Úrsúla var tekin frá móður sinni átta ára gömul: „Við vorum bara ekki hæf, við vorum aldrei edrú“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2017 12:30 Saga þeirra mæðgna er mjög merkileg. „Það var mikið heimilisofbeldi sem ég horfði upp á,“ segir Úrsúla Ósk Lindudóttir í þættinum Fósturbörn með Sindra Sindrasyni á Stöð 2 í gær. Móðir hennar Linda Rut Hreggviðsdóttir varð ólétt af Úrsúlu 17 ára en þegar dóttir hennar var átta ára var hún tekin frá henni af barnaverndaryfirvöldum. Áður höfðu þau haft afskipti og Linda aðvöruð. „Ég man eftir þessu eins og ef þetta hefði gerst í gær og það var rosalega erfitt. Samt líður mér einhvern veginn eins og þetta hafi kannski ekkert verið það hræðilegt, en þegar ég horfi á þætti um heimilisofbeldi þá tengi ég alltaf mikið. Þetta hrjáir mig samt ekki neitt í dag og ég held að ég sé bara rosalega heppin.“ Mikið gekk á á heimili Úrsúlu, hlutir sem ekkert barn á að þurfa upplifa.Úrsúla hefur gengið í gegnum margt.„Mamma bjó með manni sem var veikur og átti erfitt. Hann kom illa fram við hana með ofbeldi. Þau voru saman í neyslu og þá fer auðvitað allt í klessu.“ Úrsúla lýsir því hvernig henni leið þegar móðir hennar var beitt ofbeldi. „Maður frýs bara og veit ekkert hvað maður á að gera. Svo þegar ég varð eldri þá fór ég að hugsa hvað ég gæti gert til að stoppa þetta, en mér datt aldrei í hug að hringja á lögguna.“ Nágrannar Lindu höfðu nokkrum sinnum samband við lögregluna. „Ég vísaði þeim alltaf í burtu og sagði þeim að það væri allt í lagi,“ segir Linda Rut, móðir Úrsúlu. Þarna bjuggu mæðgurnar á Norðurlandinu og þurftu eitt sinn að fara í lögreglufylgt suður í kvennaathvarfið.Hér má sjá Lindu Rut með Úrsúlu þegar hún var ungabarn.„Við gátum ekki farið heim strax þar sem maðurinn sem ég var með neitaði að skrá sig úr sambúð og fara út úr íbúðinni svo það þurfti að skipta um sílendir á meðan hann var á sjó.“ Mæðurnar flutti á endanum suður og Úrsúla fór í Austurbæjarskóla en ástandið skánaði þó ekki. Linda hélt neyslunni áfram og á endanum gripu yfirvöld inn í og nú af hörku. „Ég man í raun lítið eftir þessum tíma og ég hugsa stundum núna hvernig fólki datt í hug að senda börnin til okkar aftur,“ segir Linda Rut sem fékk Úrsúlu til sín einu sinni í mánuði þegar hún var fyrst tekin af henni. „Við vorum bara ekki hæf, við vorum aldrei edrú.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. Fósturbörn Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
„Það var mikið heimilisofbeldi sem ég horfði upp á,“ segir Úrsúla Ósk Lindudóttir í þættinum Fósturbörn með Sindra Sindrasyni á Stöð 2 í gær. Móðir hennar Linda Rut Hreggviðsdóttir varð ólétt af Úrsúlu 17 ára en þegar dóttir hennar var átta ára var hún tekin frá henni af barnaverndaryfirvöldum. Áður höfðu þau haft afskipti og Linda aðvöruð. „Ég man eftir þessu eins og ef þetta hefði gerst í gær og það var rosalega erfitt. Samt líður mér einhvern veginn eins og þetta hafi kannski ekkert verið það hræðilegt, en þegar ég horfi á þætti um heimilisofbeldi þá tengi ég alltaf mikið. Þetta hrjáir mig samt ekki neitt í dag og ég held að ég sé bara rosalega heppin.“ Mikið gekk á á heimili Úrsúlu, hlutir sem ekkert barn á að þurfa upplifa.Úrsúla hefur gengið í gegnum margt.„Mamma bjó með manni sem var veikur og átti erfitt. Hann kom illa fram við hana með ofbeldi. Þau voru saman í neyslu og þá fer auðvitað allt í klessu.“ Úrsúla lýsir því hvernig henni leið þegar móðir hennar var beitt ofbeldi. „Maður frýs bara og veit ekkert hvað maður á að gera. Svo þegar ég varð eldri þá fór ég að hugsa hvað ég gæti gert til að stoppa þetta, en mér datt aldrei í hug að hringja á lögguna.“ Nágrannar Lindu höfðu nokkrum sinnum samband við lögregluna. „Ég vísaði þeim alltaf í burtu og sagði þeim að það væri allt í lagi,“ segir Linda Rut, móðir Úrsúlu. Þarna bjuggu mæðgurnar á Norðurlandinu og þurftu eitt sinn að fara í lögreglufylgt suður í kvennaathvarfið.Hér má sjá Lindu Rut með Úrsúlu þegar hún var ungabarn.„Við gátum ekki farið heim strax þar sem maðurinn sem ég var með neitaði að skrá sig úr sambúð og fara út úr íbúðinni svo það þurfti að skipta um sílendir á meðan hann var á sjó.“ Mæðurnar flutti á endanum suður og Úrsúla fór í Austurbæjarskóla en ástandið skánaði þó ekki. Linda hélt neyslunni áfram og á endanum gripu yfirvöld inn í og nú af hörku. „Ég man í raun lítið eftir þessum tíma og ég hugsa stundum núna hvernig fólki datt í hug að senda börnin til okkar aftur,“ segir Linda Rut sem fékk Úrsúlu til sín einu sinni í mánuði þegar hún var fyrst tekin af henni. „Við vorum bara ekki hæf, við vorum aldrei edrú.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær.
Fósturbörn Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira