum þá mátti hún í raun ekki keppa á þessu strákamót.#lpga star Brittany Altomare supports Emily Nash, who did not win the #miaa CMass D3 golf title because she's a girlhttps://t.co/pYbcl5TT1Upic.twitter.com/lGDlGcFr5p — Telegram & Gazette (@telegramdotcom) October 26, 2017 Emily Nash naut enga forréttinda í mótinu og sló upphafshögg sín frá sömu teigum og strákarnir. Hún kláraði hringinn á 75 höggum og var fjórum höggum á undan efsta stráknum. „Ég var að sjálfsögðu mjög vonsvikin en ég skil það að við þurfum að fylgja reglunum,“ sagði Emily Nash í viðtali við Telegram & Gazette sem fjallar um málið. Strákurinn sem varð annar í mótinu og fékk bikarinn bauðst til að láta Emily fá bikarinn sem hún hafði með réttu unnið. Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Menntaskólastelpan Emily Nash er öflugur kylfingur og svo góð að hún betri en strákarnir í sínum skóla. Kynjareglur koma hinsvegar í veg fyrir að hún fá að keppa fyrir hönd skólans síns á fylkismótinu. Það er ekkert kvennalið í golfi í skólanum í Lunenburg, Massachusetts þar sem að Emily Nash stundar nám. Hún hefur því fengið að keppa með strákunum. Emily gerði sér lítið fyrir og vann Central Massachusetts Division 3 golfmótið á dögunum og slá þá við öllum strákunum. Að sjálfsögðu var bikar í verðlaun fyrir sigurinn og sigurvegarinn fékk líka þátttökurétt á fylkismótinu. Það er ef hann var strákur. Emily Nash fékk hvorki bikarinn eða má keppa á Massachusetts fylkismótinu því samkvæmt reglunum þá mátti hún í raun ekki keppa á þessu strákamót.#lpga star Brittany Altomare supports Emily Nash, who did not win the #miaa CMass D3 golf title because she's a girlhttps://t.co/pYbcl5TT1Upic.twitter.com/lGDlGcFr5p — Telegram & Gazette (@telegramdotcom) October 26, 2017 Emily Nash naut enga forréttinda í mótinu og sló upphafshögg sín frá sömu teigum og strákarnir. Hún kláraði hringinn á 75 höggum og var fjórum höggum á undan efsta stráknum. „Ég var að sjálfsögðu mjög vonsvikin en ég skil það að við þurfum að fylgja reglunum,“ sagði Emily Nash í viðtali við Telegram & Gazette sem fjallar um málið. Strákurinn sem varð annar í mótinu og fékk bikarinn bauðst til að láta Emily fá bikarinn sem hún hafði með réttu unnið.
Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira