Brosmildir gestir í opnunarpartý Bioeffect í Aurum Ritstjórn skrifar 26. október 2017 11:15 Myndir: Aldís Pálsdóttir Fyrsta verslun íslenska húðvörumerkisins BIOEFFECT á Íslandi var opnuð síðastliðinn fimmtudag. Verslunin er svokölluð „búð-í-búð“, þ.e. hún er ein af þremur verslununum innan húsnæðis hönnunar- og lífsstílsverslunarinnar Aurum í Bankastræti 4 í Reykjavík. Glæsilegt verslunarrýmið var hannað af HAF-studio í samstarfi við BIOEFFECT en yfirbragð þess er einfalt og fágað – í stíl við vörurnar sem framleiddar eru undir vörumerkinu. Jafnframt hafa sölusvæði BIOEFFECT í Hagkaup í Kringlunni og Smáralind fengið andlitslyftingu. Með þessu vill BIOEFFECT undirstrika tengsl sín við heimamarkaðinn en húðvörur fyrirtækisins eru byggðar á íslensku hugviti og nýsköpun og framleiddar hér á landi. BIOEFFECT vörur eru nú seldar um allan heim og hafa hlotið verðskuldaða athygli. „Við höfum ekki skapað jafn sýnilegan vettvang fyrir vörurnar hérlendis fram til þessa, ef frá er talið sölusvæði okkar í Fríhöfninni í Leifsstöð,“ sagði Hildur Ársælsdóttir, markaðsstjóri BIOEFFECT. „Við erum hæstánægð með útlit verslunarinnar; hönnunin er stílhrein og klassísk sem rímar vel við eiginleika vörumerkisins. BIOEFFECT byggir á traustum vísindagrunni en vörurnar eru að sama skapi einfaldar að því leyti að þær eru gerðar úr fáum, en hreinum innihaldsefnum. Jafnvel þótt vísindin á bak við þessar vörur séu flókin er notkun þeirra hins vegar einföld,“ sagði Hildur. Fjöldi gesta mætti í opnunarhóf nýju verslunarinnar og naut þar veitinga og tónlistarflutnings auk þess sem allir voru leystir út með gjöfum. Á sama tíma kynnti BIOEFFECT nýjustu vöru sína, EGF +2A DAILY TREATMENT, sem verndar húðina fyrir mengun og hægir á öldrunarferli hennar. Kynningin og opnun verslunarinnar voru skipulagðar í tengslum við alþjóðlegan viðburð sem BIOEFFECT stóð fyrir í síðustu viku. Viðburðinn sóttu m.a. nokkrir þekktir, erlendir áhrifavaldar af samfélagsmiðlum sem boðið var sérstaklega hingað ásamt fylgdarliði. Mest lesið Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour Þúsundir biðu eftir að sjá Kylie Jenner í New York Glamour „Orðið sem var notað um mig var martröð“ Glamour Topp 10 snyrtivörur febrúarmánaðar Glamour Pepsi auglýsing Kendall Jenner vekur hörð viðbrögð Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Heiða bar af á rauða dreglinum Glamour Chrissy Teigin viðurkennir að hafa farið í lýtaaðgerð Glamour Verstu hárgreiðslur allra tíma Glamour H&M opnar 430 nýjar búðir á árinu Glamour
Fyrsta verslun íslenska húðvörumerkisins BIOEFFECT á Íslandi var opnuð síðastliðinn fimmtudag. Verslunin er svokölluð „búð-í-búð“, þ.e. hún er ein af þremur verslununum innan húsnæðis hönnunar- og lífsstílsverslunarinnar Aurum í Bankastræti 4 í Reykjavík. Glæsilegt verslunarrýmið var hannað af HAF-studio í samstarfi við BIOEFFECT en yfirbragð þess er einfalt og fágað – í stíl við vörurnar sem framleiddar eru undir vörumerkinu. Jafnframt hafa sölusvæði BIOEFFECT í Hagkaup í Kringlunni og Smáralind fengið andlitslyftingu. Með þessu vill BIOEFFECT undirstrika tengsl sín við heimamarkaðinn en húðvörur fyrirtækisins eru byggðar á íslensku hugviti og nýsköpun og framleiddar hér á landi. BIOEFFECT vörur eru nú seldar um allan heim og hafa hlotið verðskuldaða athygli. „Við höfum ekki skapað jafn sýnilegan vettvang fyrir vörurnar hérlendis fram til þessa, ef frá er talið sölusvæði okkar í Fríhöfninni í Leifsstöð,“ sagði Hildur Ársælsdóttir, markaðsstjóri BIOEFFECT. „Við erum hæstánægð með útlit verslunarinnar; hönnunin er stílhrein og klassísk sem rímar vel við eiginleika vörumerkisins. BIOEFFECT byggir á traustum vísindagrunni en vörurnar eru að sama skapi einfaldar að því leyti að þær eru gerðar úr fáum, en hreinum innihaldsefnum. Jafnvel þótt vísindin á bak við þessar vörur séu flókin er notkun þeirra hins vegar einföld,“ sagði Hildur. Fjöldi gesta mætti í opnunarhóf nýju verslunarinnar og naut þar veitinga og tónlistarflutnings auk þess sem allir voru leystir út með gjöfum. Á sama tíma kynnti BIOEFFECT nýjustu vöru sína, EGF +2A DAILY TREATMENT, sem verndar húðina fyrir mengun og hægir á öldrunarferli hennar. Kynningin og opnun verslunarinnar voru skipulagðar í tengslum við alþjóðlegan viðburð sem BIOEFFECT stóð fyrir í síðustu viku. Viðburðinn sóttu m.a. nokkrir þekktir, erlendir áhrifavaldar af samfélagsmiðlum sem boðið var sérstaklega hingað ásamt fylgdarliði.
Mest lesið Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour Þúsundir biðu eftir að sjá Kylie Jenner í New York Glamour „Orðið sem var notað um mig var martröð“ Glamour Topp 10 snyrtivörur febrúarmánaðar Glamour Pepsi auglýsing Kendall Jenner vekur hörð viðbrögð Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Heiða bar af á rauða dreglinum Glamour Chrissy Teigin viðurkennir að hafa farið í lýtaaðgerð Glamour Verstu hárgreiðslur allra tíma Glamour H&M opnar 430 nýjar búðir á árinu Glamour