Telja Þrastalund brjóta gegn áfengislöggjöfinni Sveinn Arnarsson skrifar 24. október 2017 06:00 Í Þrastalundi er áfengri vöru stillt upp með matvöru. vísir/sveinn Sverrir Einar Eiríksson, eigandi veitingastaðarins og kjörbúðarinnar Þrastalundar við Sogið, segir það hafa verið mannleg mistök starfsfólks síns ef áfengi hefur verið selt í verslun staðarins sem almenn matvara. Hann mun því í framhaldinu ræða við starfsfólk sitt og skýra það út að það sé brot á lögum að selja óopnað áfengi út úr versluninni. Það sé ekki vilji hans að brjóta áfengislöggjöfina. „Þetta eru klár mistök og eiga ekki að gerast aftur, það er alveg á hreinu,“ segir Sverrir. „Við viljum og eigum vitaskuld að fara eftir lögum. Hins vegar hefur þetta verið látið viðgangast víða á Suðurlandi og lögreglan hefur horft fram hjá þessu á mörgum stöðum hér. Það er samt sem áður þannig að ég vil að mitt starfsfólk fari eftir þeim lögum sem eru í gildi og því mun ég taka þetta á mig.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að kjörbúðin í Þrastalundi stillir upp áfengri vöru með annarri matvöru á borð við óáfengar drykkjarvörur og osta í verslun sinni. Blaðamaður Fréttablaðsins kannaði hvort verslunin seldi áfengar vörur út úr versluninni síðastliðinn laugardag og svo reyndist vera. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, segir að ef lýsingar séu réttar sé líkast til um brot á áfengislöggjöfinni að ræða. „Þetta mál er komið í ferli hér hjá okkur hjá lögreglunni og við munum kanna þetta nánar. Sé þetta rétt mun eigandi sæta sektum og honum gert að taka vörurnar úr hillum í verslun sinni,“ útskýrir yfirlögregluþjónninn. „Sé svona farið að viðskiptavinir geti keypt áfenga vöru og tekið með sér út er það auðvitað skýrt brot á áfengislöggjöfinni.“ Sverrir segir hins vegar að þótt hann leggi upp með að starfsemi hans brjóti ekki í bága við landslög, sé ekki mikill skaði sem af því hlýst þótt ferðamaður taki með sér einn áfengan drykk og neyti hans í sumarbústað sínum. „Útlendingar sem til okkar koma þekkja þetta fyrirkomulag annars staðar frá, að sjá áfenga drykki á sama stað og matvöru. Ég held því að það sé nú ekki mikill skaði af þessu fyrirkomulagi,“ segir Sverrir að lokum. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Áfengi er selt innan um matvöru í Þrastalundi við Sogið. Eigandi fyrirtækisins þvertekur fyrir að hægt sé að ganga út með bjór eða léttvín en dæmi eru um slíkt. 23. október 2017 06:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Sverrir Einar Eiríksson, eigandi veitingastaðarins og kjörbúðarinnar Þrastalundar við Sogið, segir það hafa verið mannleg mistök starfsfólks síns ef áfengi hefur verið selt í verslun staðarins sem almenn matvara. Hann mun því í framhaldinu ræða við starfsfólk sitt og skýra það út að það sé brot á lögum að selja óopnað áfengi út úr versluninni. Það sé ekki vilji hans að brjóta áfengislöggjöfina. „Þetta eru klár mistök og eiga ekki að gerast aftur, það er alveg á hreinu,“ segir Sverrir. „Við viljum og eigum vitaskuld að fara eftir lögum. Hins vegar hefur þetta verið látið viðgangast víða á Suðurlandi og lögreglan hefur horft fram hjá þessu á mörgum stöðum hér. Það er samt sem áður þannig að ég vil að mitt starfsfólk fari eftir þeim lögum sem eru í gildi og því mun ég taka þetta á mig.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að kjörbúðin í Þrastalundi stillir upp áfengri vöru með annarri matvöru á borð við óáfengar drykkjarvörur og osta í verslun sinni. Blaðamaður Fréttablaðsins kannaði hvort verslunin seldi áfengar vörur út úr versluninni síðastliðinn laugardag og svo reyndist vera. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, segir að ef lýsingar séu réttar sé líkast til um brot á áfengislöggjöfinni að ræða. „Þetta mál er komið í ferli hér hjá okkur hjá lögreglunni og við munum kanna þetta nánar. Sé þetta rétt mun eigandi sæta sektum og honum gert að taka vörurnar úr hillum í verslun sinni,“ útskýrir yfirlögregluþjónninn. „Sé svona farið að viðskiptavinir geti keypt áfenga vöru og tekið með sér út er það auðvitað skýrt brot á áfengislöggjöfinni.“ Sverrir segir hins vegar að þótt hann leggi upp með að starfsemi hans brjóti ekki í bága við landslög, sé ekki mikill skaði sem af því hlýst þótt ferðamaður taki með sér einn áfengan drykk og neyti hans í sumarbústað sínum. „Útlendingar sem til okkar koma þekkja þetta fyrirkomulag annars staðar frá, að sjá áfenga drykki á sama stað og matvöru. Ég held því að það sé nú ekki mikill skaði af þessu fyrirkomulagi,“ segir Sverrir að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Áfengi er selt innan um matvöru í Þrastalundi við Sogið. Eigandi fyrirtækisins þvertekur fyrir að hægt sé að ganga út með bjór eða léttvín en dæmi eru um slíkt. 23. október 2017 06:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Áfengi er selt innan um matvöru í Þrastalundi við Sogið. Eigandi fyrirtækisins þvertekur fyrir að hægt sé að ganga út með bjór eða léttvín en dæmi eru um slíkt. 23. október 2017 06:00