Með bók í hönd Bergrún Íris Sævarsdóttir skrifar 26. október 2017 07:00 Læsi hrakar, íslenskukunnáttu barna og fullorðinna fer aftur, tungumálið er í stórhættu og ef ekkert er að gert töpum við móðurmálinu á næstu 50 árum. Dapurlegar fréttir og hamfaraspár blasa við okkur en hvað er hægt að gera til að sporna við þróuninni? Er þetta vandamál ríkisins og menntamálaráðuneytisins? Er það menntamálastofnunar, skólanna og kennaranna að bjarga íslenskunni? Eða geta foreldrar, frænkur og frændur, ömmur og afar, mögulega unnið stærstu sigrana með litlum og einföldum breytingum innan veggja heimilisins? Ef það er barn á heimilinu eða þú átt barn í þínu lífi sem þér þykir vænt um skaltu spyrja þig þessarar spurningar: Hvenær sá barnið þig síðast með bók í hönd? Hvenær sökktir þú þér síðast niður í bók þar sem barn sá til þín? Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og þegar barn sér fullorðinn einstakling lesa af áhuga, vaknar hjá þeim forvitni og löngun til að gera slíkt hið sama. Trúirðu mér ekki? Spurðu þig þá að þessu: Hvenær sá barnið / barnabarnið þitt þig síðast með síma í hönd? Dveljum aðeins við þetta. „Hann er með i-padinn á heilanum,“ segi ég um sjö ára son minn og ég skil bara ekkert í því að hann lesi ekki frekar eina af þeim hundrað bókum sem fylla hillurnar í herberginu hans. En svo lít ég niður og sé símann, samgróinn við höndina á mér og fingurnir tilbúnir að svara skilaboðum á sömu sekúndu og þau berast. Guð forði vinkonu minni frá því að bíða í nokkrar mínútur eftir að ég sendi „LOL“ við GIF-inu af fyndna kettinum sem hún sendi mér. Rétt í þessu varð ég að taka upp símann til að kíkja á nokkur snöpp og svara. Ég hætti sem sagt að skrifa þessa litlu grein til að sjá einhvern taka til á Snapchat! Ég þarf að breyta þessu, ef ekki fyrir mig þá fyrir börnin mín tvö. Ég vil frekar vera mamman sem er með nefið ofan í bók heldur en sú sem lítur ekki upp úr símanum, sérstaklega á þessum heilaga tíma eftir að börnin koma heim úr skóla og leikskóla. Næst þegar ég teygi mig eftir símanum ætla ég að taka upp bók í staðinn og ég hvet þig til að gera slíkt hið sama. Síminn getur beðið. Höfundur er rithöfundur og myndskreytir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Læsi hrakar, íslenskukunnáttu barna og fullorðinna fer aftur, tungumálið er í stórhættu og ef ekkert er að gert töpum við móðurmálinu á næstu 50 árum. Dapurlegar fréttir og hamfaraspár blasa við okkur en hvað er hægt að gera til að sporna við þróuninni? Er þetta vandamál ríkisins og menntamálaráðuneytisins? Er það menntamálastofnunar, skólanna og kennaranna að bjarga íslenskunni? Eða geta foreldrar, frænkur og frændur, ömmur og afar, mögulega unnið stærstu sigrana með litlum og einföldum breytingum innan veggja heimilisins? Ef það er barn á heimilinu eða þú átt barn í þínu lífi sem þér þykir vænt um skaltu spyrja þig þessarar spurningar: Hvenær sá barnið þig síðast með bók í hönd? Hvenær sökktir þú þér síðast niður í bók þar sem barn sá til þín? Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og þegar barn sér fullorðinn einstakling lesa af áhuga, vaknar hjá þeim forvitni og löngun til að gera slíkt hið sama. Trúirðu mér ekki? Spurðu þig þá að þessu: Hvenær sá barnið / barnabarnið þitt þig síðast með síma í hönd? Dveljum aðeins við þetta. „Hann er með i-padinn á heilanum,“ segi ég um sjö ára son minn og ég skil bara ekkert í því að hann lesi ekki frekar eina af þeim hundrað bókum sem fylla hillurnar í herberginu hans. En svo lít ég niður og sé símann, samgróinn við höndina á mér og fingurnir tilbúnir að svara skilaboðum á sömu sekúndu og þau berast. Guð forði vinkonu minni frá því að bíða í nokkrar mínútur eftir að ég sendi „LOL“ við GIF-inu af fyndna kettinum sem hún sendi mér. Rétt í þessu varð ég að taka upp símann til að kíkja á nokkur snöpp og svara. Ég hætti sem sagt að skrifa þessa litlu grein til að sjá einhvern taka til á Snapchat! Ég þarf að breyta þessu, ef ekki fyrir mig þá fyrir börnin mín tvö. Ég vil frekar vera mamman sem er með nefið ofan í bók heldur en sú sem lítur ekki upp úr símanum, sérstaklega á þessum heilaga tíma eftir að börnin koma heim úr skóla og leikskóla. Næst þegar ég teygi mig eftir símanum ætla ég að taka upp bók í staðinn og ég hvet þig til að gera slíkt hið sama. Síminn getur beðið. Höfundur er rithöfundur og myndskreytir.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun