Gylfi hvorki reykir né drekkur og er hin fullkomna fyrirmynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason fagna marki á EM í Frakklandi sumarið 2016. Vísir/EPA Það er áfram mikill áhugi á að fjalla um íslenska knattspyrnuævintýrið ekki síst þar sem íslensku strákarnir fylgdu því eftir að komast í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi með því að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn. Áhugsamir blaðamenn eru flestir að reyna að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð geti náð svona árangri í stærstu liðsíþrótt í heimi. Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri Knattspyrnusamband Íslands, er í viðtali hjá vefsíðunni thesefootballtimes.co þar sem hann fer um víðan völl.Iceland and the journey to Russia 2018: an inside perspective with the nation's Technical Director, Arnar Bill. https://t.co/o3rH78LRntpic.twitter.com/p3OwonWhXt — These Football Times (@thesefootytimes) October 24, 2017 Arnar Bill ræðir meðal annars áhrifin af því að hafa týpu eins og Gylfa Þór Sigurðsson sem stærstu stjörnuna í íslenska landsliðinu. „Hann er afar mikilvægur. Hann er einn af fáum leikmönnum sem hafa komist á hæsta stigið. Hann er án vafa fyrirmynd fyrir aðra leikmenn í liðinu. Hann hleypur mest allra og setur gott fordæmi fyrir yngri leikmenn,“ segir Arnar Bill og bætir við: „Hann hvorki reykir né drekkur og er frábær fyrirmynd fyrir alla. Hann er líka kurteis. Það heyrist kannski meira í fyrirliðanum okkar Aroni Einari Gunnarssyni en það má segja að það séu fimm til sex fyrirliðar inn á vellinum í þessu liði. Þetta er það sterk liðsheild,“ segir Arnar Bill. Arnar Bill ber líka saman starfsmannafjöldann hjá KSÍ við þann hjá öðrum samböndum í Evrópu. KSÍ er með sautján starfsmenn í fullu starfi en þeir eru sem dæmi 60 hjá knattspyrnusambandi Möltu. Arnar Bill ræðir einnig áhrifin frá Lars Lagerback. „Lars var frábær. Hann var engin einræðisherra. Hann bar allt undir Heimir. Þeir voru saman í þessu. Það er svo gaman að við héldum áfram að vinna leiki eftir EM. Lars hefur alltaf litið á aðstoðarmenn sína sem jafningja og Heimir var engin undantekning,“ sagði Arnar Bill í viðtalinu. Það má lesa allt viðtalið með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Það er áfram mikill áhugi á að fjalla um íslenska knattspyrnuævintýrið ekki síst þar sem íslensku strákarnir fylgdu því eftir að komast í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi með því að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn. Áhugsamir blaðamenn eru flestir að reyna að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð geti náð svona árangri í stærstu liðsíþrótt í heimi. Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri Knattspyrnusamband Íslands, er í viðtali hjá vefsíðunni thesefootballtimes.co þar sem hann fer um víðan völl.Iceland and the journey to Russia 2018: an inside perspective with the nation's Technical Director, Arnar Bill. https://t.co/o3rH78LRntpic.twitter.com/p3OwonWhXt — These Football Times (@thesefootytimes) October 24, 2017 Arnar Bill ræðir meðal annars áhrifin af því að hafa týpu eins og Gylfa Þór Sigurðsson sem stærstu stjörnuna í íslenska landsliðinu. „Hann er afar mikilvægur. Hann er einn af fáum leikmönnum sem hafa komist á hæsta stigið. Hann er án vafa fyrirmynd fyrir aðra leikmenn í liðinu. Hann hleypur mest allra og setur gott fordæmi fyrir yngri leikmenn,“ segir Arnar Bill og bætir við: „Hann hvorki reykir né drekkur og er frábær fyrirmynd fyrir alla. Hann er líka kurteis. Það heyrist kannski meira í fyrirliðanum okkar Aroni Einari Gunnarssyni en það má segja að það séu fimm til sex fyrirliðar inn á vellinum í þessu liði. Þetta er það sterk liðsheild,“ segir Arnar Bill. Arnar Bill ber líka saman starfsmannafjöldann hjá KSÍ við þann hjá öðrum samböndum í Evrópu. KSÍ er með sautján starfsmenn í fullu starfi en þeir eru sem dæmi 60 hjá knattspyrnusambandi Möltu. Arnar Bill ræðir einnig áhrifin frá Lars Lagerback. „Lars var frábær. Hann var engin einræðisherra. Hann bar allt undir Heimir. Þeir voru saman í þessu. Það er svo gaman að við héldum áfram að vinna leiki eftir EM. Lars hefur alltaf litið á aðstoðarmenn sína sem jafningja og Heimir var engin undantekning,“ sagði Arnar Bill í viðtalinu. Það má lesa allt viðtalið með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira